Sigurður Ingi treystir sér til þess að sefa reiði almennings Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. apríl 2016 19:21 Sigurður Ingi Jóhannsson og Ásmundur Einar Daðason í þinghúsinu í dag. vísir/vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson, varaformaður og forsætisráðherraefni Framsóknarflokksins, treystir sér til þess að sefa reiði almennings. Þetta sagði hann í viðtali við Heimi Má Pétursson í Íslandi í dag í kvöld. Í þættinum voru sýndar myndir frá Valhöll þar sem almenningur mótmælir því að ríkisstjórnin skuli ekki vera farin frá. Þá var líka mótmælt við höfuðstöðvar Framsóknarflokksins við Hverfisgötu í dag. Aðspurður hvort að hann treysti sér til að sefa reiði almennings sagði Sigurður Ingi: „Já, við treystum okkur til þess og ég treysti mér til þess. Annars væri ég ekki að taka þetta verkefni að mér.“Óvanalegt að skipta um forsætisráðherra Sigurður Ingi tilkynnti í dag að Sigmundur Davíð hefði lagt það til að hann myndi stíga til hliðar sem forsætisráðherra og að Sigurður Ingi tæki við því embætti. Sigurður Ingi og Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, funduðu í kvöld um stöðu mála en aðspurður hvort hann gerði þá kröfu að hann yrði forsætisráðherra sagði Sigurður Ingi: „Bara eins og kom fram í dag þá erum við fyrst og fremst að skipta út ráðherrum þó það sé óvanalegt að skipta um forsætisráðherra þá að tillögu forsætisráðherra þá leggur hann til sjálfur að hann stígi til hliðar og ég verði forsætisráðherra í hans stað.“ Þá kom jafnframt fram í máli Sigurðar Inga að Sigmundur Davíð hefði komið á þingflokksfund Framsóknarmanna eftir fund með forsetanum þar sem hann fór fram á að fá heimild til þingrofs. „Já, hann kom á þingflokksfundinn eftir fund með forseta og fór yfir málið og hvað fór fram á þeim fundi get ég ekki sagt til um. Þeir eru ekki á eitt sáttir með hvað fór þar fram.“Segir Sigmund Davíð hafa unnið mikilsverð verk fyrir Ísland Fram kom í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu í dag að Sigmundur Davíð hefði ekki farið fram á að fá heimild til þingrofs en Ólafur Ragnar hefur svarað þeirri yfirlýsingu og sagt að það hafi verið alveg ljóst í upphafi fundarins hvað forsætisráðherra hafi verið að fara fram á. Sigurður Ingi sagði þingflokk Framsóknarflokksins áfram styðja Sigmund Davíð sem formann flokksins enda hafi hann „unnið mikilsverð verk fyrir Ísland.“ Hins vegar hafi það verið mistök, eins og Sigmundur Davíð hafi sjálfur sagt að hann sjái eftir, að hafa opnað reikning fyrir aflandsfélagið Wintris á Bresku Jómfrúaeyjunum. „Ég er sammála því að það hafi verið mistök að segja ekki frá þessu fyrr eða koma peningunum heim,“ sagði Sigurður Ingi.Viðtal Heimis Más Péturssonar við Sigurð Inga í heild sinni má sjá hér að neðan. Panama-skjölin Tengdar fréttir Sigmundur Davíð hættur Þingflokkur Framsóknarflokksins leggur til að Sigurður Ingi Jóhannsson taki við sem forsætisráðherra. 5. apríl 2016 15:32 Viðbrögð þjóðarinnar við því að Sigurður Ingi verði mögulega næsti forsætisráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins, segist vera klár í að gegna embætti forsætisráðherra í áframhaldandi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. 5. apríl 2016 16:04 Sigurður Ingi klár í að verða forsætisráðherra Maður kemur í manns stað. 5. apríl 2016 15:42 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Fleiri fréttir Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, varaformaður og forsætisráðherraefni Framsóknarflokksins, treystir sér til þess að sefa reiði almennings. Þetta sagði hann í viðtali við Heimi Má Pétursson í Íslandi í dag í kvöld. Í þættinum voru sýndar myndir frá Valhöll þar sem almenningur mótmælir því að ríkisstjórnin skuli ekki vera farin frá. Þá var líka mótmælt við höfuðstöðvar Framsóknarflokksins við Hverfisgötu í dag. Aðspurður hvort að hann treysti sér til að sefa reiði almennings sagði Sigurður Ingi: „Já, við treystum okkur til þess og ég treysti mér til þess. Annars væri ég ekki að taka þetta verkefni að mér.“Óvanalegt að skipta um forsætisráðherra Sigurður Ingi tilkynnti í dag að Sigmundur Davíð hefði lagt það til að hann myndi stíga til hliðar sem forsætisráðherra og að Sigurður Ingi tæki við því embætti. Sigurður Ingi og Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, funduðu í kvöld um stöðu mála en aðspurður hvort hann gerði þá kröfu að hann yrði forsætisráðherra sagði Sigurður Ingi: „Bara eins og kom fram í dag þá erum við fyrst og fremst að skipta út ráðherrum þó það sé óvanalegt að skipta um forsætisráðherra þá að tillögu forsætisráðherra þá leggur hann til sjálfur að hann stígi til hliðar og ég verði forsætisráðherra í hans stað.“ Þá kom jafnframt fram í máli Sigurðar Inga að Sigmundur Davíð hefði komið á þingflokksfund Framsóknarmanna eftir fund með forsetanum þar sem hann fór fram á að fá heimild til þingrofs. „Já, hann kom á þingflokksfundinn eftir fund með forseta og fór yfir málið og hvað fór fram á þeim fundi get ég ekki sagt til um. Þeir eru ekki á eitt sáttir með hvað fór þar fram.“Segir Sigmund Davíð hafa unnið mikilsverð verk fyrir Ísland Fram kom í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu í dag að Sigmundur Davíð hefði ekki farið fram á að fá heimild til þingrofs en Ólafur Ragnar hefur svarað þeirri yfirlýsingu og sagt að það hafi verið alveg ljóst í upphafi fundarins hvað forsætisráðherra hafi verið að fara fram á. Sigurður Ingi sagði þingflokk Framsóknarflokksins áfram styðja Sigmund Davíð sem formann flokksins enda hafi hann „unnið mikilsverð verk fyrir Ísland.“ Hins vegar hafi það verið mistök, eins og Sigmundur Davíð hafi sjálfur sagt að hann sjái eftir, að hafa opnað reikning fyrir aflandsfélagið Wintris á Bresku Jómfrúaeyjunum. „Ég er sammála því að það hafi verið mistök að segja ekki frá þessu fyrr eða koma peningunum heim,“ sagði Sigurður Ingi.Viðtal Heimis Más Péturssonar við Sigurð Inga í heild sinni má sjá hér að neðan.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Sigmundur Davíð hættur Þingflokkur Framsóknarflokksins leggur til að Sigurður Ingi Jóhannsson taki við sem forsætisráðherra. 5. apríl 2016 15:32 Viðbrögð þjóðarinnar við því að Sigurður Ingi verði mögulega næsti forsætisráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins, segist vera klár í að gegna embætti forsætisráðherra í áframhaldandi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. 5. apríl 2016 16:04 Sigurður Ingi klár í að verða forsætisráðherra Maður kemur í manns stað. 5. apríl 2016 15:42 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Fleiri fréttir Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Sjá meira
Sigmundur Davíð hættur Þingflokkur Framsóknarflokksins leggur til að Sigurður Ingi Jóhannsson taki við sem forsætisráðherra. 5. apríl 2016 15:32
Viðbrögð þjóðarinnar við því að Sigurður Ingi verði mögulega næsti forsætisráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins, segist vera klár í að gegna embætti forsætisráðherra í áframhaldandi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. 5. apríl 2016 16:04