Dýrbítur að verða ein vinsælasta vorflugan Karl Lúðvíksson skrifar 18. apríl 2016 09:14 Dýrbítur er vinsæl vorfluga Það eru nokkrar flugur sem virðast gefa betur en aðrar í vorveiðinni en vinsældir veiðiflugna eru líka háðar tísku og vinsældum. Fyrir um tveimur áratugum var mest verið að nota flugur eins og Black Ghost, Grey Ghost og Mickey Finn og eru þær ennþá notaðar en í mun minni mæli en áður. Þetta sést t.d. ágætlega í sölunni hjá veiðibúðunum þar sem helst hallar á Micky Finn af þessum þremur. Vinsældir veiðiflugna koma og fara én helst stundum í hendur við efnið sem er verið að nota í flugurnar en fjaðrir til að nota í Black Ghost (Jungle Cock) eru dýrar og rétta fjöðurin í Grey Ghost vandfundin. Fyrir um 20 árum síðan varð efnið Marabou geysilega vinsælt en þetta efni er meðal annars notað í eina vinsælustu vorveiðiflugu síðustu ára, Dýrbítinn. Það var Bob Church sem jók mikið á vinsældir efnisins með því að vera mikill aðdáandi Dog Nobbler en hún er nokkuð lík Dýrbít en ekki jafn áberandi í vatninu og þar munar um úfið silfur tinsel sem liggur um Dýrbítinn miðjann. Marabou hreyfir sig mjög fallega í vatni og er "tökuhvetjandi" eins og sagt er og þá sérstaklega á vorfiskinn sem liggur oft soltinn í hylnum. Sá fiskur vill fá að sjá safaríkar flugur oft litríkar í bland. Flugan er sérstaklega nefnd því nú er vorveiðin í hámarki og framundan eru opnanir í Þingvallavatni og Elliðavatni sem margir bíða eftir en í báðum þessum vötnum er Dýrbítur gjöfull og þá sérstaklega í hvítu svona fyrstu dagana. Mest lesið Eitt gott ráð fyrir síðsumars laxveiði Veiði Hvað á rjúpa að hanga lengi? Veiði Laxárdalurinn sýnir sínar bestu hliðar Veiði Þegjandi á Harley Davidsson í Laugakvörn Veiði Eru veiðimenn að upplifa sömu hörmungar og 1984? Veiði Iron Fly hnýtingarkeppni Veiði 18.184 fiskar veiðst í Veiðivötnum Veiði Mikið líf í Jónskvísl Veiði Fyrsti sjóbirtingurinn kominn á land í Ytri Rangá Veiði Svona á að hamfletta rjúpurnar Veiði
Það eru nokkrar flugur sem virðast gefa betur en aðrar í vorveiðinni en vinsældir veiðiflugna eru líka háðar tísku og vinsældum. Fyrir um tveimur áratugum var mest verið að nota flugur eins og Black Ghost, Grey Ghost og Mickey Finn og eru þær ennþá notaðar en í mun minni mæli en áður. Þetta sést t.d. ágætlega í sölunni hjá veiðibúðunum þar sem helst hallar á Micky Finn af þessum þremur. Vinsældir veiðiflugna koma og fara én helst stundum í hendur við efnið sem er verið að nota í flugurnar en fjaðrir til að nota í Black Ghost (Jungle Cock) eru dýrar og rétta fjöðurin í Grey Ghost vandfundin. Fyrir um 20 árum síðan varð efnið Marabou geysilega vinsælt en þetta efni er meðal annars notað í eina vinsælustu vorveiðiflugu síðustu ára, Dýrbítinn. Það var Bob Church sem jók mikið á vinsældir efnisins með því að vera mikill aðdáandi Dog Nobbler en hún er nokkuð lík Dýrbít en ekki jafn áberandi í vatninu og þar munar um úfið silfur tinsel sem liggur um Dýrbítinn miðjann. Marabou hreyfir sig mjög fallega í vatni og er "tökuhvetjandi" eins og sagt er og þá sérstaklega á vorfiskinn sem liggur oft soltinn í hylnum. Sá fiskur vill fá að sjá safaríkar flugur oft litríkar í bland. Flugan er sérstaklega nefnd því nú er vorveiðin í hámarki og framundan eru opnanir í Þingvallavatni og Elliðavatni sem margir bíða eftir en í báðum þessum vötnum er Dýrbítur gjöfull og þá sérstaklega í hvítu svona fyrstu dagana.
Mest lesið Eitt gott ráð fyrir síðsumars laxveiði Veiði Hvað á rjúpa að hanga lengi? Veiði Laxárdalurinn sýnir sínar bestu hliðar Veiði Þegjandi á Harley Davidsson í Laugakvörn Veiði Eru veiðimenn að upplifa sömu hörmungar og 1984? Veiði Iron Fly hnýtingarkeppni Veiði 18.184 fiskar veiðst í Veiðivötnum Veiði Mikið líf í Jónskvísl Veiði Fyrsti sjóbirtingurinn kominn á land í Ytri Rangá Veiði Svona á að hamfletta rjúpurnar Veiði