Segir rökstuðning Ólafs barnalegan og aðrar ástæður búi að baki Þorbjörn Þórðarson skrifar 19. apríl 2016 19:15 Forsetinn tilkynnti engum öðrum en nánustu fjölskyldumeðlimum um ákvörðun sína fyrirfram. Fyrrverandi ráðherra segir rökstuðning forsetans fyrir því að fara fram í sjötta sinn vera barnalegan og aðrar ástæður hljóti að búa að baki ákvörðun hans. Ólafur Ragnar sagði í yfirlýsingu sinni í gær að í „umróti mótmæla og óvissu og í kjölfar nýliðinna atburða“ hefði fjöldi fólks víða að úr þjóðfélaginu á undanförnum vikum höfðað til skyldu hans og beðið hann um að endurskoða ákvörðun sína um að hætta. Þorsteinn Pálsson fyrrverandi ráðherra segir að önnur rök hljóti að búa að baki ákvörðun forsetans en óvissa og mótmæli. Hann gefur lítið fyrir þessar skýringar forsetans og segir þær barnalegar. „Mér finnst það. Mér finnst rétt og eðlilegt að ef forseti tekur ákvörðun um að breyta ákvörðun um að hætta og gefa kost á sér eftir tuttugu ára setu þá eigi bara einfaldlega að segja þau rök sem raunverulega búa þar að baki. Það er alltaf betra að koma hreint til dyranna og segja satt,“ segir Þorsteinn. Hann segir að ef ein af raunverulegum ástæðum forsetans fyrir ákvörðun sinni sé skortur á sterkum kandídötum þá hefði hann átt að gefa þeim meiri tíma til að stíga fram. „Eftir að hafa setið í tuttugu ár og eftir að hafa tekið ákvörðun um áramót að stíga til baka þá finnst mér að það hefði verið eðlilegt af hans hálfu að gefa vel hæfum frambjóðendum, þungavigtar frambjóðendum, rýmri tíma,“ segir Þorsteinn.Ólafu Ragnr Grímsson í Thomsen stofu á Bessastöðum í gær þegar hann tilkynnti um ákvörðun sína að gefa kost á sér áfram. Vísir/ErnirLjóst er að eftir fimm kjörtímabil og tuttugu ár í embætti þá þarf maður að hafa mikið sjálfstraust til að treysta sér í slaginn sjötta kjörtímabilið enda verður forsetinn búinn að sitja 24 ár í embætti í lok þess verði hann endurkjörinn.Telur þú þig vera í hópi fremstu stjórnmálamanna lýðveldissögunnar? „Ég bara velti slíku ekki fyrir mér. Eitt af því sem þú lærir, ef þú verður fræðimaður eins og ég hef verið og kennt þessi fræði og hefur sögulega yfirsýn, er það að það er tiltölulega tilgangslaust að velta slíku fyrir sér því sagan kveður oft upp mjög óvænta dóma,“ segir Ólafur Ragnar. Forsetakosningar 2016 Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Fleiri fréttir Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjá meira
Forsetinn tilkynnti engum öðrum en nánustu fjölskyldumeðlimum um ákvörðun sína fyrirfram. Fyrrverandi ráðherra segir rökstuðning forsetans fyrir því að fara fram í sjötta sinn vera barnalegan og aðrar ástæður hljóti að búa að baki ákvörðun hans. Ólafur Ragnar sagði í yfirlýsingu sinni í gær að í „umróti mótmæla og óvissu og í kjölfar nýliðinna atburða“ hefði fjöldi fólks víða að úr þjóðfélaginu á undanförnum vikum höfðað til skyldu hans og beðið hann um að endurskoða ákvörðun sína um að hætta. Þorsteinn Pálsson fyrrverandi ráðherra segir að önnur rök hljóti að búa að baki ákvörðun forsetans en óvissa og mótmæli. Hann gefur lítið fyrir þessar skýringar forsetans og segir þær barnalegar. „Mér finnst það. Mér finnst rétt og eðlilegt að ef forseti tekur ákvörðun um að breyta ákvörðun um að hætta og gefa kost á sér eftir tuttugu ára setu þá eigi bara einfaldlega að segja þau rök sem raunverulega búa þar að baki. Það er alltaf betra að koma hreint til dyranna og segja satt,“ segir Þorsteinn. Hann segir að ef ein af raunverulegum ástæðum forsetans fyrir ákvörðun sinni sé skortur á sterkum kandídötum þá hefði hann átt að gefa þeim meiri tíma til að stíga fram. „Eftir að hafa setið í tuttugu ár og eftir að hafa tekið ákvörðun um áramót að stíga til baka þá finnst mér að það hefði verið eðlilegt af hans hálfu að gefa vel hæfum frambjóðendum, þungavigtar frambjóðendum, rýmri tíma,“ segir Þorsteinn.Ólafu Ragnr Grímsson í Thomsen stofu á Bessastöðum í gær þegar hann tilkynnti um ákvörðun sína að gefa kost á sér áfram. Vísir/ErnirLjóst er að eftir fimm kjörtímabil og tuttugu ár í embætti þá þarf maður að hafa mikið sjálfstraust til að treysta sér í slaginn sjötta kjörtímabilið enda verður forsetinn búinn að sitja 24 ár í embætti í lok þess verði hann endurkjörinn.Telur þú þig vera í hópi fremstu stjórnmálamanna lýðveldissögunnar? „Ég bara velti slíku ekki fyrir mér. Eitt af því sem þú lærir, ef þú verður fræðimaður eins og ég hef verið og kennt þessi fræði og hefur sögulega yfirsýn, er það að það er tiltölulega tilgangslaust að velta slíku fyrir sér því sagan kveður oft upp mjög óvænta dóma,“ segir Ólafur Ragnar.
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Fleiri fréttir Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjá meira