Forseti La Liga: Megum ekki leyfa ensku úrvalsdeildinni að verða NBA fótboltans Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. apríl 2016 09:00 Gylfi Þór Sigurðsson í leik með Swansea City á móti Manchester United. Vísir/Getty Javier Tebas, forseti spænsku fótboltadeildarinnar La Liga, hefur áhyggjur af stöðu sinnar deildar gagnvart ensku úrvalsdeildinni. Spænsku liðin hafa verið að standa sig mun betur í Evrópukeppnunum í ár og eiga helming liða í bæði undanúrslitum Meistaradeildarinnar og Evrópudeildarinnar en Tebas hefur sérstakar áhyggjur af peningamálunum. Tímabilið 2013-14 bjó enska úrvalsdeildin til 3,26 milljarða punda á móti „aðeins" 1,51 milljörðum punda hjá La Liga. Við erum að tala um meira en þrjú hundruð milljarða mun í íslenskum krónum. „Við vonumst til þess að geta stækkað svo að enska úrvalsdeildin verði ekki stærsta keppni í heimi og að við getum keppt við hana fjárhagslega," sagði Javier Tebas í viðtali við BBC. „Við viljum ekki að enska úrvalsdeildin sé skrefi á undan hinum. Ef okkur mistekst að ná þessu þá gæti enska úrvalsdeildin orðið NBA fótboltans. Það væri hvorki gott fyrir okkur né fótboltann í heild sinni," sagði Javier Tebas. „Stefnan er að láta meira til sín taka á bæði auglýsinga- og sjónvarpsmarkaðnum til að ná í meiri pening fyrir spænsku deildina," segir Javier Tebas. „Kreppan þvingaði spænsku félögin til að nýta peninga sína betur við kaup á leikmönnum. Þegar þú þénar minna þá þarftu að finna ódýrari leikmenn. Spænski fótboltinn hefur gert vel í þeim efnum," sagði Tebas. „Kreppan kenndi spænskum félögum að leggja meira á sig við að finna góða leikmenn fyrir minni pening. Það hefur verið mun auðveldara fyrir ensku úrvalsdeildina að finna öfluga leikmenn," sagði Tebas. Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Sjá meira
Javier Tebas, forseti spænsku fótboltadeildarinnar La Liga, hefur áhyggjur af stöðu sinnar deildar gagnvart ensku úrvalsdeildinni. Spænsku liðin hafa verið að standa sig mun betur í Evrópukeppnunum í ár og eiga helming liða í bæði undanúrslitum Meistaradeildarinnar og Evrópudeildarinnar en Tebas hefur sérstakar áhyggjur af peningamálunum. Tímabilið 2013-14 bjó enska úrvalsdeildin til 3,26 milljarða punda á móti „aðeins" 1,51 milljörðum punda hjá La Liga. Við erum að tala um meira en þrjú hundruð milljarða mun í íslenskum krónum. „Við vonumst til þess að geta stækkað svo að enska úrvalsdeildin verði ekki stærsta keppni í heimi og að við getum keppt við hana fjárhagslega," sagði Javier Tebas í viðtali við BBC. „Við viljum ekki að enska úrvalsdeildin sé skrefi á undan hinum. Ef okkur mistekst að ná þessu þá gæti enska úrvalsdeildin orðið NBA fótboltans. Það væri hvorki gott fyrir okkur né fótboltann í heild sinni," sagði Javier Tebas. „Stefnan er að láta meira til sín taka á bæði auglýsinga- og sjónvarpsmarkaðnum til að ná í meiri pening fyrir spænsku deildina," segir Javier Tebas. „Kreppan þvingaði spænsku félögin til að nýta peninga sína betur við kaup á leikmönnum. Þegar þú þénar minna þá þarftu að finna ódýrari leikmenn. Spænski fótboltinn hefur gert vel í þeim efnum," sagði Tebas. „Kreppan kenndi spænskum félögum að leggja meira á sig við að finna góða leikmenn fyrir minni pening. Það hefur verið mun auðveldara fyrir ensku úrvalsdeildina að finna öfluga leikmenn," sagði Tebas.
Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Sjá meira