Hörð barátta um kosningar á Alþingi Snærós Sindradóttir skrifar 13. apríl 2016 07:00 Stjórnarandstaðan fundaði með forsætisráðherra án árangurs í gær. vísir/ernir „Í fyllstu einlægni, er til of mikils mælst að biðja um dagsetningu á kosningum? Er það dónaskapur og heimtufrekja að fá að vita hvenær kosningarnar verða haldnar?“ Að þessu spurði Róbert Marshall, þingmaður Bjartrar framtíðar, á Alþingi í gær. Stjórnarandstöðunni var mikið niðri fyrir og frammíköll undir ræðum stjórnarliða voru veruleg. Krafa stjórnarandstöðunnar er sú að dagsetning verði sett á fyrirhugaðar kosningar í haust. Báðir formenn stjórnarflokkanna hafa sagt skýrum rómi að kosningar verði í haust, en að fyrst vilji þeir klára ákveðin mál ríkisstjórnarinnar. Þar ber hæst afnám gjaldeyrishafta en önnur stór mál bíða jafnframt afgreiðslu, svo sem húsnæðismálafrumvörp Eyglóar Harðardóttur og frumvarp um nýtt millidómsstig sem beðið hefur verið eftir um langa hríð. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst er þó ekki mikill ágreiningur um þessi mál í þinginu. „Friðurinn hér í þessum sal þessa stund er í höndum eins manns. Hæstvirtur forsætisráðherra þarf bara að gefa einfalt svar við fullkomlega réttmætri spurningu um það hvenær hann hyggist ganga til kosninga,“ sagði Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingar.Ólína Þorvarðardóttir, þingkona Samfylkingar.vísir/stefánFormenn stjórnarandstöðunnar höfðu fundað fyrr um daginn með Sigurði Inga Jóhannssyni forsætisráðherra án þess að tímasetning væri fastsett um hvenær kosningar yrðu. Lok október hafa verið nefnd sem líkleg tímasetning en Bjarni Benediktsson sagði, þegar hann tilkynnti að kosningum yrði flýtt, að kjörtímabilið yrði stytt um eitt löggjafarþing. Þetta hafa sumir túlkað þannig að kosið verði áður en þing kemur saman í september. „Það er ekkert óeðlilegt við það að þingmenn kalli eftir dagsetningu á kosningum í haust. En það er óeðlilegt hvernig farið er fram til þess að fylgja þeirri kröfu eftir. Það getur engan veginn talist eðlilegt að þau vinnubrögð séu viðhöfð sem við verðum vitni að nú,“ sagði Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, á þingfundi. Eins og áður segir voru frammíköll mjög tíð undir ræðum stjórnarliða og þurfti forseti Alþingis oft að minna þingmenn á góða hegðun. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 13. apríl Alþingi Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Fleiri fréttir Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Sjá meira
„Í fyllstu einlægni, er til of mikils mælst að biðja um dagsetningu á kosningum? Er það dónaskapur og heimtufrekja að fá að vita hvenær kosningarnar verða haldnar?“ Að þessu spurði Róbert Marshall, þingmaður Bjartrar framtíðar, á Alþingi í gær. Stjórnarandstöðunni var mikið niðri fyrir og frammíköll undir ræðum stjórnarliða voru veruleg. Krafa stjórnarandstöðunnar er sú að dagsetning verði sett á fyrirhugaðar kosningar í haust. Báðir formenn stjórnarflokkanna hafa sagt skýrum rómi að kosningar verði í haust, en að fyrst vilji þeir klára ákveðin mál ríkisstjórnarinnar. Þar ber hæst afnám gjaldeyrishafta en önnur stór mál bíða jafnframt afgreiðslu, svo sem húsnæðismálafrumvörp Eyglóar Harðardóttur og frumvarp um nýtt millidómsstig sem beðið hefur verið eftir um langa hríð. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst er þó ekki mikill ágreiningur um þessi mál í þinginu. „Friðurinn hér í þessum sal þessa stund er í höndum eins manns. Hæstvirtur forsætisráðherra þarf bara að gefa einfalt svar við fullkomlega réttmætri spurningu um það hvenær hann hyggist ganga til kosninga,“ sagði Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingar.Ólína Þorvarðardóttir, þingkona Samfylkingar.vísir/stefánFormenn stjórnarandstöðunnar höfðu fundað fyrr um daginn með Sigurði Inga Jóhannssyni forsætisráðherra án þess að tímasetning væri fastsett um hvenær kosningar yrðu. Lok október hafa verið nefnd sem líkleg tímasetning en Bjarni Benediktsson sagði, þegar hann tilkynnti að kosningum yrði flýtt, að kjörtímabilið yrði stytt um eitt löggjafarþing. Þetta hafa sumir túlkað þannig að kosið verði áður en þing kemur saman í september. „Það er ekkert óeðlilegt við það að þingmenn kalli eftir dagsetningu á kosningum í haust. En það er óeðlilegt hvernig farið er fram til þess að fylgja þeirri kröfu eftir. Það getur engan veginn talist eðlilegt að þau vinnubrögð séu viðhöfð sem við verðum vitni að nú,“ sagði Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, á þingfundi. Eins og áður segir voru frammíköll mjög tíð undir ræðum stjórnarliða og þurfti forseti Alþingis oft að minna þingmenn á góða hegðun. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 13. apríl
Alþingi Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Fleiri fréttir Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Sjá meira