Innlent

Sigurður Ingi klár í að verða forsætisráðherra

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Sigurður Ingi Jóhannsson er klár í slaginn sem forsætisráðherra í áframhaldandi ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins.
Sigurður Ingi Jóhannsson er klár í slaginn sem forsætisráðherra í áframhaldandi ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins. vísir/Vilhelm
Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins, segist vera klár í að gegna embætti forsætisráðherra í áframhaldandi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. Þetta kom fram í máli hans við fjölmiðla að loknum fundi Framsóknar í Alþingishúsinu í dag.

Sigmundur Davíð greindi frá því á fundi þingflokksins í dag að hann hygðist segja af sér. Hann verður þó áfram formaður flokksins. Sigurður Ingi sagði fullan vilja til þess innan þingflokksins að halda áfram stjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn. Sigurður Ingi tekur við sem forsætisráðherra af Sigmundi Davíð nái tillaga Framsóknarflokksins fram að ganga.

Aðspurður hvort hann treysti sér í að taka við embættinu sagði Sigurður Ingi:

„Annars myndi ég ekki taka það að mér.“

Hann segist hafa rætt við Bjarna Benediktsson sem nú fundar með forseta Íslands á Bessastöðum. 

„Ég hef átt samtal við formann Sjálfstæðisflokksins og við þingflokksformaður munum eiga samtöl við forsvarsmenn þeirra í dag.“

Telurðu þig njóta stuðnings Sjálfstæðisflokksins? 

„Já, ég býst við því.“



Nánar um málið hér.

Viðtalið við Sigurð Inga má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×