Volkswagen væntir mikillar söluaukningar með nýjum Tiguan Finnur Thorlacius skrifar 6. apríl 2016 09:18 Ný kynslóð Volkswagen Tiguan. Í þessum mánuði kemur ný kynslóð Tiguan jepplingsins á markað í Evrópu og væntir Volkswagen talsverðrar söluaukningar frá sama mánuði á síðasta ári. Sala Volkswagen bíla jókst um 3,7% í Evrópu í febrúar en söluminnkun í janúar takmarkaði söluaukninguna samtals á árinu í 0,3%. Volkswagen Tiguan jepplingurinn var næstsöluhæsti jepplingurinn í álfunni í fyrra á eftir Nissan Qashqai og seldust af honum 148.940 eintök og minnkaði salan um 1,3% á milli ára, enda síðasta kynslóð komin til ára sinni. Vænta má þess að sala Tiguan verði öllu meiri í ár með tilkomu nýrrar kynslóðar. Volkswagen hefur nú þegar fengið 10.000 pantanir í Tiguan, án þess að viðskiptavinir hafi séð bílinn, nema þeir sem gerðu sér ferð á bílasýninguna í Frankfürt í haust. Nýir bílar Volkswagen á fjarlægari mörkuðum, eins og nýjum Gol í Brasilíu, hinum stóra Phideon í Kína og Ameo fyrir Indlandsmarkað gæti líka hafið upp sölu Volkswagen á heimsvísu á næstu mánuðum. Þetta ár gæti því orðið ágætasta söluár hjá Volkswagen þrátt fyrir dísilvélasvindlið og minnkandi sölu í Bandaríkjunum í kjölfarið. Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent
Í þessum mánuði kemur ný kynslóð Tiguan jepplingsins á markað í Evrópu og væntir Volkswagen talsverðrar söluaukningar frá sama mánuði á síðasta ári. Sala Volkswagen bíla jókst um 3,7% í Evrópu í febrúar en söluminnkun í janúar takmarkaði söluaukninguna samtals á árinu í 0,3%. Volkswagen Tiguan jepplingurinn var næstsöluhæsti jepplingurinn í álfunni í fyrra á eftir Nissan Qashqai og seldust af honum 148.940 eintök og minnkaði salan um 1,3% á milli ára, enda síðasta kynslóð komin til ára sinni. Vænta má þess að sala Tiguan verði öllu meiri í ár með tilkomu nýrrar kynslóðar. Volkswagen hefur nú þegar fengið 10.000 pantanir í Tiguan, án þess að viðskiptavinir hafi séð bílinn, nema þeir sem gerðu sér ferð á bílasýninguna í Frankfürt í haust. Nýir bílar Volkswagen á fjarlægari mörkuðum, eins og nýjum Gol í Brasilíu, hinum stóra Phideon í Kína og Ameo fyrir Indlandsmarkað gæti líka hafið upp sölu Volkswagen á heimsvísu á næstu mánuðum. Þetta ár gæti því orðið ágætasta söluár hjá Volkswagen þrátt fyrir dísilvélasvindlið og minnkandi sölu í Bandaríkjunum í kjölfarið.
Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent