„Pírati gæti vissulega orðið næsti forsætisráðherrann“ Bjarki Ármannsson skrifar 6. apríl 2016 13:41 Birgitta Jónsdóttir segist ekki hafa hugsað það til enda hvort hún gæti orðið næsti forsætisráðherra landsins. Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, segist ekki hafa hugsað það til enda hvort hún gæti orðið næsti forsætisráðherra Íslands. Þetta kom fram í viðtali hennar við fréttavefinn Democracy Now í beinni útsendingu nú fyrir stuttu. Líkt og kemur fram í nýrri könnun fréttastofu 365, mælast Píratar nú með 43 prósenta fylgi á sama tíma og stjórnarandstaðan vill rjúfa þing og boða til kosninga. Birgitta sagði í viðtalinu að Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherraefni Framsóknarflokksins, sé alls ekki það sem íslenska þjóðin hafi kallað eftir. Afsögn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra í kjölfar leka á Panama-gögnunum svokölluðum sé ekki nóg. „Ísland er, því miður, eina landið í vestur-Evrópu með sitjandi ráðherra sem voru nefndir í þessum leka,“ segir Birgitta. „Augljóslega vill fólk að ráðherra skattamála, sem átti einnig aflandsfélag, víki. Fólk er ennþá ósátt og það verða væntanlega áfram mótmæli þar til þau víkja.“ Hún segir mótmælin á mánudagskvöld síðastliðið, mögulega þau fjölmennstu frá upphafi á Íslandi, einstök þar sem erfitt sé að fá Íslendinga til að koma út og mótmæla nema lífsviðurværi þeirra liggi við. Hún segir reiði hafa kraumað í þjóðfélaginu lengi gagnvart sitjandi ríkisstjórn. Aðspurð hvort hún gæti sjálf orðið næsti forsætisráðherra landsins, þar sem flokkur hennar mælist nú með langmest fylgi, sagði Birgitta: „Við höfum ekki hugsað það svo langt. Pírati gæti vissulega orðið næsti forsætisráðherrann.“ Panama-skjölin Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Fleiri fréttir Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Sjá meira
Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, segist ekki hafa hugsað það til enda hvort hún gæti orðið næsti forsætisráðherra Íslands. Þetta kom fram í viðtali hennar við fréttavefinn Democracy Now í beinni útsendingu nú fyrir stuttu. Líkt og kemur fram í nýrri könnun fréttastofu 365, mælast Píratar nú með 43 prósenta fylgi á sama tíma og stjórnarandstaðan vill rjúfa þing og boða til kosninga. Birgitta sagði í viðtalinu að Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherraefni Framsóknarflokksins, sé alls ekki það sem íslenska þjóðin hafi kallað eftir. Afsögn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra í kjölfar leka á Panama-gögnunum svokölluðum sé ekki nóg. „Ísland er, því miður, eina landið í vestur-Evrópu með sitjandi ráðherra sem voru nefndir í þessum leka,“ segir Birgitta. „Augljóslega vill fólk að ráðherra skattamála, sem átti einnig aflandsfélag, víki. Fólk er ennþá ósátt og það verða væntanlega áfram mótmæli þar til þau víkja.“ Hún segir mótmælin á mánudagskvöld síðastliðið, mögulega þau fjölmennstu frá upphafi á Íslandi, einstök þar sem erfitt sé að fá Íslendinga til að koma út og mótmæla nema lífsviðurværi þeirra liggi við. Hún segir reiði hafa kraumað í þjóðfélaginu lengi gagnvart sitjandi ríkisstjórn. Aðspurð hvort hún gæti sjálf orðið næsti forsætisráðherra landsins, þar sem flokkur hennar mælist nú með langmest fylgi, sagði Birgitta: „Við höfum ekki hugsað það svo langt. Pírati gæti vissulega orðið næsti forsætisráðherrann.“
Panama-skjölin Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Fleiri fréttir Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Sjá meira