Sigurður Ingi situr á fundi með stjórnarandstöðunni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. apríl 2016 09:48 Það var létt brúnin á forsætisráðherra þegar fundur hans með stjórnarandstöðunni var að hefjast í morgun. vísir/ernir Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, fundar nú með forystumönnum stjórnarandstöðunnar í Stjórnarráðinu. Stjórnarandstaðan hefur krafist þess að dagsetning verði sett sem allra fyrst á kosningar í haust og að málalisti nýrrar ríkisstjórnar komi fram. Má ætla að fundurinn sé hugsaður til að fara yfir þessi mál en stjórnarflokkarnir, Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur, hafa gefið það út að kosningar verði í haust. Dagsetning þeirra liggur ekki fyrir en þær verða þó í síðasta lagi þann 27. október. Líklegra þykir reyndar að þær verði í september eða fyrri hluta október. Þingfundur er klukkan 13:30 í dag og hefst hann á óundirbúnum fyrirspurnum. Sigurður Ingi mun sitja fyrir svörum auk iðnaðar-og viðskiptaráðherra, félags-og húsnæðismálaráðherra, sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra og umhverfis-og auðlindaráðherra. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, verður hins vegar fjarri góðu gamni þar sem hann er í London á ráðstefnu Euromoney þar sem fjallað er um íslenskt efnahagslíf og Ísland sem fjárfestingakost. Þá verður fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, einnig fjarverandi á þingi en hann er farinn í ótímabundið leyfi frá þingstörfum. Hjálmar Bogi Hafliðason, fyrsti varaþingmaður Framsóknarflokksins í norðausturkjördæmi, tók því sæti Sigmundar á þingi í gær. Í bréfi sem Sigmundur Davíð sendi Framsóknarmönnum í gær sagði hann að hann hyggist, að loknu fríi með konu sinni og barni, ferðast um landið og ræða stöðuna í samfélaginu við samflokksfólk sitt. Uppfært klukkan 10:51: Fundinum lauk nú á ellefta tímanum. Alþingi Tengdar fréttir Sigmundur Davíð farinn í frí Fyrsti varaþingmaður Framsóknarflokksins í norðausturkjördæmi hefur tekið sæti formannsins á þingi. 11. apríl 2016 16:14 Ráðstefna um efnhagslífið á Íslandi í skugga Panama-skjala: Bjarni Benediktsson á meðal ræðumanna Ráðstefna Euromoney um Ísland sem fjárfestingarkost fer fram í London á morgun. 11. apríl 2016 12:43 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, fundar nú með forystumönnum stjórnarandstöðunnar í Stjórnarráðinu. Stjórnarandstaðan hefur krafist þess að dagsetning verði sett sem allra fyrst á kosningar í haust og að málalisti nýrrar ríkisstjórnar komi fram. Má ætla að fundurinn sé hugsaður til að fara yfir þessi mál en stjórnarflokkarnir, Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur, hafa gefið það út að kosningar verði í haust. Dagsetning þeirra liggur ekki fyrir en þær verða þó í síðasta lagi þann 27. október. Líklegra þykir reyndar að þær verði í september eða fyrri hluta október. Þingfundur er klukkan 13:30 í dag og hefst hann á óundirbúnum fyrirspurnum. Sigurður Ingi mun sitja fyrir svörum auk iðnaðar-og viðskiptaráðherra, félags-og húsnæðismálaráðherra, sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra og umhverfis-og auðlindaráðherra. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, verður hins vegar fjarri góðu gamni þar sem hann er í London á ráðstefnu Euromoney þar sem fjallað er um íslenskt efnahagslíf og Ísland sem fjárfestingakost. Þá verður fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, einnig fjarverandi á þingi en hann er farinn í ótímabundið leyfi frá þingstörfum. Hjálmar Bogi Hafliðason, fyrsti varaþingmaður Framsóknarflokksins í norðausturkjördæmi, tók því sæti Sigmundar á þingi í gær. Í bréfi sem Sigmundur Davíð sendi Framsóknarmönnum í gær sagði hann að hann hyggist, að loknu fríi með konu sinni og barni, ferðast um landið og ræða stöðuna í samfélaginu við samflokksfólk sitt. Uppfært klukkan 10:51: Fundinum lauk nú á ellefta tímanum.
Alþingi Tengdar fréttir Sigmundur Davíð farinn í frí Fyrsti varaþingmaður Framsóknarflokksins í norðausturkjördæmi hefur tekið sæti formannsins á þingi. 11. apríl 2016 16:14 Ráðstefna um efnhagslífið á Íslandi í skugga Panama-skjala: Bjarni Benediktsson á meðal ræðumanna Ráðstefna Euromoney um Ísland sem fjárfestingarkost fer fram í London á morgun. 11. apríl 2016 12:43 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Sigmundur Davíð farinn í frí Fyrsti varaþingmaður Framsóknarflokksins í norðausturkjördæmi hefur tekið sæti formannsins á þingi. 11. apríl 2016 16:14
Ráðstefna um efnhagslífið á Íslandi í skugga Panama-skjala: Bjarni Benediktsson á meðal ræðumanna Ráðstefna Euromoney um Ísland sem fjárfestingarkost fer fram í London á morgun. 11. apríl 2016 12:43