Málefni tveggja borgarfulltrúa í Reykjavík eru til skoðunar Þórdís Valsdóttir skrifar 6. apríl 2016 06:00 Júlíus Vífill Ingvarsson, fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks Mynd/aðsend Forsætisnefnd Reykjavíkurborgar telur, í ljósi frétta af aflandsfélögum í eigu tveggja borgarfulltrúa, brýnt að þar til bærir aðilar kanni málin til hlítar. Nefndin samþykkti á fundi í gær að taka skyldi til skoðunar hagsmunaskráningu borgarfulltrúa. Kannað verður hvort Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir og Júlíus Vífill Ingvarsson hafi farið á svig við gildandi lög og reglur um skyldur og hæfi borgarfulltrúa, hvort reglum um skráningu á fjárhagslegum hagsmunum borgarfulltrúa og trúnaðarstörfum utan borgarstjórnar hafi verið fylgt og hvort siðareglur borgarfulltrúa hafi verið brotnar. Í Panama-skjölunum kom fram að Sveinbjörg Birna, borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina, tengist tveimur aflandsfélögum sem skráð eru á Tortóla og í Panama. Þar að auki kom fram að Júlíus Vífill hefði ekki skráð aðkomu sína og eignarhald í félagi sem skráð er í Panama. Sveinbjörg Birna sagði í yfirlýsingu til fjölmiðla í gær, vegna umfjöllunar Kastljóss og Reykjavík Media um tengsl hennar við Panama-skjölin, að hún muni óska eftir tímabundnu leyfi frá störfum sínum sem borgarfulltrúi ef yfirferð um hagsmunaskráningu borgarfulltrúa verði ekki lokið þegar hún snýr aftur úr fæðingarorlofi í júní næstkomandi. Júlíus Vífill sagði hins vegar af sér sem borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks við upphaf borgarstjórnarfundar í gær. Júlíus Vífill hefur setið í borgarstjórn í fjórtán ár. Í Panamaskjölunum kom fram að hann hefði sett upp félagið Silwood Foundation í Panama árið 2014. Að hans sögn er um lífeyrissjóð að ræða en ekki félag sem átt gæti í viðskiptum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 6. apríl. Panama-skjölin Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Fleiri fréttir Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Sjá meira
Forsætisnefnd Reykjavíkurborgar telur, í ljósi frétta af aflandsfélögum í eigu tveggja borgarfulltrúa, brýnt að þar til bærir aðilar kanni málin til hlítar. Nefndin samþykkti á fundi í gær að taka skyldi til skoðunar hagsmunaskráningu borgarfulltrúa. Kannað verður hvort Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir og Júlíus Vífill Ingvarsson hafi farið á svig við gildandi lög og reglur um skyldur og hæfi borgarfulltrúa, hvort reglum um skráningu á fjárhagslegum hagsmunum borgarfulltrúa og trúnaðarstörfum utan borgarstjórnar hafi verið fylgt og hvort siðareglur borgarfulltrúa hafi verið brotnar. Í Panama-skjölunum kom fram að Sveinbjörg Birna, borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina, tengist tveimur aflandsfélögum sem skráð eru á Tortóla og í Panama. Þar að auki kom fram að Júlíus Vífill hefði ekki skráð aðkomu sína og eignarhald í félagi sem skráð er í Panama. Sveinbjörg Birna sagði í yfirlýsingu til fjölmiðla í gær, vegna umfjöllunar Kastljóss og Reykjavík Media um tengsl hennar við Panama-skjölin, að hún muni óska eftir tímabundnu leyfi frá störfum sínum sem borgarfulltrúi ef yfirferð um hagsmunaskráningu borgarfulltrúa verði ekki lokið þegar hún snýr aftur úr fæðingarorlofi í júní næstkomandi. Júlíus Vífill sagði hins vegar af sér sem borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks við upphaf borgarstjórnarfundar í gær. Júlíus Vífill hefur setið í borgarstjórn í fjórtán ár. Í Panamaskjölunum kom fram að hann hefði sett upp félagið Silwood Foundation í Panama árið 2014. Að hans sögn er um lífeyrissjóð að ræða en ekki félag sem átt gæti í viðskiptum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 6. apríl.
Panama-skjölin Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Fleiri fréttir Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Sjá meira