Telur drauma um minnihlutastjórn Sjálfstæðisflokks óraunhæfa Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 5. apríl 2016 12:28 Össur er þingmaður Samfylkingarinnar. Vísir „Tortóla virðist í beinni útsendingu vera orðinn banabiti ríkisstjórnarinnar,“ segir Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, á Facebook-síðu sinni en Össur hefur ekki mikið tjáð sig um mál forsætisráðherra og eignir hans og konu hans á Tortóla-eyjum eftir að þáttur Kastljóss og Reykjavík media var sýndur síðastliðið sunnudagskvöld. „Þrátt fyrir uppreisn lykilmanna í eigin kjördæmi upplýsir forsætisráðherra rétt í þessu á fb-síðu sinni að hann hafi hótað formanni Sjálfstæðisflokksins þingrofi og kosningum ef þingmenn hans „treystu sér ekki til að styðja ríkisstjórnina.“ – Þetta eru merkilegustu vendingar í stjórnakreppu sem ég man eftir.“Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sat og teiknaði dúllur á meðan stjórnarandstaðan hélt þrumuræður um meint vanhæfi hans á þingfundi í gær.vísir/VilhelmÖssur er reyndur stjórnmálamaður og hefur setið á þingi síðan 1991. Þá hefur hann verið orðaður við forsetaframboð.Hótun Sigmundar „Í fyrsta lagi er líklegt að Framsóknarflokkurinn komi mjög illa út úr kosningum við þessar aðstæður og hótun forsætisráðherrans felur í reynd í sér að stærstum hluta þingflokks hans verði rutt af þingi út á hinar eilífu veiðilendur. Flestir flokkar, þ.á.m. Sjálfstæðisflokkurinn er líklegri til að koma betur út úr kosningum en Sjálfstæðisflokkurinn. Í öðru lagi er það krafa stjórnarandstöðunnar að þing verði rofið og nýjar kosningar boðaðar. Hótun forsætisráðherra um að beita sér fyrir kosningum færir því stjórnarandstöðunni sigur í núverandi þrætu á silfurbakka. Tillagan um vantraust virðist eiginlega búin að fella ríkisstjórnina áður en hún kemur á dagskrá þingsins. Ég man ekki eftir sérkennilegri vendingum í stjórnmálum.“ Þá telur hann ummæli varaþingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins ólíklegt framhald í málinu. „Draumar Guðlaugs Þórs sem ég rétt í þessu heyrði á Bylgjunni um minnihlutastjórn Sjálfstæðisflokksins við þessar aðstæður tel ég sjálfur útilokaða og óraunhæfa.“Tortóla virðist í beinni útsendingu vera orðinn banabiti ríkisstjórnarinnar. Þrátt fyrir uppreisn lykilmanna í eigin kjö...Posted by Össur Skarphéðinsson on Tuesday, April 5, 2016 Panama-skjölin Tengdar fréttir Yfir átta þúsund undirskriftir gegn Sigmundi á einum degi Nærri þrjátíu þúsund undirskriftir hafa safnast á undirskriftarlistann þar sem krafist er afsagnar forsætisráðherra. 5. apríl 2016 12:11 Ólafur Ragnar kominn til landsins Forsetinn þarf að vera til staðar og standa sína plikt, segir forseti Íslands. 5. apríl 2016 07:46 Upplausn í ríkisstjórn innan beggja flokka Ríkisstjórnarsamstarfið hangir á bláþræði. Megn óánægja ríkir innan bæði Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks en ákvörðunar Bjarna Benediktssonar er beðið. Tugþúsundir Íslendinga mótmæltu ríkisstjórninni á Austurvelli í gær. 5. apríl 2016 06:00 Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Fleiri fréttir Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjá meira
„Tortóla virðist í beinni útsendingu vera orðinn banabiti ríkisstjórnarinnar,“ segir Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, á Facebook-síðu sinni en Össur hefur ekki mikið tjáð sig um mál forsætisráðherra og eignir hans og konu hans á Tortóla-eyjum eftir að þáttur Kastljóss og Reykjavík media var sýndur síðastliðið sunnudagskvöld. „Þrátt fyrir uppreisn lykilmanna í eigin kjördæmi upplýsir forsætisráðherra rétt í þessu á fb-síðu sinni að hann hafi hótað formanni Sjálfstæðisflokksins þingrofi og kosningum ef þingmenn hans „treystu sér ekki til að styðja ríkisstjórnina.“ – Þetta eru merkilegustu vendingar í stjórnakreppu sem ég man eftir.“Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sat og teiknaði dúllur á meðan stjórnarandstaðan hélt þrumuræður um meint vanhæfi hans á þingfundi í gær.vísir/VilhelmÖssur er reyndur stjórnmálamaður og hefur setið á þingi síðan 1991. Þá hefur hann verið orðaður við forsetaframboð.Hótun Sigmundar „Í fyrsta lagi er líklegt að Framsóknarflokkurinn komi mjög illa út úr kosningum við þessar aðstæður og hótun forsætisráðherrans felur í reynd í sér að stærstum hluta þingflokks hans verði rutt af þingi út á hinar eilífu veiðilendur. Flestir flokkar, þ.á.m. Sjálfstæðisflokkurinn er líklegri til að koma betur út úr kosningum en Sjálfstæðisflokkurinn. Í öðru lagi er það krafa stjórnarandstöðunnar að þing verði rofið og nýjar kosningar boðaðar. Hótun forsætisráðherra um að beita sér fyrir kosningum færir því stjórnarandstöðunni sigur í núverandi þrætu á silfurbakka. Tillagan um vantraust virðist eiginlega búin að fella ríkisstjórnina áður en hún kemur á dagskrá þingsins. Ég man ekki eftir sérkennilegri vendingum í stjórnmálum.“ Þá telur hann ummæli varaþingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins ólíklegt framhald í málinu. „Draumar Guðlaugs Þórs sem ég rétt í þessu heyrði á Bylgjunni um minnihlutastjórn Sjálfstæðisflokksins við þessar aðstæður tel ég sjálfur útilokaða og óraunhæfa.“Tortóla virðist í beinni útsendingu vera orðinn banabiti ríkisstjórnarinnar. Þrátt fyrir uppreisn lykilmanna í eigin kjö...Posted by Össur Skarphéðinsson on Tuesday, April 5, 2016
Panama-skjölin Tengdar fréttir Yfir átta þúsund undirskriftir gegn Sigmundi á einum degi Nærri þrjátíu þúsund undirskriftir hafa safnast á undirskriftarlistann þar sem krafist er afsagnar forsætisráðherra. 5. apríl 2016 12:11 Ólafur Ragnar kominn til landsins Forsetinn þarf að vera til staðar og standa sína plikt, segir forseti Íslands. 5. apríl 2016 07:46 Upplausn í ríkisstjórn innan beggja flokka Ríkisstjórnarsamstarfið hangir á bláþræði. Megn óánægja ríkir innan bæði Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks en ákvörðunar Bjarna Benediktssonar er beðið. Tugþúsundir Íslendinga mótmæltu ríkisstjórninni á Austurvelli í gær. 5. apríl 2016 06:00 Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Fleiri fréttir Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjá meira
Yfir átta þúsund undirskriftir gegn Sigmundi á einum degi Nærri þrjátíu þúsund undirskriftir hafa safnast á undirskriftarlistann þar sem krafist er afsagnar forsætisráðherra. 5. apríl 2016 12:11
Ólafur Ragnar kominn til landsins Forsetinn þarf að vera til staðar og standa sína plikt, segir forseti Íslands. 5. apríl 2016 07:46
Upplausn í ríkisstjórn innan beggja flokka Ríkisstjórnarsamstarfið hangir á bláþræði. Megn óánægja ríkir innan bæði Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks en ákvörðunar Bjarna Benediktssonar er beðið. Tugþúsundir Íslendinga mótmæltu ríkisstjórninni á Austurvelli í gær. 5. apríl 2016 06:00