Innlent

Hafa safnað hátt í 4 milljónum króna á Karolina Fund á innan við hálfum sólarhring

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Jóhannes Kr. Kristjánsson
Jóhannes Kr. Kristjánsson vísir/anton brink
Fjölmiðlafyrirtækið Reykjavík Media hefur á innan við hálfum sólarhring safnað meiri en helmingi þess fé sem það setti sér markmið um að ná með söfnun á Karolina Fund en með fénu á að reka fyrirtækið. Umfjöllun fyrirtækisins um aflandsfélög í skattaskjólum og tengls íslenskra stjórnmálamanna við þau hefur vakið mikla athylgi en umfjöllunin byggði á gögnum úr einum stærsta gagnaleka sögunnar.

Samkvæmt vefsíðu söfnunarinnar einsetti fyrirtækið sér að safna 40 þúsund evrum, eða sem samsvarar um 5,5 milljónum króna á einum mánuði. Þegar þetta er skrifað hafa safnast um 3,5 milljónir króna eða tæplega 26 þúsund evrur.

Jóhannes Kr. Kristjánsson, stofnandi Reykjavík Media, segir í samtali við Fréttablaðið í morgun að von sé á frekari umfjöllun um aflandsfélög tengd Íslendingum á næstu vikum og mánuðum en búið sé að fjalla um stjórnmálamennina sem tengist aflandsfélögum.

 „Ég er sáttur við þessa vinnu, þetta er búið að vera samstarfsverkefni margra miðla úti í heimi og ég er mjög sáttur með það. Það skiptir mig mestu málið að fréttin er farin út og þetta samstarf hafi gengið svona vel. Það er fullt af fréttum í undirbúningi sem tengjast þessum leka og tengjast Íslandi. Við munum kafa dýpra ofan í þessi félög," segir Jóhannes.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×