Buick Avista senuþjófurinn verður ekki framleiddur Finnur Thorlacius skrifar 5. apríl 2016 16:15 Bandaríkjamönnum er mjög lagið að framleiða ljóta bíla, en stundum kemur þó fyrir að fallegir tilraunabílar líta dagsins ljós þar í landi, en þá er um að gera að framleiða þá ekki. Gott dæmi um það er þessi gullfallegi Buick Avista sportbíll, en Buick hefur látið uppi að engar áætlanir séu uppi um framleiðslu hans og að hann gefi ekki heldur tóninn fyrir framtíðarútlit Buick bíla. Þessi bíll var sýndur á síðustu bílasýningu í Detroit og þar var hann sannarlega senuþjófur, enda ótrúlega laglegur bíll þar á ferð frá bandarískum bílaframleiðanda. Aðstoðarforstjóri Buick sagði nýlega að þessi Buick Avista hefði eingöngu verið smíðaður til að grípa stundarathygli og að Buick Avenir bíllinn væri sá bíll sem gæfi tóninn fyrir framtíðarútlit Buick bíla. Þar fer svo sem ekki ljótur bíll en samt langt frá því að vera eins fallegur og Avista. Næsti LaCrosse bíll Buick mun fá framendann frá Avenir og fleiri línur og fleiri bílar Buick munu erfa útlit hans. Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Skjálfti við Húsavík Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent
Bandaríkjamönnum er mjög lagið að framleiða ljóta bíla, en stundum kemur þó fyrir að fallegir tilraunabílar líta dagsins ljós þar í landi, en þá er um að gera að framleiða þá ekki. Gott dæmi um það er þessi gullfallegi Buick Avista sportbíll, en Buick hefur látið uppi að engar áætlanir séu uppi um framleiðslu hans og að hann gefi ekki heldur tóninn fyrir framtíðarútlit Buick bíla. Þessi bíll var sýndur á síðustu bílasýningu í Detroit og þar var hann sannarlega senuþjófur, enda ótrúlega laglegur bíll þar á ferð frá bandarískum bílaframleiðanda. Aðstoðarforstjóri Buick sagði nýlega að þessi Buick Avista hefði eingöngu verið smíðaður til að grípa stundarathygli og að Buick Avenir bíllinn væri sá bíll sem gæfi tóninn fyrir framtíðarútlit Buick bíla. Þar fer svo sem ekki ljótur bíll en samt langt frá því að vera eins fallegur og Avista. Næsti LaCrosse bíll Buick mun fá framendann frá Avenir og fleiri línur og fleiri bílar Buick munu erfa útlit hans.
Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Skjálfti við Húsavík Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent