Innlent

Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins fundar: „Að mínu viti gerði hann rétt“

Ingvar Haraldsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa
Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir Ólaf Ragnar hafa gert rétt með því að neita Sigmundi Davíð um heimild til þingrofs.
Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir Ólaf Ragnar hafa gert rétt með því að neita Sigmundi Davíð um heimild til þingrofs. vísir/vilhelm
Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins fundar nú í Valhöll með Bjarna Benediktssyni, formanni flokksins. Þar verða næstu skref rædd eftir að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands neitaði Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni um heimild til að rjúfa þing, nú eða síðar. Fundurinn hófst klukkan 14:15.

Ólafur sagðist eiga eftir að ræða við Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins. Bjarni sagði á leið inn á fundinn að hann myndi fara á Bessastaði síðar í dag.

Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að það hafi komið sér mjög á óvart að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, skuli hafa farið fram á að fá heimild til þingrofs nú eða síðar í dag þegar hann fundaði með forseta Íslands.

„Ég átti ekki von á því miðað við það sem hann sagði á Bylgjunni í morgun að það væri ekkert að samstarfinu og ég átta mig ekki á því sem breyttist í millitíðinni hjá honum,“ segir Ásmundur í samtali við Vísi.

Hann segist trúa því að forsetinn hafi gert rétt með því að neita að veita Sigmundi heimild til þingrofs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×