Framsóknarmenn á Akureyri snúa baki við Sigmundi Bjarki Ármannsson skrifar 4. apríl 2016 21:05 Jóhannes Gunnar Bjarnason, fyrrverandi oddviti Framsóknarflokksins á Akureyri, gerir málið að umfjöllunarefni á Facebook –síðu sinni. Vísir/Auðunn Bæjarfulltrúar Framsóknarflokksins á Akureyri skora á Sigmund Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og formann flokksins, að segja af sér. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðismanna þar í bæ segja trúverðugleika ríkisstjórnarinnar brostna. Í áskorun sem báðir bæjarfulltrúar Framsóknarflokksins, varabæjarfulltrúar og fleiri skrifa undir segir að trúnaðarbrestur hafi skapast milli Sigmundar og landsmanna allra. Því skori hópurinn á Sigmund að segja sig frá störfum forsætisráðherra án frekari tafa. Mikill styr stendur nú um ríkisstjórn Sigmundar í kjölfar umfjöllunar um tengsl hans við aflandsfélagið Wintris, sem skráð er á Bresku Jómfrúaeyjum. Fyrir Alþingi liggur þingsályktunartillaga frá stjórnarandstöðunni um vantraust á forsætisráðherra og ríkisstjórnina, þingrof og kosningar auk þess sem þúsundir manns kröfðust afsagnar stjórnarinnar á Austurvelli í kvöld. Akureyri er fjölmennasta bæjarfélag Norðausturkjördæmis, kjördæmis Sigmundar. Jóhannes Gunnar Bjarnason, fyrrverandi oddviti Framsóknarflokksins á Akureyri, gerir málið sömuleiðis að umfjöllunarefni á Facebook –síðu sinni. Jóhannes, sem sat í átta ár í bæjarstjórn Akureyrar, segir „heiftarlegan dómgreindarbrest“ forsætisráðherra í Wintris-málinu gera hann óhæfan til áframhaldandi setu. Hann segir stuðningi sínum við Framsóknarflokkinn lokið ef Sigmundur segir ekki af sér. „Ég hef verið félagi í Framsóknarflokknum í mörg ár. Margsinnis hef ég tekið snerrur við fólk, varið bæði stefnu og forystu,“ skrifar Jóhannes. „Það hef ég ávallt gert með góðri samvisku og talið mig hafa góðan málstað að verja. En í dag er mér misboðið.“Innlegg Jóhannesar má sjá hér fyrir neðan.Ég hef verið félagi í Framsóknarflokknum í mörg ár. Margsinnis hef ég tekið snerrur við fólk, varið bæði stefnu og...Posted by Jóhannes Gunnar Bjarnason on 4. apríl 2016Í ályktun frá stjórn fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins á Akureyri og bæjarfulltrúa flokksins í bænum segir jafnframt að trúverðugleiki ríkisstjórnarinnar sé brostinn og hún geti ekki starfað áfram undir forystu núverandi forsætisráðherra. Þingmenn stjórnarflokkanna hafa í dag verið tregir til þess að lýsa yfir stuðningi sínum við Sigmund. Ríkisstjórnarfundur, sem fara átti fram í fyrramálið, hefur verið afboðaður. Panama-skjölin Tengdar fréttir Þingfundur fellur niður á morgun Þetta kemur fram á vef Alþingis. 4. apríl 2016 17:59 Ásmundur Einar: „Framsóknarmenn úti um allt land hafa áhyggjur“ Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokksins, segir ríkisstjórnina hafa stuðning flokksins eins og staðan sé í dag. 4. apríl 2016 19:53 Bjarni Benediktsson: „Alveg ljóst að það er þungt undir fæti hjá ríkisstjórninni“ Fjármálaráðherra segist ekki lýsa yfir trausti eða vantrausti á forsætisráðherra eftir pöntunum. 4. apríl 2016 20:01 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Símafrí en ekki símabann Innlent Fleiri fréttir Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Sjá meira
Bæjarfulltrúar Framsóknarflokksins á Akureyri skora á Sigmund Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og formann flokksins, að segja af sér. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðismanna þar í bæ segja trúverðugleika ríkisstjórnarinnar brostna. Í áskorun sem báðir bæjarfulltrúar Framsóknarflokksins, varabæjarfulltrúar og fleiri skrifa undir segir að trúnaðarbrestur hafi skapast milli Sigmundar og landsmanna allra. Því skori hópurinn á Sigmund að segja sig frá störfum forsætisráðherra án frekari tafa. Mikill styr stendur nú um ríkisstjórn Sigmundar í kjölfar umfjöllunar um tengsl hans við aflandsfélagið Wintris, sem skráð er á Bresku Jómfrúaeyjum. Fyrir Alþingi liggur þingsályktunartillaga frá stjórnarandstöðunni um vantraust á forsætisráðherra og ríkisstjórnina, þingrof og kosningar auk þess sem þúsundir manns kröfðust afsagnar stjórnarinnar á Austurvelli í kvöld. Akureyri er fjölmennasta bæjarfélag Norðausturkjördæmis, kjördæmis Sigmundar. Jóhannes Gunnar Bjarnason, fyrrverandi oddviti Framsóknarflokksins á Akureyri, gerir málið sömuleiðis að umfjöllunarefni á Facebook –síðu sinni. Jóhannes, sem sat í átta ár í bæjarstjórn Akureyrar, segir „heiftarlegan dómgreindarbrest“ forsætisráðherra í Wintris-málinu gera hann óhæfan til áframhaldandi setu. Hann segir stuðningi sínum við Framsóknarflokkinn lokið ef Sigmundur segir ekki af sér. „Ég hef verið félagi í Framsóknarflokknum í mörg ár. Margsinnis hef ég tekið snerrur við fólk, varið bæði stefnu og forystu,“ skrifar Jóhannes. „Það hef ég ávallt gert með góðri samvisku og talið mig hafa góðan málstað að verja. En í dag er mér misboðið.“Innlegg Jóhannesar má sjá hér fyrir neðan.Ég hef verið félagi í Framsóknarflokknum í mörg ár. Margsinnis hef ég tekið snerrur við fólk, varið bæði stefnu og...Posted by Jóhannes Gunnar Bjarnason on 4. apríl 2016Í ályktun frá stjórn fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins á Akureyri og bæjarfulltrúa flokksins í bænum segir jafnframt að trúverðugleiki ríkisstjórnarinnar sé brostinn og hún geti ekki starfað áfram undir forystu núverandi forsætisráðherra. Þingmenn stjórnarflokkanna hafa í dag verið tregir til þess að lýsa yfir stuðningi sínum við Sigmund. Ríkisstjórnarfundur, sem fara átti fram í fyrramálið, hefur verið afboðaður.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Þingfundur fellur niður á morgun Þetta kemur fram á vef Alþingis. 4. apríl 2016 17:59 Ásmundur Einar: „Framsóknarmenn úti um allt land hafa áhyggjur“ Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokksins, segir ríkisstjórnina hafa stuðning flokksins eins og staðan sé í dag. 4. apríl 2016 19:53 Bjarni Benediktsson: „Alveg ljóst að það er þungt undir fæti hjá ríkisstjórninni“ Fjármálaráðherra segist ekki lýsa yfir trausti eða vantrausti á forsætisráðherra eftir pöntunum. 4. apríl 2016 20:01 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Símafrí en ekki símabann Innlent Fleiri fréttir Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Sjá meira
Ásmundur Einar: „Framsóknarmenn úti um allt land hafa áhyggjur“ Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokksins, segir ríkisstjórnina hafa stuðning flokksins eins og staðan sé í dag. 4. apríl 2016 19:53
Bjarni Benediktsson: „Alveg ljóst að það er þungt undir fæti hjá ríkisstjórninni“ Fjármálaráðherra segist ekki lýsa yfir trausti eða vantrausti á forsætisráðherra eftir pöntunum. 4. apríl 2016 20:01
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum