Gunnar Nelson kærður fyrir að fella tré nágranna síns Garðar Örn Úlfarsson skrifar 14. apríl 2016 06:00 Útsýnið hefur stóraukist á Kleifarvegi 6 eftir að eigendur hússins felldu tré nágrannanna á Laugarsvegi 3 sem nú er ekki í eins góðu skjóli og áður. Vísir/Ernir Stórt og gamalt tré var á fimmtudag fellt í garðinum á Laugarásvegi 3 í óþökk eigenda hússins. Bardagakappinn Gunnar Nelson og eigandi annarrar íbúðar í nágrannahúsinu á Kleifarvegi 6 eru sagðir hafi staðið fyrir verkinu sem kært hefur verið til lögreglu. Ekki náðist tal af eigendum Kleifarvegs 6 í gær en Haraldur Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars Nelson, segir að upphaf málsins megi rekja til þess að eigendur Kleifarvegs 6, sem keyptu hvor sína íbúðina í húsinu í fyrra, hafi látið mynda skólplagnir á lóðinni. „Þá kemur í ljós að þetta aspartré sem er þarna á lóðamörkunum er búið að skemma skólplagnir hjá þeim,“ útskýrir Haraldur sem kveður við svo búið hafa verið haft samband við nágrannana og þeim boðið að tréð yrði fjarlægt þeim að kostnaðarlausu um leið og tré í Kleifarvegsgarðinum yrðu felld. Vel hafi verið tekið í þetta.Haraldur Nelson segir Gunnar son sinn síst vilja troða illssakir við nágranna sína í Laugarásnum. Fréttablaðið/Vilhelm„Þeir ætluðu síðan að láta vita ef það mætti ekki. Síðan er liðnir margir mánuðir og þeir töldu að það væri í lagi að taka þetta tré. Þarna er bara einhver misskilningur á milli þeirra,“ segir Haraldur, sem kveður Gunnar síst af öllu vilja eiga í erjum við nágranna sína. „Það var aldrei ætlunin. Hann taldi sig vera að gera þeim greiða með því að fjarlægja þetta algerlega á sinn kostnað.“ Eigendum trésins, Sigurði Ásgeiri Ólafssyni og Richard Kristinssyni á Laugarásvegi 3, ber hins vegar saman um að þeir hafi alls ekki veitt samþykki sitt fyrir því að umrætt tré yrði fellt. Þeir viti reyndar ekki af hvaða tegund tréð hafi verið en það hafi þó ekki verið ösp „Þeir höfðu ekkert leyfi, það er alveg á tæru,“ segir Sigurður sem kveður samband hafa verið haft við þá Richard í fyrra til að óska eftir samþykki fyrir því að tréð yrði fellt. Þeir hafi hvorugur sagst reiðubúnir til að heimila að tréð yrði fellt og teldu jafnvel að ekki mætti farga svo gömlu tré. „Það var ekki haft samband meira við okkur.“ Sigurður og Richard sáu ekki hvað orðið var fyrr en þeir komu heim eftir vinnu á fimmtudaginn. Þá var aðeins trjástubburinn eftir. Aðspurður segir Sigurður að þegar málið hafi verið rætt við þá hafi ekki verið minnst á lagnir af nokkru tagi. „Það var bara talað um að þá fengist betra útsýni,“ rifjar hann upp. Sigurður og Richard segja báðir að tréð hafi skýlt þeim mikið fyrir suðaustanátt, auk þess verið athvarf fugla og verið til prýði á allan hátt. „Það er bara glæpsamlegt athæfi að gera þetta svona,“ segir Sigurður. Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Stórt og gamalt tré var á fimmtudag fellt í garðinum á Laugarásvegi 3 í óþökk eigenda hússins. Bardagakappinn Gunnar Nelson og eigandi annarrar íbúðar í nágrannahúsinu á Kleifarvegi 6 eru sagðir hafi staðið fyrir verkinu sem kært hefur verið til lögreglu. Ekki náðist tal af eigendum Kleifarvegs 6 í gær en Haraldur Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars Nelson, segir að upphaf málsins megi rekja til þess að eigendur Kleifarvegs 6, sem keyptu hvor sína íbúðina í húsinu í fyrra, hafi látið mynda skólplagnir á lóðinni. „Þá kemur í ljós að þetta aspartré sem er þarna á lóðamörkunum er búið að skemma skólplagnir hjá þeim,“ útskýrir Haraldur sem kveður við svo búið hafa verið haft samband við nágrannana og þeim boðið að tréð yrði fjarlægt þeim að kostnaðarlausu um leið og tré í Kleifarvegsgarðinum yrðu felld. Vel hafi verið tekið í þetta.Haraldur Nelson segir Gunnar son sinn síst vilja troða illssakir við nágranna sína í Laugarásnum. Fréttablaðið/Vilhelm„Þeir ætluðu síðan að láta vita ef það mætti ekki. Síðan er liðnir margir mánuðir og þeir töldu að það væri í lagi að taka þetta tré. Þarna er bara einhver misskilningur á milli þeirra,“ segir Haraldur, sem kveður Gunnar síst af öllu vilja eiga í erjum við nágranna sína. „Það var aldrei ætlunin. Hann taldi sig vera að gera þeim greiða með því að fjarlægja þetta algerlega á sinn kostnað.“ Eigendum trésins, Sigurði Ásgeiri Ólafssyni og Richard Kristinssyni á Laugarásvegi 3, ber hins vegar saman um að þeir hafi alls ekki veitt samþykki sitt fyrir því að umrætt tré yrði fellt. Þeir viti reyndar ekki af hvaða tegund tréð hafi verið en það hafi þó ekki verið ösp „Þeir höfðu ekkert leyfi, það er alveg á tæru,“ segir Sigurður sem kveður samband hafa verið haft við þá Richard í fyrra til að óska eftir samþykki fyrir því að tréð yrði fellt. Þeir hafi hvorugur sagst reiðubúnir til að heimila að tréð yrði fellt og teldu jafnvel að ekki mætti farga svo gömlu tré. „Það var ekki haft samband meira við okkur.“ Sigurður og Richard sáu ekki hvað orðið var fyrr en þeir komu heim eftir vinnu á fimmtudaginn. Þá var aðeins trjástubburinn eftir. Aðspurður segir Sigurður að þegar málið hafi verið rætt við þá hafi ekki verið minnst á lagnir af nokkru tagi. „Það var bara talað um að þá fengist betra útsýni,“ rifjar hann upp. Sigurður og Richard segja báðir að tréð hafi skýlt þeim mikið fyrir suðaustanátt, auk þess verið athvarf fugla og verið til prýði á allan hátt. „Það er bara glæpsamlegt athæfi að gera þetta svona,“ segir Sigurður.
Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira