„Megi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson gjöra svo vel að drulla sér úr sínum ráðherrastól“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 4. apríl 2016 18:21 Birgitta lét ekki segjast þó að barið væri í bjölluna ítrekað. vísir/valli „Af hverju ætti ég að virða þingsköp þegar forsætisráðherra þessa lands kemst upp með, með lygum og lýðskrumi, að ljúga beint framan í andlitið á þjóðinni aftur og aftur,“ sagði píratinn Birgitta Jónsdóttir undir háværum bjölluhljómi forseta Alþingis, Einars K. Guðfinnssonar. Eftir að óundirbúnum fyrirspurnatíma lauk voru önnur mál þingfundar tekin af dagskrá og hafði forseti í hyggju að slíta þingfundi. Þingmenn stjórnarandstöðunnar ræddu hins vegar í góða stund undir liðnum fundarstjórn forseta þar sem þau úthúðu forsætisráðherra fyrir framgöngu sína og furðuðu sig á „æpandi þögn“ stjórnarþingmanna. „Úti á Austurvelli sér maður fólk og það er með skilti og hvað stendur á skiltunum? Það stendur á þeim að það vilji Sigmund Davíð Gunnlaugsson burt. En hann ætlar ekki að víkja,“ sagði Birgitta. „Því hefur minnihlutinn lagt fram vantraust á þennan ráðherra og alla hans ríkisstjórn og ég vona að sú tillaga verði flutt hér sem fyrst. Ég vil heyra í þingmönnum stjórnarliða. Ég vil heyra þá verja þennan mann sem ég mun aldrei aftur kalla hæstvirtan.“ Þingmaðurinn tók tvisvar til máls og í bæði skiptin fór hún fram yfir þann tíma sem henni er skammtaður samkvæmt þingsköpum. Í þeirri síðari fór hún ekki einu sinni örlítið yfir heldur talaði tæpum tveimur mínútum of lengi. Stærstan hluta ræðunnar reyndi hún að yfirgnæfa bjöllu forseta. „Hann sýndi enga iðrun hér í dag. Mikil má skömm Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar vera fyrir framgöngu hans hér í dag og 11. mars þegar hann laug og labbaði úr viðtali. Síðan hefur hann ekki gert neitt annað en að gera lítið úr fjölmiðlum þeim sem hafa spurt hann einfaldra spurninga. Og neitað að mæta í viðtöl. Það er skammarlegt. Og megi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson gjöra svo vel að drulla sér úr sínum ráðherrastól sem allra fyrst,“ sagði Birgitta. Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, áréttaði, nokkuð höstuglega, að þingmenn myndu lúta reglum um ræðutíma. „Forseti ætlast til þess að háttvirtir þingmenn hefji sig ekki á þann stall að telja sig yfir þær reglur hafnar.“ Upptöku af síðari ræðu Birgittu má sjá hér að neðan en bjölluhljómurinn hefst þegar ræðan er hálfnuð. Panama-skjölin Tengdar fréttir Forsætisráðherra segir Svíþjóð og Bretland vera skattaskjól "Mörg lönd hafa verið nefnd skattaskjól. Bretland, Panama, Kýpur. Svíþjóð skattaskjól Evrópu.“ sagði Sigmundur Davíð á Alþingi í dag. 4. apríl 2016 16:59 Sigmundur hefur ekki íhugað afsögn Sigmundur Davíð biðst afsökunar á því að hafa staðið sig illa í sjónvarpsviðtali. 4. apríl 2016 12:13 Þingflokkarnir funda: Sjálfstæðismenn funda án formannsins Þingflokkarnir funduðu allir í morgun utan Pírata. 4. apríl 2016 10:49 Hvað var Sigmundur Davíð núna að teikna? Sigmundur er góður með pennann. 4. apríl 2016 16:13 „Af hverju sagðirðu ekki bara hlutina eins og þeir eru og af hverju sagðirðu ekki satt?“ Forsætisráðherra strunsaði úr þinghúsinu strax að fyrirspurnatíma loknum. 4. apríl 2016 17:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Sjá meira
„Af hverju ætti ég að virða þingsköp þegar forsætisráðherra þessa lands kemst upp með, með lygum og lýðskrumi, að ljúga beint framan í andlitið á þjóðinni aftur og aftur,“ sagði píratinn Birgitta Jónsdóttir undir háværum bjölluhljómi forseta Alþingis, Einars K. Guðfinnssonar. Eftir að óundirbúnum fyrirspurnatíma lauk voru önnur mál þingfundar tekin af dagskrá og hafði forseti í hyggju að slíta þingfundi. Þingmenn stjórnarandstöðunnar ræddu hins vegar í góða stund undir liðnum fundarstjórn forseta þar sem þau úthúðu forsætisráðherra fyrir framgöngu sína og furðuðu sig á „æpandi þögn“ stjórnarþingmanna. „Úti á Austurvelli sér maður fólk og það er með skilti og hvað stendur á skiltunum? Það stendur á þeim að það vilji Sigmund Davíð Gunnlaugsson burt. En hann ætlar ekki að víkja,“ sagði Birgitta. „Því hefur minnihlutinn lagt fram vantraust á þennan ráðherra og alla hans ríkisstjórn og ég vona að sú tillaga verði flutt hér sem fyrst. Ég vil heyra í þingmönnum stjórnarliða. Ég vil heyra þá verja þennan mann sem ég mun aldrei aftur kalla hæstvirtan.“ Þingmaðurinn tók tvisvar til máls og í bæði skiptin fór hún fram yfir þann tíma sem henni er skammtaður samkvæmt þingsköpum. Í þeirri síðari fór hún ekki einu sinni örlítið yfir heldur talaði tæpum tveimur mínútum of lengi. Stærstan hluta ræðunnar reyndi hún að yfirgnæfa bjöllu forseta. „Hann sýndi enga iðrun hér í dag. Mikil má skömm Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar vera fyrir framgöngu hans hér í dag og 11. mars þegar hann laug og labbaði úr viðtali. Síðan hefur hann ekki gert neitt annað en að gera lítið úr fjölmiðlum þeim sem hafa spurt hann einfaldra spurninga. Og neitað að mæta í viðtöl. Það er skammarlegt. Og megi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson gjöra svo vel að drulla sér úr sínum ráðherrastól sem allra fyrst,“ sagði Birgitta. Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, áréttaði, nokkuð höstuglega, að þingmenn myndu lúta reglum um ræðutíma. „Forseti ætlast til þess að háttvirtir þingmenn hefji sig ekki á þann stall að telja sig yfir þær reglur hafnar.“ Upptöku af síðari ræðu Birgittu má sjá hér að neðan en bjölluhljómurinn hefst þegar ræðan er hálfnuð.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Forsætisráðherra segir Svíþjóð og Bretland vera skattaskjól "Mörg lönd hafa verið nefnd skattaskjól. Bretland, Panama, Kýpur. Svíþjóð skattaskjól Evrópu.“ sagði Sigmundur Davíð á Alþingi í dag. 4. apríl 2016 16:59 Sigmundur hefur ekki íhugað afsögn Sigmundur Davíð biðst afsökunar á því að hafa staðið sig illa í sjónvarpsviðtali. 4. apríl 2016 12:13 Þingflokkarnir funda: Sjálfstæðismenn funda án formannsins Þingflokkarnir funduðu allir í morgun utan Pírata. 4. apríl 2016 10:49 Hvað var Sigmundur Davíð núna að teikna? Sigmundur er góður með pennann. 4. apríl 2016 16:13 „Af hverju sagðirðu ekki bara hlutina eins og þeir eru og af hverju sagðirðu ekki satt?“ Forsætisráðherra strunsaði úr þinghúsinu strax að fyrirspurnatíma loknum. 4. apríl 2016 17:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Sjá meira
Forsætisráðherra segir Svíþjóð og Bretland vera skattaskjól "Mörg lönd hafa verið nefnd skattaskjól. Bretland, Panama, Kýpur. Svíþjóð skattaskjól Evrópu.“ sagði Sigmundur Davíð á Alþingi í dag. 4. apríl 2016 16:59
Sigmundur hefur ekki íhugað afsögn Sigmundur Davíð biðst afsökunar á því að hafa staðið sig illa í sjónvarpsviðtali. 4. apríl 2016 12:13
Þingflokkarnir funda: Sjálfstæðismenn funda án formannsins Þingflokkarnir funduðu allir í morgun utan Pírata. 4. apríl 2016 10:49
„Af hverju sagðirðu ekki bara hlutina eins og þeir eru og af hverju sagðirðu ekki satt?“ Forsætisráðherra strunsaði úr þinghúsinu strax að fyrirspurnatíma loknum. 4. apríl 2016 17:15