„Mögulega um refsiverð athæfi að ræða“ Birgir Örn Steinarsson skrifar 4. apríl 2016 20:29 Bryndís Kristjánsdóttir úr kvöldfréttum Stöðvar 2. Vísir/Stöð 2 Í kvöldfréttum Stöðvar 2 sagði Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri að þau gögn sem keypt voru í fyrra séu af svipuðum grunni og þau sem lekið var frá Mossack Fonseca. „Það virðist þó vera að þarna séu að öllum líkindum fleiri félög en við höfum upplýsingar um og að einhverju leyti ríkari gögn en við höfðum undir höndum,“ sagði hún í viðtalinu. Bryndís má ekki tjá sig um mál einstakra aðila og gat því ekki svarað fréttakonu hvort þau mál sem þar hefðu komið upp tengdust þeim þremur ráðherrum sem hafa verið nefndir sem eigendur aflandsfélaga. Einnig neitaði hún að tjá sig um það hvort viðskipti Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og eiginkonu hans, þar sem hann seldi helmingshlut sinn í Wintris til hennar á einn dollara, hefðu verið undir rannsókn. „Hluti af þeim málum sem voru tekin út hér voru andlag rannsóknarmála. Að öðru leyti var málum vísað til ríkisskattstjóra vegna þess að það var niðurstaða greiningar þess embættis að þar væru möguleg athugunarverð skattskil. Að mögulega væru þar um refsiverð athæfi að ræða,“ sagði Bryndís en tók fram að þar væri hún ekki að vísa í neitt einstakt mál. Aðspurð hvers vegna Ísland spili svona stórt hlutverk í lekanum svaraði hún; „Ég held að þetta sé nú af stórum hluta vegna þess hvernig umhverfið var hér árum áður og að við erum bara enn að vinna úr“. Panama-skjölin Tengdar fréttir Þingflokkarnir funda: Sjálfstæðismenn funda án formannsins Þingflokkarnir funduðu allir í morgun utan Pírata. 4. apríl 2016 10:49 Þúsundir kalla eftir afsögn Sigmundar Davíðs: „Afhjúpaður sem loddari og lygari“ Gríðarlegur fjöldi hefur boðað komu sína á Austurvöll í dag til að mótmæla og krefjast kosninga vegna tengsla forsætisráðherra við aflandsfélag á Tortóla. 4. apríl 2016 07:48 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 sagði Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri að þau gögn sem keypt voru í fyrra séu af svipuðum grunni og þau sem lekið var frá Mossack Fonseca. „Það virðist þó vera að þarna séu að öllum líkindum fleiri félög en við höfum upplýsingar um og að einhverju leyti ríkari gögn en við höfðum undir höndum,“ sagði hún í viðtalinu. Bryndís má ekki tjá sig um mál einstakra aðila og gat því ekki svarað fréttakonu hvort þau mál sem þar hefðu komið upp tengdust þeim þremur ráðherrum sem hafa verið nefndir sem eigendur aflandsfélaga. Einnig neitaði hún að tjá sig um það hvort viðskipti Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og eiginkonu hans, þar sem hann seldi helmingshlut sinn í Wintris til hennar á einn dollara, hefðu verið undir rannsókn. „Hluti af þeim málum sem voru tekin út hér voru andlag rannsóknarmála. Að öðru leyti var málum vísað til ríkisskattstjóra vegna þess að það var niðurstaða greiningar þess embættis að þar væru möguleg athugunarverð skattskil. Að mögulega væru þar um refsiverð athæfi að ræða,“ sagði Bryndís en tók fram að þar væri hún ekki að vísa í neitt einstakt mál. Aðspurð hvers vegna Ísland spili svona stórt hlutverk í lekanum svaraði hún; „Ég held að þetta sé nú af stórum hluta vegna þess hvernig umhverfið var hér árum áður og að við erum bara enn að vinna úr“.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Þingflokkarnir funda: Sjálfstæðismenn funda án formannsins Þingflokkarnir funduðu allir í morgun utan Pírata. 4. apríl 2016 10:49 Þúsundir kalla eftir afsögn Sigmundar Davíðs: „Afhjúpaður sem loddari og lygari“ Gríðarlegur fjöldi hefur boðað komu sína á Austurvöll í dag til að mótmæla og krefjast kosninga vegna tengsla forsætisráðherra við aflandsfélag á Tortóla. 4. apríl 2016 07:48 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Þingflokkarnir funda: Sjálfstæðismenn funda án formannsins Þingflokkarnir funduðu allir í morgun utan Pírata. 4. apríl 2016 10:49
Þúsundir kalla eftir afsögn Sigmundar Davíðs: „Afhjúpaður sem loddari og lygari“ Gríðarlegur fjöldi hefur boðað komu sína á Austurvöll í dag til að mótmæla og krefjast kosninga vegna tengsla forsætisráðherra við aflandsfélag á Tortóla. 4. apríl 2016 07:48