Bless $immi á Austurvelli og víðar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. apríl 2016 10:19 Borði hefur verið hengdur á brú á Miklubraut og skilaboð hafa verið spreyjuð á Austurvöll og Garðabæ. Íbúar á höfuðborgarsvæðinu ráku margir hverjir augun í skilaboð til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra í morgunsárið þar sem hann er kvaddur með skilaboðunum Bless $immi. Óhætt er að segja að landsmenn bíði í ofvæni eftir viðbrögðum Sigmundar Davíðs eftir umfjöllun í fjölmiðlum um allan heim í gærkvöldi. Viðtal sænska ríkissjónvarpsins við Sigmund Davíð í ráðherrabústaðnum fyrr í mánuðnum var sýnt í gær. Þar bregst Sigmundur illa við spurningum um tengsl hans við Wintris og gengur út úr viðtalinu áður en yfir líkur. Reiknað er með því að Sigmundur Davíð mæti á Alþingi í dag og svari fyrir sig undir liðnum óundirbúnar fyrirspurnir. Koma verður í ljós hvort hann svari kalli fjölmiðla fyrir þann tíma. Samkvæmt heimildum Vísis hafa verið ströng fundarhöld í Framsóknarflokknum, líkt og öðrum stjórnmálaflokkum, eftir umfjöllun gærkvöldsins. Þingflokksfundur Framsóknarflokksins stendur yfir þessa stundina í húsakynnum Alþingis.Skrifin á Austurvöll voru fjarlægð á ellefta tímanum í morgun.Búið að þvo graffið í burtu. pic.twitter.com/oVXuhHAnLV— Jón Benediktsson (@jonbenediktsson) April 4, 2016 Þýska blaðið Süddeutsche Zeitung greindi frá því í gær að félög tengd Sigmundi Davíð og Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra, Wintris Inc. og Falson & C, væru í gögnunum sem skattrannsóknarstjóri keypti af huldumanni í fyrra. Sömu sögu er að segja um Dooley Securities S.A., sem tengd er Ólöfu Nordal innanríkisráðherra. Reiknað var með því að Bjarni Ben yrði á Alþingi í dag í óundirbúnum fyrirspurnum. Komu hans til landsins hefur hins vegar seinkað en hann hefur verið erlendis undanfarna daga. Mun hann missa af þingfundinum af þeim sökum.Umfjöllun Reykjavík Media og Kastljóss frá því í gærkvöldi má sjá hér að neðan. Panama-skjölin Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Fleiri fréttir Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Sjá meira
Íbúar á höfuðborgarsvæðinu ráku margir hverjir augun í skilaboð til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra í morgunsárið þar sem hann er kvaddur með skilaboðunum Bless $immi. Óhætt er að segja að landsmenn bíði í ofvæni eftir viðbrögðum Sigmundar Davíðs eftir umfjöllun í fjölmiðlum um allan heim í gærkvöldi. Viðtal sænska ríkissjónvarpsins við Sigmund Davíð í ráðherrabústaðnum fyrr í mánuðnum var sýnt í gær. Þar bregst Sigmundur illa við spurningum um tengsl hans við Wintris og gengur út úr viðtalinu áður en yfir líkur. Reiknað er með því að Sigmundur Davíð mæti á Alþingi í dag og svari fyrir sig undir liðnum óundirbúnar fyrirspurnir. Koma verður í ljós hvort hann svari kalli fjölmiðla fyrir þann tíma. Samkvæmt heimildum Vísis hafa verið ströng fundarhöld í Framsóknarflokknum, líkt og öðrum stjórnmálaflokkum, eftir umfjöllun gærkvöldsins. Þingflokksfundur Framsóknarflokksins stendur yfir þessa stundina í húsakynnum Alþingis.Skrifin á Austurvöll voru fjarlægð á ellefta tímanum í morgun.Búið að þvo graffið í burtu. pic.twitter.com/oVXuhHAnLV— Jón Benediktsson (@jonbenediktsson) April 4, 2016 Þýska blaðið Süddeutsche Zeitung greindi frá því í gær að félög tengd Sigmundi Davíð og Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra, Wintris Inc. og Falson & C, væru í gögnunum sem skattrannsóknarstjóri keypti af huldumanni í fyrra. Sömu sögu er að segja um Dooley Securities S.A., sem tengd er Ólöfu Nordal innanríkisráðherra. Reiknað var með því að Bjarni Ben yrði á Alþingi í dag í óundirbúnum fyrirspurnum. Komu hans til landsins hefur hins vegar seinkað en hann hefur verið erlendis undanfarna daga. Mun hann missa af þingfundinum af þeim sökum.Umfjöllun Reykjavík Media og Kastljóss frá því í gærkvöldi má sjá hér að neðan.
Panama-skjölin Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Fleiri fréttir Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Sjá meira