Landsliðsmiðherjinn komst ekki í úrvalslið Keflvíkinga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. apríl 2016 22:30 Sandra Lind Þrastardóttir. Vísir/Vilhelm Keflvíkingar voru ekki áberandi í úrslitakeppni körfuboltans í ár eins og oftast áður. Konurnar komust ekki í úrslitakeppnina í fyrsta sinn í sögunni og karlarnir unnu bara einn leik og duttu út í átta liða úrslitunum. Keflvíkingar gerðu því upp körfuboltatímabilið sitt áður en bæði lokaúrslit karla og kvenna hófust. Keflvíkingar verðlaunuðu sitt fólk á lokahófi sínu á föstudagskvöldið eins og kemur fram á heimasíðu Keflvíkinga en þar voru bestu leikmenn og bestu varnarmenn meðal annars valdir hjá báðum meistaraflokkunum. Líkt og venjan er hjá Keflavík þá velur stjórnin fimm manna úrvalslið Keflavíkur úr báðum meistaraflokkunum sínum. Að þessu sinni voru í liðinu þrír karlar og tvær konur í liði ársins. Úrvalslið Keflavíkur 2015-2016 skipuðu þau Valur Orri Valsson, Magnús Már Traustason, Emelía Ósk Gunnarsdóttir, Thelma Dís Ágústsdóttir og Reggie Dupree. Valur Orri Valsson var valinn bestur hjá körlunum en Thelma Dís Ágústsdóttir hjá konunum. Bæði eiga þau körfuboltagoðsagnir sem foreldra því Valur Ingimundarson, stigahæsti leikmaður úrvalsdeildar karla frá upphafi, er faðir Vals og þá er ein besta þriggja stiga skytta allra tíma, Björg Hafsteinsdóttir, er móðir Thelmu. Öll áttu þessi fimm flott tímabil og eru vel að þessum verðlaunum komin en athygli vekur þó að landsliðsmiðherjinn Sandra Lind Þrastardóttir komst ekki í þetta úrvalslið hjá Keflavík. Sandra Lind Þrastardóttir er eini A-landsliðsmaður Keflvíkinga þessa stundina en hún spilaði mikilvægt hlutverk hjá kvennalandsliðinu í leikjum liðsins í Evrópukeppninni í vetur. Sandra Lind var með 9,2 stig og 9,6 fráköst að meðaltali í Domino´s deildinni. Thelma Dís var með 8,0 stig og 6,3 fráköst í leik og Emelía Ósk skoraði 6,5 stig og tók 3,2 fráköst að meðaltali. Emelía Ósk Gunnarsdóttir og Thelma Dís Ágústsdóttir eru báðar kornungir leikmenn sem spiluðu mjög vel í vetur ekki síst eftir að Sverrir Þór Sverrisson tók við þjálfun liðsins. Thelma Dís var sem dæmi með 11,4 stig og 8,9 fráköst að meðaltali í síðustu sjö leikjum Keflavíkur og Emelía Ósk skoraði 11,7 stig í leik í síðustu sex leikjum Keflavíkur. Sandra Lind skilaði 5,5 stigum og 3,8 fráköstum á 20,0 mínútum að meðaltali í leik með íslenska kvennalandsliðinu í Evrópuleikjum liðsins í vetur en hún hækkaði stigaskor sitt með hverjum leik. Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Helena og Ingi Þór best Helena Sverrisdóttir, leikmaður Hauka, og Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, fengu í dag viðurkenningu fyrir að vera besti leikmaður og besti þjálfari seinni hluta Dominos-deildar kvenna. 23. mars 2016 12:45 Stelpurnar fá að glíma við ungverska risann í kvöld Hin nítján ára gamla Sandra Lind Þrastardóttir hefur fengið stórt hlutverk þrátt fyrir að vera yngsti leikmaður landsliðsins. Verkefni kvöldsins er þó af stærri gerðinni og það í bókstaflegri merkingu. 24. febrúar 2016 06:00 Tveir leikmenn boluðu Margréti burt: "Búið að gefa tóninn“ Margrét Sturlaugsdóttir segir íþróttahreyfinguna þurfa að fara að tækla leikmannavald áður en hlutirnir fara úr böndunum. 13. janúar 2016 16:45 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Ungverjaland 87-77 | Magnaður sigur Íslands í Höllinni Ísland vann frábæran sigur á Ungverjalandi, 87-77, í undankeppni EM 2017 í kvöld. Þetta var fyrsti sigur Íslands í keppninni. 24. febrúar 2016 22:30 Þessar tólf fara með til Portúgals | Ragna Margrét leikfær Ívar Ásgrímsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í körfubolta, hefur valið leikmannahóp sinn fyrir leikinn á móti Portúgal í Portúgal á laugardaginn. 16. febrúar 2016 14:42 Mest lesið „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti Fleiri fréttir Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Sjá meira
Keflvíkingar voru ekki áberandi í úrslitakeppni körfuboltans í ár eins og oftast áður. Konurnar komust ekki í úrslitakeppnina í fyrsta sinn í sögunni og karlarnir unnu bara einn leik og duttu út í átta liða úrslitunum. Keflvíkingar gerðu því upp körfuboltatímabilið sitt áður en bæði lokaúrslit karla og kvenna hófust. Keflvíkingar verðlaunuðu sitt fólk á lokahófi sínu á föstudagskvöldið eins og kemur fram á heimasíðu Keflvíkinga en þar voru bestu leikmenn og bestu varnarmenn meðal annars valdir hjá báðum meistaraflokkunum. Líkt og venjan er hjá Keflavík þá velur stjórnin fimm manna úrvalslið Keflavíkur úr báðum meistaraflokkunum sínum. Að þessu sinni voru í liðinu þrír karlar og tvær konur í liði ársins. Úrvalslið Keflavíkur 2015-2016 skipuðu þau Valur Orri Valsson, Magnús Már Traustason, Emelía Ósk Gunnarsdóttir, Thelma Dís Ágústsdóttir og Reggie Dupree. Valur Orri Valsson var valinn bestur hjá körlunum en Thelma Dís Ágústsdóttir hjá konunum. Bæði eiga þau körfuboltagoðsagnir sem foreldra því Valur Ingimundarson, stigahæsti leikmaður úrvalsdeildar karla frá upphafi, er faðir Vals og þá er ein besta þriggja stiga skytta allra tíma, Björg Hafsteinsdóttir, er móðir Thelmu. Öll áttu þessi fimm flott tímabil og eru vel að þessum verðlaunum komin en athygli vekur þó að landsliðsmiðherjinn Sandra Lind Þrastardóttir komst ekki í þetta úrvalslið hjá Keflavík. Sandra Lind Þrastardóttir er eini A-landsliðsmaður Keflvíkinga þessa stundina en hún spilaði mikilvægt hlutverk hjá kvennalandsliðinu í leikjum liðsins í Evrópukeppninni í vetur. Sandra Lind var með 9,2 stig og 9,6 fráköst að meðaltali í Domino´s deildinni. Thelma Dís var með 8,0 stig og 6,3 fráköst í leik og Emelía Ósk skoraði 6,5 stig og tók 3,2 fráköst að meðaltali. Emelía Ósk Gunnarsdóttir og Thelma Dís Ágústsdóttir eru báðar kornungir leikmenn sem spiluðu mjög vel í vetur ekki síst eftir að Sverrir Þór Sverrisson tók við þjálfun liðsins. Thelma Dís var sem dæmi með 11,4 stig og 8,9 fráköst að meðaltali í síðustu sjö leikjum Keflavíkur og Emelía Ósk skoraði 11,7 stig í leik í síðustu sex leikjum Keflavíkur. Sandra Lind skilaði 5,5 stigum og 3,8 fráköstum á 20,0 mínútum að meðaltali í leik með íslenska kvennalandsliðinu í Evrópuleikjum liðsins í vetur en hún hækkaði stigaskor sitt með hverjum leik.
Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Helena og Ingi Þór best Helena Sverrisdóttir, leikmaður Hauka, og Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, fengu í dag viðurkenningu fyrir að vera besti leikmaður og besti þjálfari seinni hluta Dominos-deildar kvenna. 23. mars 2016 12:45 Stelpurnar fá að glíma við ungverska risann í kvöld Hin nítján ára gamla Sandra Lind Þrastardóttir hefur fengið stórt hlutverk þrátt fyrir að vera yngsti leikmaður landsliðsins. Verkefni kvöldsins er þó af stærri gerðinni og það í bókstaflegri merkingu. 24. febrúar 2016 06:00 Tveir leikmenn boluðu Margréti burt: "Búið að gefa tóninn“ Margrét Sturlaugsdóttir segir íþróttahreyfinguna þurfa að fara að tækla leikmannavald áður en hlutirnir fara úr böndunum. 13. janúar 2016 16:45 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Ungverjaland 87-77 | Magnaður sigur Íslands í Höllinni Ísland vann frábæran sigur á Ungverjalandi, 87-77, í undankeppni EM 2017 í kvöld. Þetta var fyrsti sigur Íslands í keppninni. 24. febrúar 2016 22:30 Þessar tólf fara með til Portúgals | Ragna Margrét leikfær Ívar Ásgrímsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í körfubolta, hefur valið leikmannahóp sinn fyrir leikinn á móti Portúgal í Portúgal á laugardaginn. 16. febrúar 2016 14:42 Mest lesið „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti Fleiri fréttir Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Sjá meira
Helena og Ingi Þór best Helena Sverrisdóttir, leikmaður Hauka, og Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, fengu í dag viðurkenningu fyrir að vera besti leikmaður og besti þjálfari seinni hluta Dominos-deildar kvenna. 23. mars 2016 12:45
Stelpurnar fá að glíma við ungverska risann í kvöld Hin nítján ára gamla Sandra Lind Þrastardóttir hefur fengið stórt hlutverk þrátt fyrir að vera yngsti leikmaður landsliðsins. Verkefni kvöldsins er þó af stærri gerðinni og það í bókstaflegri merkingu. 24. febrúar 2016 06:00
Tveir leikmenn boluðu Margréti burt: "Búið að gefa tóninn“ Margrét Sturlaugsdóttir segir íþróttahreyfinguna þurfa að fara að tækla leikmannavald áður en hlutirnir fara úr böndunum. 13. janúar 2016 16:45
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Ungverjaland 87-77 | Magnaður sigur Íslands í Höllinni Ísland vann frábæran sigur á Ungverjalandi, 87-77, í undankeppni EM 2017 í kvöld. Þetta var fyrsti sigur Íslands í keppninni. 24. febrúar 2016 22:30
Þessar tólf fara með til Portúgals | Ragna Margrét leikfær Ívar Ásgrímsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í körfubolta, hefur valið leikmannahóp sinn fyrir leikinn á móti Portúgal í Portúgal á laugardaginn. 16. febrúar 2016 14:42
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn