Innlent

„Enginn kaus Sigurð Inga Jóhannsson til forsætisráðherra“

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Illugi Jökulsson var einn þeirra sem kom fram á mótmælafundi á Austurvelli í gær. Hann hyggst mótmæla í dag á nýjan leik.
Illugi Jökulsson var einn þeirra sem kom fram á mótmælafundi á Austurvelli í gær. Hann hyggst mótmæla í dag á nýjan leik. Vísir/samsett
Mótmælafundi sem fyrirhugaður er á Austurvelli klukkan fimm í dag verður haldið til streitu þrátt fyrir fréttir þess efnis að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins ætli að segja af sér sem forsætisráðherra. Hér má nálgast upplýsingar um viðburðinn á Facebook.



Tillaga Framsóknar er sú að ríkisstjórnin haldi velli með Sigurð Inga Jóhannesson núverandi varaformann Framsóknar í sæti forsætisráðherra.

Illugi Jökulsson hélt erindi á mótmælafundi gærdagsins. Skipuleggjendur þeirra mótmæla, Jæja-hópurinn, sögðust hafa heyrt að um 22 þúsund manns hafi mætt á Austurvöll í gær til þess að krefjast afsagnar ríkisstjórnarinnar. Aðrir skipuleggjendur standa að mótmælunum nú.

„Þetta dugar ekki. Enginn kaus Sigurð Inga Jóhannsson til forsætisráðherra. Mætum á Austurvöll og krefjumst þess að ríkisstjórnin fari frá nú þegar. Svo má annaðhvort skipa utanþingsstjórn eða minnihlutastjórn til að undirbúa kosningar, en ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks má ekki halda áfram. Mætum á Austurvöll,“ segir Illugi á Facebook-síðu sinni. Hann hyggst mæta á mótmælin í dag.

Þetta dugar ekki. Enginn kaus Sigurð Inga Jóhannsson til forsætisráðherra. Mætum á Austurvöll og krefjumst þess að rí...

Posted by Illugi Jökulsson on Tuesday, April 5, 2016
Rúmlega tvö þúsund manns hafa boðað komu sína á mótmælin í dag og fjögur þúsund hafa sagst hafa áhuga á að mæta. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×