Landsliðsmiðherjinn komst ekki í úrvalslið Keflvíkinga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. apríl 2016 22:30 Sandra Lind Þrastardóttir. Vísir/Vilhelm Keflvíkingar voru ekki áberandi í úrslitakeppni körfuboltans í ár eins og oftast áður. Konurnar komust ekki í úrslitakeppnina í fyrsta sinn í sögunni og karlarnir unnu bara einn leik og duttu út í átta liða úrslitunum. Keflvíkingar gerðu því upp körfuboltatímabilið sitt áður en bæði lokaúrslit karla og kvenna hófust. Keflvíkingar verðlaunuðu sitt fólk á lokahófi sínu á föstudagskvöldið eins og kemur fram á heimasíðu Keflvíkinga en þar voru bestu leikmenn og bestu varnarmenn meðal annars valdir hjá báðum meistaraflokkunum. Líkt og venjan er hjá Keflavík þá velur stjórnin fimm manna úrvalslið Keflavíkur úr báðum meistaraflokkunum sínum. Að þessu sinni voru í liðinu þrír karlar og tvær konur í liði ársins. Úrvalslið Keflavíkur 2015-2016 skipuðu þau Valur Orri Valsson, Magnús Már Traustason, Emelía Ósk Gunnarsdóttir, Thelma Dís Ágústsdóttir og Reggie Dupree. Valur Orri Valsson var valinn bestur hjá körlunum en Thelma Dís Ágústsdóttir hjá konunum. Bæði eiga þau körfuboltagoðsagnir sem foreldra því Valur Ingimundarson, stigahæsti leikmaður úrvalsdeildar karla frá upphafi, er faðir Vals og þá er ein besta þriggja stiga skytta allra tíma, Björg Hafsteinsdóttir, er móðir Thelmu. Öll áttu þessi fimm flott tímabil og eru vel að þessum verðlaunum komin en athygli vekur þó að landsliðsmiðherjinn Sandra Lind Þrastardóttir komst ekki í þetta úrvalslið hjá Keflavík. Sandra Lind Þrastardóttir er eini A-landsliðsmaður Keflvíkinga þessa stundina en hún spilaði mikilvægt hlutverk hjá kvennalandsliðinu í leikjum liðsins í Evrópukeppninni í vetur. Sandra Lind var með 9,2 stig og 9,6 fráköst að meðaltali í Domino´s deildinni. Thelma Dís var með 8,0 stig og 6,3 fráköst í leik og Emelía Ósk skoraði 6,5 stig og tók 3,2 fráköst að meðaltali. Emelía Ósk Gunnarsdóttir og Thelma Dís Ágústsdóttir eru báðar kornungir leikmenn sem spiluðu mjög vel í vetur ekki síst eftir að Sverrir Þór Sverrisson tók við þjálfun liðsins. Thelma Dís var sem dæmi með 11,4 stig og 8,9 fráköst að meðaltali í síðustu sjö leikjum Keflavíkur og Emelía Ósk skoraði 11,7 stig í leik í síðustu sex leikjum Keflavíkur. Sandra Lind skilaði 5,5 stigum og 3,8 fráköstum á 20,0 mínútum að meðaltali í leik með íslenska kvennalandsliðinu í Evrópuleikjum liðsins í vetur en hún hækkaði stigaskor sitt með hverjum leik. Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Helena og Ingi Þór best Helena Sverrisdóttir, leikmaður Hauka, og Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, fengu í dag viðurkenningu fyrir að vera besti leikmaður og besti þjálfari seinni hluta Dominos-deildar kvenna. 23. mars 2016 12:45 Stelpurnar fá að glíma við ungverska risann í kvöld Hin nítján ára gamla Sandra Lind Þrastardóttir hefur fengið stórt hlutverk þrátt fyrir að vera yngsti leikmaður landsliðsins. Verkefni kvöldsins er þó af stærri gerðinni og það í bókstaflegri merkingu. 24. febrúar 2016 06:00 Tveir leikmenn boluðu Margréti burt: "Búið að gefa tóninn“ Margrét Sturlaugsdóttir segir íþróttahreyfinguna þurfa að fara að tækla leikmannavald áður en hlutirnir fara úr böndunum. 13. janúar 2016 16:45 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Ungverjaland 87-77 | Magnaður sigur Íslands í Höllinni Ísland vann frábæran sigur á Ungverjalandi, 87-77, í undankeppni EM 2017 í kvöld. Þetta var fyrsti sigur Íslands í keppninni. 24. febrúar 2016 22:30 Þessar tólf fara með til Portúgals | Ragna Margrét leikfær Ívar Ásgrímsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í körfubolta, hefur valið leikmannahóp sinn fyrir leikinn á móti Portúgal í Portúgal á laugardaginn. 16. febrúar 2016 14:42 Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Sjá meira
Keflvíkingar voru ekki áberandi í úrslitakeppni körfuboltans í ár eins og oftast áður. Konurnar komust ekki í úrslitakeppnina í fyrsta sinn í sögunni og karlarnir unnu bara einn leik og duttu út í átta liða úrslitunum. Keflvíkingar gerðu því upp körfuboltatímabilið sitt áður en bæði lokaúrslit karla og kvenna hófust. Keflvíkingar verðlaunuðu sitt fólk á lokahófi sínu á föstudagskvöldið eins og kemur fram á heimasíðu Keflvíkinga en þar voru bestu leikmenn og bestu varnarmenn meðal annars valdir hjá báðum meistaraflokkunum. Líkt og venjan er hjá Keflavík þá velur stjórnin fimm manna úrvalslið Keflavíkur úr báðum meistaraflokkunum sínum. Að þessu sinni voru í liðinu þrír karlar og tvær konur í liði ársins. Úrvalslið Keflavíkur 2015-2016 skipuðu þau Valur Orri Valsson, Magnús Már Traustason, Emelía Ósk Gunnarsdóttir, Thelma Dís Ágústsdóttir og Reggie Dupree. Valur Orri Valsson var valinn bestur hjá körlunum en Thelma Dís Ágústsdóttir hjá konunum. Bæði eiga þau körfuboltagoðsagnir sem foreldra því Valur Ingimundarson, stigahæsti leikmaður úrvalsdeildar karla frá upphafi, er faðir Vals og þá er ein besta þriggja stiga skytta allra tíma, Björg Hafsteinsdóttir, er móðir Thelmu. Öll áttu þessi fimm flott tímabil og eru vel að þessum verðlaunum komin en athygli vekur þó að landsliðsmiðherjinn Sandra Lind Þrastardóttir komst ekki í þetta úrvalslið hjá Keflavík. Sandra Lind Þrastardóttir er eini A-landsliðsmaður Keflvíkinga þessa stundina en hún spilaði mikilvægt hlutverk hjá kvennalandsliðinu í leikjum liðsins í Evrópukeppninni í vetur. Sandra Lind var með 9,2 stig og 9,6 fráköst að meðaltali í Domino´s deildinni. Thelma Dís var með 8,0 stig og 6,3 fráköst í leik og Emelía Ósk skoraði 6,5 stig og tók 3,2 fráköst að meðaltali. Emelía Ósk Gunnarsdóttir og Thelma Dís Ágústsdóttir eru báðar kornungir leikmenn sem spiluðu mjög vel í vetur ekki síst eftir að Sverrir Þór Sverrisson tók við þjálfun liðsins. Thelma Dís var sem dæmi með 11,4 stig og 8,9 fráköst að meðaltali í síðustu sjö leikjum Keflavíkur og Emelía Ósk skoraði 11,7 stig í leik í síðustu sex leikjum Keflavíkur. Sandra Lind skilaði 5,5 stigum og 3,8 fráköstum á 20,0 mínútum að meðaltali í leik með íslenska kvennalandsliðinu í Evrópuleikjum liðsins í vetur en hún hækkaði stigaskor sitt með hverjum leik.
Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Helena og Ingi Þór best Helena Sverrisdóttir, leikmaður Hauka, og Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, fengu í dag viðurkenningu fyrir að vera besti leikmaður og besti þjálfari seinni hluta Dominos-deildar kvenna. 23. mars 2016 12:45 Stelpurnar fá að glíma við ungverska risann í kvöld Hin nítján ára gamla Sandra Lind Þrastardóttir hefur fengið stórt hlutverk þrátt fyrir að vera yngsti leikmaður landsliðsins. Verkefni kvöldsins er þó af stærri gerðinni og það í bókstaflegri merkingu. 24. febrúar 2016 06:00 Tveir leikmenn boluðu Margréti burt: "Búið að gefa tóninn“ Margrét Sturlaugsdóttir segir íþróttahreyfinguna þurfa að fara að tækla leikmannavald áður en hlutirnir fara úr böndunum. 13. janúar 2016 16:45 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Ungverjaland 87-77 | Magnaður sigur Íslands í Höllinni Ísland vann frábæran sigur á Ungverjalandi, 87-77, í undankeppni EM 2017 í kvöld. Þetta var fyrsti sigur Íslands í keppninni. 24. febrúar 2016 22:30 Þessar tólf fara með til Portúgals | Ragna Margrét leikfær Ívar Ásgrímsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í körfubolta, hefur valið leikmannahóp sinn fyrir leikinn á móti Portúgal í Portúgal á laugardaginn. 16. febrúar 2016 14:42 Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Sjá meira
Helena og Ingi Þór best Helena Sverrisdóttir, leikmaður Hauka, og Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, fengu í dag viðurkenningu fyrir að vera besti leikmaður og besti þjálfari seinni hluta Dominos-deildar kvenna. 23. mars 2016 12:45
Stelpurnar fá að glíma við ungverska risann í kvöld Hin nítján ára gamla Sandra Lind Þrastardóttir hefur fengið stórt hlutverk þrátt fyrir að vera yngsti leikmaður landsliðsins. Verkefni kvöldsins er þó af stærri gerðinni og það í bókstaflegri merkingu. 24. febrúar 2016 06:00
Tveir leikmenn boluðu Margréti burt: "Búið að gefa tóninn“ Margrét Sturlaugsdóttir segir íþróttahreyfinguna þurfa að fara að tækla leikmannavald áður en hlutirnir fara úr böndunum. 13. janúar 2016 16:45
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Ungverjaland 87-77 | Magnaður sigur Íslands í Höllinni Ísland vann frábæran sigur á Ungverjalandi, 87-77, í undankeppni EM 2017 í kvöld. Þetta var fyrsti sigur Íslands í keppninni. 24. febrúar 2016 22:30
Þessar tólf fara með til Portúgals | Ragna Margrét leikfær Ívar Ásgrímsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í körfubolta, hefur valið leikmannahóp sinn fyrir leikinn á móti Portúgal í Portúgal á laugardaginn. 16. febrúar 2016 14:42