Tónlistarfólk nýtur meiri virðingar í Þýskalandi Magnús Guðmundsson skrifar 5. apríl 2016 11:30 Sólveig Steinþórsdóttir og Kristinn Örn Kristinsson halda tónleika í kirkju Óháða safnaðarins í kvöld og bjóða alla velkomna. Visir/Vilhelm Sólveig Steinþórsdóttir er ungur fiðluleikari sem stundar nám við Listaháskólann í Berlín. Sólveig hóf fiðlunámið aðeins þriggja ára gömul hjá Lilju Hjaltadóttur við Allegro Suzukitónlistarskólann en í kvöld halda Sólveig og Kristinn Örn Kristinsson, píanóleikari og skólastjóri þessa sama skóla tónleika í kirkju Óháða safnaðarins í Reykjavík. „Ég er núna í námi í Berlín og hef verið þar frá því haustið 2014 en var áður nemandi Guðnýjar Guðmundsdóttur við Tónlistarskólann í Reykjavík. Í kvöld er ég svo að fara að halda þessa tónleika ásamt Kristni svo ég geti nú aðeins sýnt og leyft fólki að heyra hvað ég er búin að vera að læra frá því ég fór til Berlínar. Það er rosalega gaman að vera í listnámi í Berlín enda er það alveg einstök menningarborg. Það er fullt af tónleikum og endalaust af spennandi listviðburðum sem er hægt að fara á þannig að það er nóg við að vera. Mér finnst vera mikill kostur að vera í umhverfi sem er svona nærandi og menningarlífið er svona fjölbreytt og spennandi.“ Sólveig segir fiðluna og tónlistina hafa heillað allt frá því hún byrjaði að læra, þriggja ára gömul. „Það þurfti ekkert að ýta þessu að mér og ég var alltaf viss um að halda áfram. Í dag er þetta rosalega stór hluti af lífinu því það þýðir ekkert að vera í þessu öðruvísi. Svo það eru æfingar á hverjum degi og alltaf nóg að gera. Það er frí í skólanum akkúrat núna svo ég ákvað að nýta tímann til þess að koma heim og gera eitthvað og þetta eitthvað er auðvitað að spila og halda tónleika. Námið sem ég er í tekur venjulega um sex ár og ég vonast svo eftir að geta starfað úti í framhaldinu. Þannig að ég sé í rauninni fram á að vera talsvert lengi áfram þarna úti. Ísland er ekkert rosalega spennandi sem stendur. Mér finnst einhvern veginn að tónlistarfólk njóti meiri virðingar í Þýskalandi en hér þar sem er oft talað um tónlistina eins og hún sé bara hobbí þó svo auðvita sé líka fólk sem hefur mikinn áhuga. Mér finnst fleiri íslenskir tónlistarmenn í Berlín finna fyrir þessu og því kannski eðlilegt að þeir hugsi um að vera áfram úti.“ Á efnisskránni í kvöld eru sónata nr. 3 eftir Brahms, sónata nr. 4 eftir Ysaÿe og Tambourin Chinois eftir Kreisler. „Það var svo sem engin sérstök ástæða fyrir því að ég valdi þessi verk önnur en að ég er búin að vera að vinna í þeim í vetur og mér finnst gaman að koma með eitthvað sem maður er öruggur með og hlakka mikið til þess að spila í kvöld.“ Menning Mest lesið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Lífið Hætta óvænt við tónleikaferðalög sín Tónlist Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Bíó og sjónvarp Sinners slær met yfir flestar Óskarstilnefningar Bíó og sjónvarp Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Fleiri fréttir Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sjá meira
Sólveig Steinþórsdóttir er ungur fiðluleikari sem stundar nám við Listaháskólann í Berlín. Sólveig hóf fiðlunámið aðeins þriggja ára gömul hjá Lilju Hjaltadóttur við Allegro Suzukitónlistarskólann en í kvöld halda Sólveig og Kristinn Örn Kristinsson, píanóleikari og skólastjóri þessa sama skóla tónleika í kirkju Óháða safnaðarins í Reykjavík. „Ég er núna í námi í Berlín og hef verið þar frá því haustið 2014 en var áður nemandi Guðnýjar Guðmundsdóttur við Tónlistarskólann í Reykjavík. Í kvöld er ég svo að fara að halda þessa tónleika ásamt Kristni svo ég geti nú aðeins sýnt og leyft fólki að heyra hvað ég er búin að vera að læra frá því ég fór til Berlínar. Það er rosalega gaman að vera í listnámi í Berlín enda er það alveg einstök menningarborg. Það er fullt af tónleikum og endalaust af spennandi listviðburðum sem er hægt að fara á þannig að það er nóg við að vera. Mér finnst vera mikill kostur að vera í umhverfi sem er svona nærandi og menningarlífið er svona fjölbreytt og spennandi.“ Sólveig segir fiðluna og tónlistina hafa heillað allt frá því hún byrjaði að læra, þriggja ára gömul. „Það þurfti ekkert að ýta þessu að mér og ég var alltaf viss um að halda áfram. Í dag er þetta rosalega stór hluti af lífinu því það þýðir ekkert að vera í þessu öðruvísi. Svo það eru æfingar á hverjum degi og alltaf nóg að gera. Það er frí í skólanum akkúrat núna svo ég ákvað að nýta tímann til þess að koma heim og gera eitthvað og þetta eitthvað er auðvitað að spila og halda tónleika. Námið sem ég er í tekur venjulega um sex ár og ég vonast svo eftir að geta starfað úti í framhaldinu. Þannig að ég sé í rauninni fram á að vera talsvert lengi áfram þarna úti. Ísland er ekkert rosalega spennandi sem stendur. Mér finnst einhvern veginn að tónlistarfólk njóti meiri virðingar í Þýskalandi en hér þar sem er oft talað um tónlistina eins og hún sé bara hobbí þó svo auðvita sé líka fólk sem hefur mikinn áhuga. Mér finnst fleiri íslenskir tónlistarmenn í Berlín finna fyrir þessu og því kannski eðlilegt að þeir hugsi um að vera áfram úti.“ Á efnisskránni í kvöld eru sónata nr. 3 eftir Brahms, sónata nr. 4 eftir Ysaÿe og Tambourin Chinois eftir Kreisler. „Það var svo sem engin sérstök ástæða fyrir því að ég valdi þessi verk önnur en að ég er búin að vera að vinna í þeim í vetur og mér finnst gaman að koma með eitthvað sem maður er öruggur með og hlakka mikið til þess að spila í kvöld.“
Menning Mest lesið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Lífið Hætta óvænt við tónleikaferðalög sín Tónlist Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Bíó og sjónvarp Sinners slær met yfir flestar Óskarstilnefningar Bíó og sjónvarp Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Fleiri fréttir Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sjá meira
Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning
Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning