Í haust munu birtast á skjánum nýir þættir á Stöð 2 sem fengið hafa nafnið Reykjavík Ink. Í þeim verður fylgst með fólki setjast í stólinn á húðflúrstofunni Reykjavík Ink við Frakkastíg. „Í raun verður þetta þríþætt,” segir Lúðvík Páll Lúðvíksson framleiðandi þáttanna. „Fyrst og fremst erum við að leita að fólki sem er með húðflúr sem það er ekki ánægt með og langar að koma í það sem kallað er "cover up" eða að fá nýtt flúr yfir gamalt. Þau á Reykjavík Ink hafa sérhæft sig í þessu en það getur oft verið flókið að finna rétt flúr til að þekja það gamla. Auk þess leitum við að umsækjendum sem langar að fá sér tattú yfir ör og síðast en ekki síst vantar okkur tvo einstaklinga sem eru tilbúnir að koma til okkar sem "auður strigi" og leyfa tattúlistamönnunum á stofunni að ráða.“Sigrún Ósk Kristjánsdóttir sér um umsjón þáttanna sem munu birtast á skjánum í haust. „Við erum búin að undirbúa þetta í nokkurn tíma og ég er búin að sitja og horfa á heilan haug af erlendum tattúþáttum sem fjalla um svipað efni. Maður límist alveg yfir þessu,“ segir Sigrún. „Svo höfum við verið aðeins hjá þeim á Reykjavík Ink á Frakkastígnum og það er magnað að sjá hversu stöðug traffík er þarna af allskonar fólki, bæði kyn og allur aldur. Ég er því mjög bjartsýn á að við fáum umsóknir frá mjög fjölbreyttum hópi fólks.”Hér fyrir neðan er hægt að sækja um þátttöku í Reykjavík Ink með því að fylla út upplýsingarnar og senda myndband. Beinn hlekkur á þessa slóð er visir.is/ink. Powered by Typeform Húðflúr Mest lesið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið
Í haust munu birtast á skjánum nýir þættir á Stöð 2 sem fengið hafa nafnið Reykjavík Ink. Í þeim verður fylgst með fólki setjast í stólinn á húðflúrstofunni Reykjavík Ink við Frakkastíg. „Í raun verður þetta þríþætt,” segir Lúðvík Páll Lúðvíksson framleiðandi þáttanna. „Fyrst og fremst erum við að leita að fólki sem er með húðflúr sem það er ekki ánægt með og langar að koma í það sem kallað er "cover up" eða að fá nýtt flúr yfir gamalt. Þau á Reykjavík Ink hafa sérhæft sig í þessu en það getur oft verið flókið að finna rétt flúr til að þekja það gamla. Auk þess leitum við að umsækjendum sem langar að fá sér tattú yfir ör og síðast en ekki síst vantar okkur tvo einstaklinga sem eru tilbúnir að koma til okkar sem "auður strigi" og leyfa tattúlistamönnunum á stofunni að ráða.“Sigrún Ósk Kristjánsdóttir sér um umsjón þáttanna sem munu birtast á skjánum í haust. „Við erum búin að undirbúa þetta í nokkurn tíma og ég er búin að sitja og horfa á heilan haug af erlendum tattúþáttum sem fjalla um svipað efni. Maður límist alveg yfir þessu,“ segir Sigrún. „Svo höfum við verið aðeins hjá þeim á Reykjavík Ink á Frakkastígnum og það er magnað að sjá hversu stöðug traffík er þarna af allskonar fólki, bæði kyn og allur aldur. Ég er því mjög bjartsýn á að við fáum umsóknir frá mjög fjölbreyttum hópi fólks.”Hér fyrir neðan er hægt að sækja um þátttöku í Reykjavík Ink með því að fylla út upplýsingarnar og senda myndband. Beinn hlekkur á þessa slóð er visir.is/ink. Powered by Typeform
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið