Erlendir fjölmiðlamenn: Töldu að búið væri að hreinsa betur til Birta Björnsdóttir skrifar 4. apríl 2016 20:00 Allir helstu fjölmiðlar á vesturlöndum hafa um fátt annað fjallað en hinn umfangsmikla leka á hinum svokölluðu Panama-gögnum. Þar kemur nafn Íslands og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar oftar en ekki við sögu og umtalsvert fjallað um tengsl forsætisráðherrans og eiginkonu hans við aflandsfélagið Winstris Inc. Þegar Sigmundur Davíð sagðist í hádegisfréttum Stöðvar 2 ekki ætla að segja af sér vegna málsins var sömuleiðis um það fjallað víða í heimspressunni. Þar var jafnframt fjallað um fyrirhuguð mótmæli við Austurvöll og þá staðreynd að rúmlega 25 þúsund manns hafi skrifað undir áskorun á Sigmund Davíð um að segja af sér. Erlendir fjölmiðlar hafa sömuleiðis sent fulltrúa sína hingað til lands til að fylgjast með gangi mála. „Ég er hingað kominn um aflandseyjafélag forsætisráðherra, eiginkonu hans og tveggja ráðherra í ríkisstjórninni. Sökum þess að Le Monde var aðili að ICIJ-verkefninu höfðum við einnig aðgang að þessum gögnum. Okkur þótti einnig fróðlegt að vita hvað myndi gerast eftir að gögnin yrðu gerð opinber. Þess vegna er ég hingað kominn,“ sagði Jean Baptiste Chastand, fréttamaður hjá Le Monde. „Þetta kemur okkur Frökkum mjög á óvart af því að við töldum að hreinsað hefði verið til á Íslandi eftir kreppuna. Hins vegar kemur ástandið hér okkur þannig fyrir sjónir að enn séu mál óleyst á Íslandi hvað varðar aflandseyjar.” „Við komum hingað sökum þeirrar pólitísku kreppu sem hér ríkir og upplýsinganna um forsætisráðherrann og þau félög sem tengjast honum. Þetta lítur út fyrir að vera afar sérstakt og dramatískt ástand. Ég er vissulega talsvert sleginn yfir þessu og þetta kemur á óvart. Forsætisráðherra sem var kjörinn árið 2013 á grunni gagnrýni hans á því að erlendir hagsmunir væru hafðir í forgangi á Íslandi komst til valda með þessum hætti. Hins vegar kom svo í ljós að hann átti sjálfur hagsmuna að gæta á þessu sviði. Þetta er jú afar sérstakt ástand og óhemjuáhugavert pólitískt ágreiningsmál séð utan frá,“ sagði Jan Espen Kruse, fréttamaður NRK. Panama-skjölin Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Fleiri fréttir Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjá meira
Allir helstu fjölmiðlar á vesturlöndum hafa um fátt annað fjallað en hinn umfangsmikla leka á hinum svokölluðu Panama-gögnum. Þar kemur nafn Íslands og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar oftar en ekki við sögu og umtalsvert fjallað um tengsl forsætisráðherrans og eiginkonu hans við aflandsfélagið Winstris Inc. Þegar Sigmundur Davíð sagðist í hádegisfréttum Stöðvar 2 ekki ætla að segja af sér vegna málsins var sömuleiðis um það fjallað víða í heimspressunni. Þar var jafnframt fjallað um fyrirhuguð mótmæli við Austurvöll og þá staðreynd að rúmlega 25 þúsund manns hafi skrifað undir áskorun á Sigmund Davíð um að segja af sér. Erlendir fjölmiðlar hafa sömuleiðis sent fulltrúa sína hingað til lands til að fylgjast með gangi mála. „Ég er hingað kominn um aflandseyjafélag forsætisráðherra, eiginkonu hans og tveggja ráðherra í ríkisstjórninni. Sökum þess að Le Monde var aðili að ICIJ-verkefninu höfðum við einnig aðgang að þessum gögnum. Okkur þótti einnig fróðlegt að vita hvað myndi gerast eftir að gögnin yrðu gerð opinber. Þess vegna er ég hingað kominn,“ sagði Jean Baptiste Chastand, fréttamaður hjá Le Monde. „Þetta kemur okkur Frökkum mjög á óvart af því að við töldum að hreinsað hefði verið til á Íslandi eftir kreppuna. Hins vegar kemur ástandið hér okkur þannig fyrir sjónir að enn séu mál óleyst á Íslandi hvað varðar aflandseyjar.” „Við komum hingað sökum þeirrar pólitísku kreppu sem hér ríkir og upplýsinganna um forsætisráðherrann og þau félög sem tengjast honum. Þetta lítur út fyrir að vera afar sérstakt og dramatískt ástand. Ég er vissulega talsvert sleginn yfir þessu og þetta kemur á óvart. Forsætisráðherra sem var kjörinn árið 2013 á grunni gagnrýni hans á því að erlendir hagsmunir væru hafðir í forgangi á Íslandi komst til valda með þessum hætti. Hins vegar kom svo í ljós að hann átti sjálfur hagsmuna að gæta á þessu sviði. Þetta er jú afar sérstakt ástand og óhemjuáhugavert pólitískt ágreiningsmál séð utan frá,“ sagði Jan Espen Kruse, fréttamaður NRK.
Panama-skjölin Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Fleiri fréttir Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjá meira