Segir forsætisráðherra á ábyrgð Sjálfstæðisflokks Sveinn Arnarsson skrifar 5. apríl 2016 06:00 Grétar Þór Eyþórsson prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst Mynd/aðsend Pólitískt líf Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra er í höndum þingflokks Sjálfstæðisflokksins, að mati Grétars Þórs Eyþórssonar, prófessors í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri. „Sigmundur Davíð hefur greinilega fengið stuðning síns þingflokks. Nú er hins vegar boltinn í Valhöll og framtíðin ræðst af því hvað sjálfstæðismenn gera,“ segir Grétar Þór. „Það skaðar ríkisstjórnina þegar forsætisráðherra er svona laskaður. Það eru ýmsir möguleikar í stöðunni. Forsætisráðherra getur haldið lífið í samstarfinu með því að stíga til hliðar.“ Heimdallur ályktaði í gær að félagið styðji ekki núverandi ríkisstjórn með Sigmund Davíð í forsætisráðuneytinu. Kristín Edwald, formaður Varðar, fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, segir alvarlega stöðu uppi í íslenskri pólitík og er sammála mati Heimdalls á stöðu forsætisráðherra. „Ég tek undir með ályktun Heimdalls. Ég er nú að vinna í því að smala saman stjórn Varðar á stjórnarfund þar sem ríkisstjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokksins verður rætt,“ segir Kristín. Grétar Þór segir stöðuna fordæmalausa. „Sjálfstæðismenn munu þurfa að gera upp hug sinn hvað varðar það að verja Sigmund Davíð sem forsætisráðherra. Hversu fjölmenn mótmælin verða næstu daga mun ábyggilega verða tekið með í reikninginn hjá þeim.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 5. apríl. Panama-skjölin Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira
Pólitískt líf Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra er í höndum þingflokks Sjálfstæðisflokksins, að mati Grétars Þórs Eyþórssonar, prófessors í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri. „Sigmundur Davíð hefur greinilega fengið stuðning síns þingflokks. Nú er hins vegar boltinn í Valhöll og framtíðin ræðst af því hvað sjálfstæðismenn gera,“ segir Grétar Þór. „Það skaðar ríkisstjórnina þegar forsætisráðherra er svona laskaður. Það eru ýmsir möguleikar í stöðunni. Forsætisráðherra getur haldið lífið í samstarfinu með því að stíga til hliðar.“ Heimdallur ályktaði í gær að félagið styðji ekki núverandi ríkisstjórn með Sigmund Davíð í forsætisráðuneytinu. Kristín Edwald, formaður Varðar, fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, segir alvarlega stöðu uppi í íslenskri pólitík og er sammála mati Heimdalls á stöðu forsætisráðherra. „Ég tek undir með ályktun Heimdalls. Ég er nú að vinna í því að smala saman stjórn Varðar á stjórnarfund þar sem ríkisstjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokksins verður rætt,“ segir Kristín. Grétar Þór segir stöðuna fordæmalausa. „Sjálfstæðismenn munu þurfa að gera upp hug sinn hvað varðar það að verja Sigmund Davíð sem forsætisráðherra. Hversu fjölmenn mótmælin verða næstu daga mun ábyggilega verða tekið með í reikninginn hjá þeim.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 5. apríl.
Panama-skjölin Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira