Bjarni segir ómerkilegt að setja alla á sömu hillu í skattaskjólum Heimir Már Pétursson skrifar 19. apríl 2016 20:01 Fjármálaráðherra segir stjórnvöld hafa gripið til ýmissa aðgerða til að sporna gegn skattsvikum í gegnum skattaskjól, bæði áður og eftir að aflandsmál fyrrverandi forsætisráðherra komu upp. Hann svaraði þó ekki spurningu formanns Vinstri grænna á Alþingi í dag um hvort þingið ætti að setja af stað rannsókn á aflandsmálum Íslendinga almennt. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna sagði í sérstökum umræðum um skattaskjól á Alþingi í dag, að það hefði komið mörgum á óvart hversu mörg félög í skattaskjólum væru tengd Íslendingum. Þótt íslensk stjórnvöld hefðu gert upplýsingaskiptasamninga við önnur ríki og innleitt alþjóðlegar reglur OECD sem auðvelduðu skattheimtu af eignum í skattaskjólum mætti gera betur. Það sæist m.a. á viðbrögðum forsetum Bandaríkjanna og Frakklands og fleiri. „En þeir sem berjast gegn þessu, og það eru æ fleiri, segja að þetta grafi undan velferðarsamfélögunum, þetta grafi undan heilbrigðu atvinnulífi í heimalandinu,“ sagði Katrín. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði mikilvægt að halda því til haga að íslensk stjórnvöld hefðu nú þegar brugðist við þessum vanda. Þeir væru meðal fyrstu þjóða til að innleiða CFC reglur OECD ríkjanna og hafi gert 44 upplýsingaskiptasamninga, nú síðast hinn 12. apríl. Þá væri Ísland í samstarfi við OECD um nánara samstarf á þessum sviðum. „Við höfum nýverið klárað fleiri upplýsingaskiptasamninga. Við höfum keypt gögnin sem skattrannsóknarstjóri hefur haft til meðferðar; sem var einstök aðgerð og hefur vakið mikla athygli á alþjóðlegum vettvangi. Að Íslendingar skyldu hafa stigið það skref langt á undan mörgum öðrum,“ sagði Bjarni. Katrín gekk hins vegar eftir því við fjármálaráðherra hvort ekki væri nauðsynlegt að Alþingi rannsakaði þessi mál eins og franska þingið hefði ákveðið en ráðherra svaraði því ekki beint. „Menn vilja setja á sömu hilluna þá sem hafa gert hreint fyrir sínum dyrum, hafa ekkert að fela og hafa fylgt íslenskum lögum og reglum og hina sem eru að fela sig og reyna að komast undan sanngjarnri skattlagningu. Þetta finnst mér ómerkilegt. Ég ætla bara að taka það fram,“ sagði Bjarni Benediktsson.Snúist ekki bara um skil á skatti Katrín Jakobsdóttir sagðist ekki ánægð með þessi svör Bjarna og sagði tvennt standa upp úr. „Annars vegar það að málið snýst um tilvist þessara skattaskjóla, tilvist aflandsfélaga og þá leynd og það ógagnsæi og skort á regluverki sem einkennir þau. Þannig að þetta snýst ekki bara um skil á skatti. Þetta snýst líka um þessar hliðar og mér finnst að við eigum að taka upp baráttuna gegn því með miklu meira afgerandi hætti.“ Þá segist hún einnig hafa spurt fjármálaráðherra hvort hann væri fylgjandi því að Alþingi léti fara fram rannsókn á tengslum Íslendinga við aflandsfélög. „Ég fékk ekki skýr svör við því og hefði viljað fá skýrari svör við því.“ Katrín sagði þjóðarleiðtoga víða um í hinum vestræna heimi vera að berjast gegn tilvist þessara skjóla þar sem þau grafi undan því regluverki sem hafi verið samþykkt og undan heilbrigðri eðlilegri samkeppni. Katrín sagði einnig frá því að eftir að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hafi tilkynnt framboð sitt í gær hafi einhverjir haft samband við hana um að hún byði sig fram gegn Ólafi. Hún sagði það þó ekki breyta sinni ákvörðun. Hún ætli ekki að bjóða sig fram til forseta. Alþingi Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Sjá meira
Fjármálaráðherra segir stjórnvöld hafa gripið til ýmissa aðgerða til að sporna gegn skattsvikum í gegnum skattaskjól, bæði áður og eftir að aflandsmál fyrrverandi forsætisráðherra komu upp. Hann svaraði þó ekki spurningu formanns Vinstri grænna á Alþingi í dag um hvort þingið ætti að setja af stað rannsókn á aflandsmálum Íslendinga almennt. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna sagði í sérstökum umræðum um skattaskjól á Alþingi í dag, að það hefði komið mörgum á óvart hversu mörg félög í skattaskjólum væru tengd Íslendingum. Þótt íslensk stjórnvöld hefðu gert upplýsingaskiptasamninga við önnur ríki og innleitt alþjóðlegar reglur OECD sem auðvelduðu skattheimtu af eignum í skattaskjólum mætti gera betur. Það sæist m.a. á viðbrögðum forsetum Bandaríkjanna og Frakklands og fleiri. „En þeir sem berjast gegn þessu, og það eru æ fleiri, segja að þetta grafi undan velferðarsamfélögunum, þetta grafi undan heilbrigðu atvinnulífi í heimalandinu,“ sagði Katrín. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði mikilvægt að halda því til haga að íslensk stjórnvöld hefðu nú þegar brugðist við þessum vanda. Þeir væru meðal fyrstu þjóða til að innleiða CFC reglur OECD ríkjanna og hafi gert 44 upplýsingaskiptasamninga, nú síðast hinn 12. apríl. Þá væri Ísland í samstarfi við OECD um nánara samstarf á þessum sviðum. „Við höfum nýverið klárað fleiri upplýsingaskiptasamninga. Við höfum keypt gögnin sem skattrannsóknarstjóri hefur haft til meðferðar; sem var einstök aðgerð og hefur vakið mikla athygli á alþjóðlegum vettvangi. Að Íslendingar skyldu hafa stigið það skref langt á undan mörgum öðrum,“ sagði Bjarni. Katrín gekk hins vegar eftir því við fjármálaráðherra hvort ekki væri nauðsynlegt að Alþingi rannsakaði þessi mál eins og franska þingið hefði ákveðið en ráðherra svaraði því ekki beint. „Menn vilja setja á sömu hilluna þá sem hafa gert hreint fyrir sínum dyrum, hafa ekkert að fela og hafa fylgt íslenskum lögum og reglum og hina sem eru að fela sig og reyna að komast undan sanngjarnri skattlagningu. Þetta finnst mér ómerkilegt. Ég ætla bara að taka það fram,“ sagði Bjarni Benediktsson.Snúist ekki bara um skil á skatti Katrín Jakobsdóttir sagðist ekki ánægð með þessi svör Bjarna og sagði tvennt standa upp úr. „Annars vegar það að málið snýst um tilvist þessara skattaskjóla, tilvist aflandsfélaga og þá leynd og það ógagnsæi og skort á regluverki sem einkennir þau. Þannig að þetta snýst ekki bara um skil á skatti. Þetta snýst líka um þessar hliðar og mér finnst að við eigum að taka upp baráttuna gegn því með miklu meira afgerandi hætti.“ Þá segist hún einnig hafa spurt fjármálaráðherra hvort hann væri fylgjandi því að Alþingi léti fara fram rannsókn á tengslum Íslendinga við aflandsfélög. „Ég fékk ekki skýr svör við því og hefði viljað fá skýrari svör við því.“ Katrín sagði þjóðarleiðtoga víða um í hinum vestræna heimi vera að berjast gegn tilvist þessara skjóla þar sem þau grafi undan því regluverki sem hafi verið samþykkt og undan heilbrigðri eðlilegri samkeppni. Katrín sagði einnig frá því að eftir að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hafi tilkynnt framboð sitt í gær hafi einhverjir haft samband við hana um að hún byði sig fram gegn Ólafi. Hún sagði það þó ekki breyta sinni ákvörðun. Hún ætli ekki að bjóða sig fram til forseta.
Alþingi Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Sjá meira