Geir og Guðmundur: Verða hópferðir til Frakklands Anton Ingi Leifsson skrifar 17. apríl 2016 21:45 Geir Guðmundsson og Guðmundur Hólmar Helgason, frændurnir og bestu vinirnir í liði Vals, eru spenntir fyrir að ganga í raðir Cesson Rennes í Frakklandi eftir tímabilið. Þeir félagarnir ræddu stöðu mála við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem þeir sögðu meðal annars að þeir hafi lagt gífurlega mikla vinnu á sig. „Það var bara mjög stuttu eftir að Guðmundur samdi að viðræður hófust og það er dálítið síðan að ég skrifaði undir," sagði Geir og Guðmundur bætti við: „Þetta er bara áframhaldandi veisla. Þetta er mjög gaman og ánægjulegt að fá Geira frænda með." Þeir eru systkinabörn og hafa leikið með sömu félögunum í sjö ár; fyrst á Akureyri og nú með Val. Það verða því líklega hópferðir til Rennes á næsta leiktímabili. „Ég held að það séu allir mjög sáttir með þetta. Það verða hópferðir út, gista allir í Frakklandi. Ég held að það er enginn að kvarta yfir því." Stökkið er stórt frá Olís-deildinni yfir í næst sterkustu deild í heimi, en strákarnir eru hvergi bangnir. „Þeir eru stórir og sterkir í þessari deild og hraðinn er mikill. Það eru mjög góðir handboltamenn í þessari deild þannig þetta er toppklassi," sagði Geir. „Maður er búinn að æfa eins og vitleysingur ég veit ekki hvað lengi. Á Akureyri æfðum við mjög mikið og það má segja að þó nokkrir klukkutímar hafi farið í að komast á þennan stað." „Fyrsta árið fer bara í aðlagast nýrri deild, tungumáli, umhverfi og þess háttar. Við setum markið ekki of hátt í upphafi," sagði Gudmundur og hélt áfram. „Það er líka spurning um að fara út og njóta. Þetta er bara draumur hvers íþróttamanns að gera þetta að vinnu sinni og það er líka útgangspunkturinn að fara út og njóta." Ragnar Óskarsson, fyrrum aðstoðarþjálfari Vals, er aðstoðarþjálfari Cesson Rennes og það mun hjálpa drengjunum. „Raggi er búinn að vera duglegur að senda okkur myndbönd og maður þarf að vera duglegur að æfa og mæta í sínu besta formi," sagði Geir og Guðmundur bætti við að kynni sín af Ragnari sé góð: „Hann var með okkur aðstoðarþjálfari í eitt ár hérna og það mun koma sér mjög vel þegar við komum út. Hann þekkir okkar styrkleika og veit í hverju við þurfum að vinna til að fúnkera í þessari deild," sagði Guðmundur. Innslagið má sjá í heild sinni í sjónvarpsglugganum hér að ofan. Olís-deild karla Mest lesið Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Enski boltinn „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Fleiri fréttir Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Sjá meira
Geir Guðmundsson og Guðmundur Hólmar Helgason, frændurnir og bestu vinirnir í liði Vals, eru spenntir fyrir að ganga í raðir Cesson Rennes í Frakklandi eftir tímabilið. Þeir félagarnir ræddu stöðu mála við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem þeir sögðu meðal annars að þeir hafi lagt gífurlega mikla vinnu á sig. „Það var bara mjög stuttu eftir að Guðmundur samdi að viðræður hófust og það er dálítið síðan að ég skrifaði undir," sagði Geir og Guðmundur bætti við: „Þetta er bara áframhaldandi veisla. Þetta er mjög gaman og ánægjulegt að fá Geira frænda með." Þeir eru systkinabörn og hafa leikið með sömu félögunum í sjö ár; fyrst á Akureyri og nú með Val. Það verða því líklega hópferðir til Rennes á næsta leiktímabili. „Ég held að það séu allir mjög sáttir með þetta. Það verða hópferðir út, gista allir í Frakklandi. Ég held að það er enginn að kvarta yfir því." Stökkið er stórt frá Olís-deildinni yfir í næst sterkustu deild í heimi, en strákarnir eru hvergi bangnir. „Þeir eru stórir og sterkir í þessari deild og hraðinn er mikill. Það eru mjög góðir handboltamenn í þessari deild þannig þetta er toppklassi," sagði Geir. „Maður er búinn að æfa eins og vitleysingur ég veit ekki hvað lengi. Á Akureyri æfðum við mjög mikið og það má segja að þó nokkrir klukkutímar hafi farið í að komast á þennan stað." „Fyrsta árið fer bara í aðlagast nýrri deild, tungumáli, umhverfi og þess háttar. Við setum markið ekki of hátt í upphafi," sagði Gudmundur og hélt áfram. „Það er líka spurning um að fara út og njóta. Þetta er bara draumur hvers íþróttamanns að gera þetta að vinnu sinni og það er líka útgangspunkturinn að fara út og njóta." Ragnar Óskarsson, fyrrum aðstoðarþjálfari Vals, er aðstoðarþjálfari Cesson Rennes og það mun hjálpa drengjunum. „Raggi er búinn að vera duglegur að senda okkur myndbönd og maður þarf að vera duglegur að æfa og mæta í sínu besta formi," sagði Geir og Guðmundur bætti við að kynni sín af Ragnari sé góð: „Hann var með okkur aðstoðarþjálfari í eitt ár hérna og það mun koma sér mjög vel þegar við komum út. Hann þekkir okkar styrkleika og veit í hverju við þurfum að vinna til að fúnkera í þessari deild," sagði Guðmundur. Innslagið má sjá í heild sinni í sjónvarpsglugganum hér að ofan.
Olís-deild karla Mest lesið Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Enski boltinn „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Fleiri fréttir Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Sjá meira