Innlent

Stjórnarandstaðan krefst þess að þingfundur fari fram

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Þingflokksformenn funda með forseta þingsins í hádeginu.
Þingflokksformenn funda með forseta þingsins í hádeginu. vísir/stefán
Búið er að taka þingfund sem fara átti fram klukkan 15 í dag af dagskrá þingsins. Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, segir ekki ljóst hvenær þing kemur saman næst.

„Það er fundur með þingflokksformönnum núna klukkan hálftólf þar sem við munum fara yfir stöðu mála,“ segir Einar í samtali við Vísi. Hann segir að eftir fundinn ættu málin að skýrast.

Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segir að stjórnarandstaðan muni fara fram á það að þing komi saman strax í dag.

„Það var búið að setja á þingfund á í morgun en svo er hann bara horfinn af dagskránni. Við munum að sjálfsögðu krefjast þess að það verði þingfundur því þessi um stjórn landsins er bara ekki í boði,“ segir Birgitta.

Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna, segir að það sé starfandi þing í landinu, ríkisstjórn og forsætisráðherra.

„Þannig að við skulum bara halda þingfund.“

Einar K. vill ekki svara því hvort hann muni fallast á kröfu stjórnarandstöðunnar og segist vilja funda með þingflokksformönnunum fyrst. Næsti þingfundur sem er á dagskrá samkvæmt vef Alþingis er á morgun klukkan 10.30.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×