Fyrstu bræðurnir sem mætast í lokaúrslitum síðan 1987 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. apríl 2016 16:30 Helgi Már Magnússon og Finnur Atli Magnússon. Vísir/Stefán Augu margra verða á þeim Helga Má Magnússyni og Finni Atla Magnússyni í úrslitaeinvígi KR og Hauka um Íslandsmeistaratitilinn. Þeir unnu titilinn saman í fyrra en ætla að keppa um hann í ár. Fyrsti leikurinn hjá Helga Má og félögum í KR á móti Finn Atla og félögum í Haukum verður í DHL-höllinni í Frostaskjóli í kvöld og hefst hann klukkan 19.15. Körfuboltakvöldið hefst klukkan 18.40 og gerir einnig upp leikinn að honum loknum. Það er ekki á hverjum degi sem bræður spila um Íslandsmeistaratitilinn í úrvalsdeild karla og þetta er í raun aðeins að gerast í annað skiptið í sögu úrslitakeppninnar frá 1984. 29 ár eru liðin síðan að þeir Teitur Örlygsson og Sturla Örlygsson mættust í lokaúrslitunum en árið 1987 unnu Teitur og félagar í Njarðvík 2-0 sigur á Sturla og félögum í Val. Teitur og Sturla höfðu orðið saman Íslandsmeistarar með Njarðvíkurliðinu árið 1984. Teitur skoraði 10,5 stig að meðaltali í leikjunum tveimur í lokaúrslitunum 1987 sem Njarðvík vann báða en félagið varð þá að tryggja sér fjórða Íslandsmeistaratitilinn í röð. Sturla skoraði 9,5 stig að meðaltali í leikjunum. Helgi Már Magnússon á möguleika á því að vinna Íslandsmeistaratitilinn þriðja árið í röð en hann hefur ákveðið að þetta verði hans síðasta tímabil. Helgi Már varð Íslandsmeistari með KR 2009, 2014 og 2015. Finnur Atli Magnússon ákvað að skipta yfir í Hauka fyrir þetta tímabil og hann hefur komið með reynslu og sigurhefð inn í Haukaliðið. Finnur Atli varð Íslandsmeistari með KR bæði 2011 og 2015. Að minnsta kosti einn af Magnússon bræðrunum hefur verið með í öllum sex Íslandsmeistaraliðum nema einu (2007) á þessari öld en eldri bróðir þeirra Helga og Finns, Guðmundur Magnússon, varð meistari með KR árin 2000 og 2009. Það er mun styttra síðan að systur mættust í lokaúrslitum en Gunnhildur Gunnarsdóttir spilaði með Haukum þegar liðið mætti systur hennar Berglindi Gunnarsdóttur og félögum hennar í Snæfelli í lokaúrslitunum fyrir tveimur árum. Berglind hafði betur en þær unnu síðan saman titilinn með Snæfellsliðinu í fyrra. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Gríðarlegur munur á lokaúrslitareynslu KR og Hauka KR og Haukar mætast í kvöld í fyrsta leik sínum í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn þegar lokaúrslit Domino´s deildar karla hefjast í DHL-höllinni í Frostaskjóli. 19. apríl 2016 13:30 „Helgi getur étið það sem úti frýs“ Bræðurnir Helgi Már og Finnur Atli Magnússynir munu mætast í úrslitaeinvígi Domino's-deildar karla. Þeir verða sérstaklega nánir allt einvígið enda eru þeir báðir á hótel mömmu þessa dagana. 19. apríl 2016 06:00 53 stiga munur á liðunum í tveimur leikjum í vetur Haukar þurfa að gera talsvert mikið betur á móti KR í úrslitaeinvíginu en þeir gerðu í deildarkeppninni ætli Haukaliðið að vinna sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í 28 ár. 19. apríl 2016 14:30 Mest lesið Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Handbolti „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ Handbolti „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ Handbolti „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Fleiri fréttir Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Sjá meira
Augu margra verða á þeim Helga Má Magnússyni og Finni Atla Magnússyni í úrslitaeinvígi KR og Hauka um Íslandsmeistaratitilinn. Þeir unnu titilinn saman í fyrra en ætla að keppa um hann í ár. Fyrsti leikurinn hjá Helga Má og félögum í KR á móti Finn Atla og félögum í Haukum verður í DHL-höllinni í Frostaskjóli í kvöld og hefst hann klukkan 19.15. Körfuboltakvöldið hefst klukkan 18.40 og gerir einnig upp leikinn að honum loknum. Það er ekki á hverjum degi sem bræður spila um Íslandsmeistaratitilinn í úrvalsdeild karla og þetta er í raun aðeins að gerast í annað skiptið í sögu úrslitakeppninnar frá 1984. 29 ár eru liðin síðan að þeir Teitur Örlygsson og Sturla Örlygsson mættust í lokaúrslitunum en árið 1987 unnu Teitur og félagar í Njarðvík 2-0 sigur á Sturla og félögum í Val. Teitur og Sturla höfðu orðið saman Íslandsmeistarar með Njarðvíkurliðinu árið 1984. Teitur skoraði 10,5 stig að meðaltali í leikjunum tveimur í lokaúrslitunum 1987 sem Njarðvík vann báða en félagið varð þá að tryggja sér fjórða Íslandsmeistaratitilinn í röð. Sturla skoraði 9,5 stig að meðaltali í leikjunum. Helgi Már Magnússon á möguleika á því að vinna Íslandsmeistaratitilinn þriðja árið í röð en hann hefur ákveðið að þetta verði hans síðasta tímabil. Helgi Már varð Íslandsmeistari með KR 2009, 2014 og 2015. Finnur Atli Magnússon ákvað að skipta yfir í Hauka fyrir þetta tímabil og hann hefur komið með reynslu og sigurhefð inn í Haukaliðið. Finnur Atli varð Íslandsmeistari með KR bæði 2011 og 2015. Að minnsta kosti einn af Magnússon bræðrunum hefur verið með í öllum sex Íslandsmeistaraliðum nema einu (2007) á þessari öld en eldri bróðir þeirra Helga og Finns, Guðmundur Magnússon, varð meistari með KR árin 2000 og 2009. Það er mun styttra síðan að systur mættust í lokaúrslitum en Gunnhildur Gunnarsdóttir spilaði með Haukum þegar liðið mætti systur hennar Berglindi Gunnarsdóttur og félögum hennar í Snæfelli í lokaúrslitunum fyrir tveimur árum. Berglind hafði betur en þær unnu síðan saman titilinn með Snæfellsliðinu í fyrra.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Gríðarlegur munur á lokaúrslitareynslu KR og Hauka KR og Haukar mætast í kvöld í fyrsta leik sínum í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn þegar lokaúrslit Domino´s deildar karla hefjast í DHL-höllinni í Frostaskjóli. 19. apríl 2016 13:30 „Helgi getur étið það sem úti frýs“ Bræðurnir Helgi Már og Finnur Atli Magnússynir munu mætast í úrslitaeinvígi Domino's-deildar karla. Þeir verða sérstaklega nánir allt einvígið enda eru þeir báðir á hótel mömmu þessa dagana. 19. apríl 2016 06:00 53 stiga munur á liðunum í tveimur leikjum í vetur Haukar þurfa að gera talsvert mikið betur á móti KR í úrslitaeinvíginu en þeir gerðu í deildarkeppninni ætli Haukaliðið að vinna sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í 28 ár. 19. apríl 2016 14:30 Mest lesið Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Handbolti „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ Handbolti „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ Handbolti „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Fleiri fréttir Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Sjá meira
Gríðarlegur munur á lokaúrslitareynslu KR og Hauka KR og Haukar mætast í kvöld í fyrsta leik sínum í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn þegar lokaúrslit Domino´s deildar karla hefjast í DHL-höllinni í Frostaskjóli. 19. apríl 2016 13:30
„Helgi getur étið það sem úti frýs“ Bræðurnir Helgi Már og Finnur Atli Magnússynir munu mætast í úrslitaeinvígi Domino's-deildar karla. Þeir verða sérstaklega nánir allt einvígið enda eru þeir báðir á hótel mömmu þessa dagana. 19. apríl 2016 06:00
53 stiga munur á liðunum í tveimur leikjum í vetur Haukar þurfa að gera talsvert mikið betur á móti KR í úrslitaeinvíginu en þeir gerðu í deildarkeppninni ætli Haukaliðið að vinna sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í 28 ár. 19. apríl 2016 14:30