Arnór Smárason lagði upp mark þegar Hammarby vann góðan 3-1 sigur á toppliði Djurgården í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld.
Djurgården vann fyrstu þrjá leiki sína á tímabilinu og er enn í efsta sæti deildarinnar þrátt fyrir tapið í kvöld.
Staðan var 1-1 þegar Arnór lagði upp mark fyrir Brasilíumanninn Alex á 40. mínútu. Hammarby innsiglaði svo sigurinn með þriðja marki sínu á 63. mínútu.
Ögmundur Kristinsson var í marki Hammarby og þeir Birkir Már Sævarsson og Arnór spiluðu báðir allan leikinn fyrir liðið.
Fyrstir til að vinna toppliðið
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið


Grealish og Foden líður ekki vel
Enski boltinn



Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld
Íslenski boltinn




