Erfitt að stöðva Haukana Henry Birgir Gunnarsson skrifar 14. apríl 2016 06:00 Haukar eiga titil að verja. vísir/anton Eftir langan vetur og 27 leikja deildarkeppni er loksins komið að því að úrslitakeppnin í Olís-deild karla hefjist. Það er átta liða úrslitakeppni og öll fjögur einvígin fara fram á sama degi en leikur ÍBV og Gróttu hefst þó fyrr. Í fyrstu umferð úrslitakeppninnar þarf að vinna tvo leiki þannig að liðin mega lítið misstíga sig. Fréttablaðið fékk Bjarna Fritzson, þjálfara ÍR, til þess að spá í spilin fyrir úrslitakeppnina.Mest spennandi rimman „Þetta verður alvöru rimma enda áhugaverðir leikir hjá þessum liðum í vetur,“ segir Bjarni um viðureign ÍBV og Gróttu en þetta eru liðin sem urðu í fjórða og fimmta sæti deildarinnar í vetur. ÍBV í fjórða og á því heimaleikjaréttinn. „Grótta hefur bætt sig ótrúlega mikið í vetur og spilar í raun betri ÍBV-vörn en ÍBV gerir. Liðin spila sem sagt sömu vörn. Meiðslin hjá ÍBV spila hér auðvitað inn í og spurning hversu heilir þeir leikmenn sem hafa verið að glíma við meiðsli hjá þeim verða. Meiðslin veikja sérstaklega vörnina þeirra sem er þeirra aðalsmerki,“ segir Breiðhyltingurinn en hann á erfitt með að spá í þessa rimmu. „Ef ÍBV er með alla sína leikmenn heila þá held ég að ÍBV vinni. Ef ekki þá held ég að Grótta muni vinna í oddaleik. Gróttu-strákarnir hafa verið flottir og ÍBV er með reynt og skemmtilegt lið. Þetta verða mjög skemmtilegir leikir hjá liðunum.“Haukarnir of sterkir Bjarni segir að það sé auðveldara að spá í rimmu Hauka og Akureyringa. Haukarnir rúlluðu upp deildarkeppninni á meðan Akureyri varð í áttunda sæti með 26 stigum færri en Haukar. „Ég held að Haukarnir fari frekar auðveldlega í gegnum þetta og vinni 2-0. Þeir eru svo rosalega góðir. Haukar eru eina liðið sem við mættum í vetur þar sem við áttum einfaldlega ekki möguleika. Þeir hafa verið í allt öðrum klassa í vetur en önnur lið deildarinnar,“ segir þjálfarinn og er greinilega hrifinn af deildarmeisturunum. „Leikir þeirra gegn Akureyri hafa farið vel fyrir Haukana og ég sé ekki að Akureyri eigi möguleika. Ég veit að vinir mínir fyrir norðan munu reyna að trufla Haukana eins mikið og þeir geta en ég sé bara fá lið trufla Haukana mjög mikið. Haukarnir hafa verið langbestir.“Hörkuleikir Reykjavíkurliðanna Gengi Reykjavíkurliðanna Vals og Fram hefur verið mismunandi. Valur varð í öðru sæti í deildinni á meðan Fram endaði í sjöunda sæti. Fram spilaði vel fyrir áramót en missti síðan algjörlega flugið. „Ég held að Valsararnir taki þetta einvígi. Það hafa samt oft verið hörkuleikir á milli þessara liða og ég sé það ekkert breytast. Ég spái því að Valur vinni einvígið, 2-1,“ segir Bjarni. „Valsararnir hafa í gegnum tíðina ekki verið góðir gegn framliggjandi vörn nema örvhenta undrabarnið þeirra. Hann er helvíti erfiður. Það gæti truflað Valsmennina og því segi ég oddaleikur. Ef Framararnir ná upp sömu stemningu og fyrir jól þá gæti þetta orðið jafnt.“Hef trú á Aftureldingu Lokarimman í átta liða úrslitunum er síðan á milli Aftureldingar og FH. Afturelding varð í þriðja sæti en FH-ingar voru mjög heitir eftir áramót og enduðu í sjötta sæti. „Ég hef trú á Aftureldingu í þessu einvígi. Auðvitað voru FH-ingar góðir eftir jól og Ágúst Elí hefur verið frábær í markinu. Ef hann heldur dampi þar þá getur allt gerst. Svo kom Ágúst Birgisson frá Aftureldingu og hann hefur verið mjög mikilvægur fyrir FH,“ segir Bjarni en hann hefur áhyggjur af lykilmanni í FH-liðinu. „Ásbjörn Friðriksson meiddist í næstsíðasta leik. Tognaði á kálfa sem eru erfið meiðsli. Það er ekki gott að fara inn í úrslitakeppni með slík meiðsli. Ef þau eru enn að plaga hann þá verður þetta Afturelding alla leið. Ef Ási er 100 prósent þá á FH möguleika. Afturelding er aftur á móti með mjög öflugan leikmannahóp. Ég held að liðið sé einfaldlega betra.“ Eins og Bjarni segir þá hefur hann mikla trú á Haukunum en sér hann fyrir sér að eitthvert lið geti strítt Haukunum á leið þeirra að titlinum? „Ég held að Haukar klári þetta en Valur og ÍBV með fullmönnuð lið geta átt í fullu tré við Haukana. Úrslitakeppnin er samt þannig að allt getur gerst. Smá meiðsli til eða frá geta breytt einvígjum og leikjum. Haukarnir hafa sloppið vel þar til þessa.“ Olís-deild karla Mest lesið Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ Fótbolti Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Handbolti „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Enski boltinn „Við eigum að skammast okkar“ Körfubolti Uppgjör: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur Körfubolti Bayern og Inter ekki í miklum vandræðum að tryggja sig áfram Fótbolti Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Handbolti Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Enski boltinn Tiger Woods sleit hásin Golf Fleiri fréttir Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Sjá meira
Eftir langan vetur og 27 leikja deildarkeppni er loksins komið að því að úrslitakeppnin í Olís-deild karla hefjist. Það er átta liða úrslitakeppni og öll fjögur einvígin fara fram á sama degi en leikur ÍBV og Gróttu hefst þó fyrr. Í fyrstu umferð úrslitakeppninnar þarf að vinna tvo leiki þannig að liðin mega lítið misstíga sig. Fréttablaðið fékk Bjarna Fritzson, þjálfara ÍR, til þess að spá í spilin fyrir úrslitakeppnina.Mest spennandi rimman „Þetta verður alvöru rimma enda áhugaverðir leikir hjá þessum liðum í vetur,“ segir Bjarni um viðureign ÍBV og Gróttu en þetta eru liðin sem urðu í fjórða og fimmta sæti deildarinnar í vetur. ÍBV í fjórða og á því heimaleikjaréttinn. „Grótta hefur bætt sig ótrúlega mikið í vetur og spilar í raun betri ÍBV-vörn en ÍBV gerir. Liðin spila sem sagt sömu vörn. Meiðslin hjá ÍBV spila hér auðvitað inn í og spurning hversu heilir þeir leikmenn sem hafa verið að glíma við meiðsli hjá þeim verða. Meiðslin veikja sérstaklega vörnina þeirra sem er þeirra aðalsmerki,“ segir Breiðhyltingurinn en hann á erfitt með að spá í þessa rimmu. „Ef ÍBV er með alla sína leikmenn heila þá held ég að ÍBV vinni. Ef ekki þá held ég að Grótta muni vinna í oddaleik. Gróttu-strákarnir hafa verið flottir og ÍBV er með reynt og skemmtilegt lið. Þetta verða mjög skemmtilegir leikir hjá liðunum.“Haukarnir of sterkir Bjarni segir að það sé auðveldara að spá í rimmu Hauka og Akureyringa. Haukarnir rúlluðu upp deildarkeppninni á meðan Akureyri varð í áttunda sæti með 26 stigum færri en Haukar. „Ég held að Haukarnir fari frekar auðveldlega í gegnum þetta og vinni 2-0. Þeir eru svo rosalega góðir. Haukar eru eina liðið sem við mættum í vetur þar sem við áttum einfaldlega ekki möguleika. Þeir hafa verið í allt öðrum klassa í vetur en önnur lið deildarinnar,“ segir þjálfarinn og er greinilega hrifinn af deildarmeisturunum. „Leikir þeirra gegn Akureyri hafa farið vel fyrir Haukana og ég sé ekki að Akureyri eigi möguleika. Ég veit að vinir mínir fyrir norðan munu reyna að trufla Haukana eins mikið og þeir geta en ég sé bara fá lið trufla Haukana mjög mikið. Haukarnir hafa verið langbestir.“Hörkuleikir Reykjavíkurliðanna Gengi Reykjavíkurliðanna Vals og Fram hefur verið mismunandi. Valur varð í öðru sæti í deildinni á meðan Fram endaði í sjöunda sæti. Fram spilaði vel fyrir áramót en missti síðan algjörlega flugið. „Ég held að Valsararnir taki þetta einvígi. Það hafa samt oft verið hörkuleikir á milli þessara liða og ég sé það ekkert breytast. Ég spái því að Valur vinni einvígið, 2-1,“ segir Bjarni. „Valsararnir hafa í gegnum tíðina ekki verið góðir gegn framliggjandi vörn nema örvhenta undrabarnið þeirra. Hann er helvíti erfiður. Það gæti truflað Valsmennina og því segi ég oddaleikur. Ef Framararnir ná upp sömu stemningu og fyrir jól þá gæti þetta orðið jafnt.“Hef trú á Aftureldingu Lokarimman í átta liða úrslitunum er síðan á milli Aftureldingar og FH. Afturelding varð í þriðja sæti en FH-ingar voru mjög heitir eftir áramót og enduðu í sjötta sæti. „Ég hef trú á Aftureldingu í þessu einvígi. Auðvitað voru FH-ingar góðir eftir jól og Ágúst Elí hefur verið frábær í markinu. Ef hann heldur dampi þar þá getur allt gerst. Svo kom Ágúst Birgisson frá Aftureldingu og hann hefur verið mjög mikilvægur fyrir FH,“ segir Bjarni en hann hefur áhyggjur af lykilmanni í FH-liðinu. „Ásbjörn Friðriksson meiddist í næstsíðasta leik. Tognaði á kálfa sem eru erfið meiðsli. Það er ekki gott að fara inn í úrslitakeppni með slík meiðsli. Ef þau eru enn að plaga hann þá verður þetta Afturelding alla leið. Ef Ási er 100 prósent þá á FH möguleika. Afturelding er aftur á móti með mjög öflugan leikmannahóp. Ég held að liðið sé einfaldlega betra.“ Eins og Bjarni segir þá hefur hann mikla trú á Haukunum en sér hann fyrir sér að eitthvert lið geti strítt Haukunum á leið þeirra að titlinum? „Ég held að Haukar klári þetta en Valur og ÍBV með fullmönnuð lið geta átt í fullu tré við Haukana. Úrslitakeppnin er samt þannig að allt getur gerst. Smá meiðsli til eða frá geta breytt einvígjum og leikjum. Haukarnir hafa sloppið vel þar til þessa.“
Olís-deild karla Mest lesið Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ Fótbolti Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Handbolti „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Enski boltinn „Við eigum að skammast okkar“ Körfubolti Uppgjör: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur Körfubolti Bayern og Inter ekki í miklum vandræðum að tryggja sig áfram Fótbolti Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Handbolti Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Enski boltinn Tiger Woods sleit hásin Golf Fleiri fréttir Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Sjá meira