Ásmundur Einar: „Framsóknarmenn úti um allt land hafa áhyggjur“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. apríl 2016 19:53 Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokksins, segir að flokksmenn um allt land finni fyrir þrýstingi og skynji þau áhrif sem Panamaskjölin hafa á stöðu stjórnarflokkanna. Þetta kom fram í viðtali við þingmanninn í kvöldfréttum Stöðvar 2. Flokkurinn hafi fundað fyrir og eftir hádegi í dag þar sem niðurstaðan hafi verið sú að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra fengi tækifæri til að koma með sína hlið á málinu. „Staðreyndin er sú að við finnum auðvitað það sama og er hér úti á Austurvelli, Framsóknarmenn úti um allt land hafa áhyggjur. Við höfum eyru eins og allir aðrir.“ Ásmundur Einar segir flokkinn munu ræða vantrauststillöguna stjórnarandstöðunnar á hendur ríkisstjórninni og forsætisráðherra í þingflokknum. Enins og staðan sé nú þá styðji allir flokksmenn forystu Framsóknar og ríkisstjórnina sem hafi unnið góð verk á mörgum sviðum. „Ég væri óheiðarlegur ef ég segði það ekki hreint út að auðvitað hefur það áhrif hvernig við skynjum, hvernig hljóðið er í Framsóknarmönnum úti um allt land, hvenrig hljóðið er hér á Austurvelli og það er auðvitað eitthvað sem verður rætt í okkar þingflokki þegar rætt verður hvernig við bregðumst við vantrauststillögunni,“ segir Ásmundur Einar. „Forysta flokksins og núverandi ríkisstjórn hefur eins og staðan er í dag fullan stuðning.“Viðtalið við Ásmundur Einar má sjá eftir fimm mínútur í spilaranum að ofan. Panama-skjölin Tengdar fréttir Segir mótmælin ekki snúast um Sigmund Brynjar Níelsson segir mótmælin snúast um hvort Íslendingar geti sætt sig við að menn eigi peninga á eyjum á borð við Tortóla. 4. apríl 2016 19:06 Heimdallur mun ekki styðja ríkisstjórn undir forsæti Sigmundar Davíðs Heimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, lýsir vantrausti á Sigmund Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra í ljósi upplýsinga sem hafa komið fram um eignarhald hans í aflandsfélagi á Bresku Jómfrúaeyjunum. 4. apríl 2016 14:50 Forsetaframbjóðendur felmtri slegnir vegna skattaskjólsumræðu Margir afdráttarlausir í garð ráðamanna. Einn vill ræða andleg veikindi við ráðherra en annar var með flugvél skráða á Cayman-eyjum. 4. apríl 2016 15:05 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Sjá meira
Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokksins, segir að flokksmenn um allt land finni fyrir þrýstingi og skynji þau áhrif sem Panamaskjölin hafa á stöðu stjórnarflokkanna. Þetta kom fram í viðtali við þingmanninn í kvöldfréttum Stöðvar 2. Flokkurinn hafi fundað fyrir og eftir hádegi í dag þar sem niðurstaðan hafi verið sú að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra fengi tækifæri til að koma með sína hlið á málinu. „Staðreyndin er sú að við finnum auðvitað það sama og er hér úti á Austurvelli, Framsóknarmenn úti um allt land hafa áhyggjur. Við höfum eyru eins og allir aðrir.“ Ásmundur Einar segir flokkinn munu ræða vantrauststillöguna stjórnarandstöðunnar á hendur ríkisstjórninni og forsætisráðherra í þingflokknum. Enins og staðan sé nú þá styðji allir flokksmenn forystu Framsóknar og ríkisstjórnina sem hafi unnið góð verk á mörgum sviðum. „Ég væri óheiðarlegur ef ég segði það ekki hreint út að auðvitað hefur það áhrif hvernig við skynjum, hvernig hljóðið er í Framsóknarmönnum úti um allt land, hvenrig hljóðið er hér á Austurvelli og það er auðvitað eitthvað sem verður rætt í okkar þingflokki þegar rætt verður hvernig við bregðumst við vantrauststillögunni,“ segir Ásmundur Einar. „Forysta flokksins og núverandi ríkisstjórn hefur eins og staðan er í dag fullan stuðning.“Viðtalið við Ásmundur Einar má sjá eftir fimm mínútur í spilaranum að ofan.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Segir mótmælin ekki snúast um Sigmund Brynjar Níelsson segir mótmælin snúast um hvort Íslendingar geti sætt sig við að menn eigi peninga á eyjum á borð við Tortóla. 4. apríl 2016 19:06 Heimdallur mun ekki styðja ríkisstjórn undir forsæti Sigmundar Davíðs Heimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, lýsir vantrausti á Sigmund Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra í ljósi upplýsinga sem hafa komið fram um eignarhald hans í aflandsfélagi á Bresku Jómfrúaeyjunum. 4. apríl 2016 14:50 Forsetaframbjóðendur felmtri slegnir vegna skattaskjólsumræðu Margir afdráttarlausir í garð ráðamanna. Einn vill ræða andleg veikindi við ráðherra en annar var með flugvél skráða á Cayman-eyjum. 4. apríl 2016 15:05 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Sjá meira
Segir mótmælin ekki snúast um Sigmund Brynjar Níelsson segir mótmælin snúast um hvort Íslendingar geti sætt sig við að menn eigi peninga á eyjum á borð við Tortóla. 4. apríl 2016 19:06
Heimdallur mun ekki styðja ríkisstjórn undir forsæti Sigmundar Davíðs Heimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, lýsir vantrausti á Sigmund Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra í ljósi upplýsinga sem hafa komið fram um eignarhald hans í aflandsfélagi á Bresku Jómfrúaeyjunum. 4. apríl 2016 14:50
Forsetaframbjóðendur felmtri slegnir vegna skattaskjólsumræðu Margir afdráttarlausir í garð ráðamanna. Einn vill ræða andleg veikindi við ráðherra en annar var með flugvél skráða á Cayman-eyjum. 4. apríl 2016 15:05