Klæðaburður Kim þegar hún var á leiðinni til landsins hefur vakið athygli en stíliseringin var af frumlegri gerðinni. Kim klæddist í svörtum síðum silkikjól með mjóum hlýrum yfir Adidas æfingabol renndum upp í háls. Dressið var svo kórónað með háum hælum. Ekki kannski það sem allir mundi kjósa að klæðast fyrir langt flug.
Óneitanlega samsetning sem við höfum ekki séð áður, kannski vildi hún passa að verða ekki kalt við komuna til landsins en sömuleiðis erfitt að sleppa síðkjólnum... ekki gott að segja en kannski er þetta næsta sumartrend? Allavega hentugt í íslenska sumarhitanum.
Ekki er vitað hvað dregur hópinn til Íslands en Kourtney fagnaði meðal annars afmælinu sínu hér á landi í gær.
