Innlent

Þingfundur fellur niður á morgun

Bjarki Ármannsson skrifar
Fyrirhugaður þingfundur á morgun hefur verið felldur niður.
Fyrirhugaður þingfundur á morgun hefur verið felldur niður. Vísir/Ernir
Fyrirhugaður þingfundur á morgun hefur verið felldur niður. Þetta kemur fram á vef Alþingis.

Öll spjót beindust að Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartíma á þingfundi í dag. Þingmenn stjórnarandstöðunnar kröfðu hann meðal annars um hvort hann hefði hug á að segja af sér embætti vegna Wintris-málsins.

Sigmundur lét sig hverfa með hraði úr þingsal að fyrirspurnartímanum loknum.

Um þessar mundir stendur yfir mjög fjölmennur mótmælafundur á Austurvelli. Rúmlega átta þúsund manns krefjast þess þar að ríkisstjórn Sigmundar segi af sér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×