Stílisti Kardashian fjölskyldunnar eftirsótt í Hollywood Ritstjórn skrifar 6. apríl 2016 20:00 Monca Rose ásamt Khloé Kardashian og vinkonu. Glamour/Getty Það eru ekki margir sem þekkja nafn Monicu Rose en það er ekki ólíklegt að maður hefur séð hennar handbragð á fatastíl stjarnana þar sem hún er einn eftirsóttasti stílistinn í Hollywood núna. Monica byrjaði sem stílisti Kim Kardashian West og hefur ásamt eiginmanni hennar Kanye West breytt fataskáp raunveruleikastjörnunnar töluvert á síðustu árum. Mikil ánægja var með störf Monicu og núna sér hún um að stílisera alla Kardashian fjölskylduna eins og hún leggur sig sem og systurnar Bellu og Gigi Hadid og Chrissy Teigen svo einhverjar séu nefndar. Allar eiga þær sameiginlegt að vera þekktar fyrir smekklegan stíl sem margir reyna að leika eftir. Monica er mikið fyrir að klæða viðskiptavini sína í náttúrulega litapallettu og einblína á að draga fram það besta í hverjum í einum. Kendall Jenner er til dæmis mikið í magabolum á meðan Kylie Jenner klæðist þröngum pilsum sem eru há í mittið. Fyrir þá sem heillast af stíl Monicu er þess virði að fylgjast með henni á Instagram hér. Stílistinn frægi.Bella og Gigi Hadid.Chrissy Teigen.Kim og Kourtney Kardashian.Kendall og Kylie Jenner. Mest lesið Ætlar að koma Crocs í tísku Glamour Hefur ekkert breyst í 24 ár Glamour Cher er nýtt andlit Marc Jacobs Glamour Millie Bobby Brown er fyrsta andlit Calvin Klein undir stjórn Raf Simons Glamour As We Grow hlýtur verðlaun Junior Design Awards Glamour Með íslenska skartgripi á Sundance Glamour "Það stóð nú aldrei til að hafa þjóðina á brjósti“ Glamour Ný og glæsileg auglýsing frá Bioeffect Glamour Stjörnurnar skína skært í Cannes Glamour Kíkt inn í Arket í London - nýja verslun í eigu H&M Glamour
Það eru ekki margir sem þekkja nafn Monicu Rose en það er ekki ólíklegt að maður hefur séð hennar handbragð á fatastíl stjarnana þar sem hún er einn eftirsóttasti stílistinn í Hollywood núna. Monica byrjaði sem stílisti Kim Kardashian West og hefur ásamt eiginmanni hennar Kanye West breytt fataskáp raunveruleikastjörnunnar töluvert á síðustu árum. Mikil ánægja var með störf Monicu og núna sér hún um að stílisera alla Kardashian fjölskylduna eins og hún leggur sig sem og systurnar Bellu og Gigi Hadid og Chrissy Teigen svo einhverjar séu nefndar. Allar eiga þær sameiginlegt að vera þekktar fyrir smekklegan stíl sem margir reyna að leika eftir. Monica er mikið fyrir að klæða viðskiptavini sína í náttúrulega litapallettu og einblína á að draga fram það besta í hverjum í einum. Kendall Jenner er til dæmis mikið í magabolum á meðan Kylie Jenner klæðist þröngum pilsum sem eru há í mittið. Fyrir þá sem heillast af stíl Monicu er þess virði að fylgjast með henni á Instagram hér. Stílistinn frægi.Bella og Gigi Hadid.Chrissy Teigen.Kim og Kourtney Kardashian.Kendall og Kylie Jenner.
Mest lesið Ætlar að koma Crocs í tísku Glamour Hefur ekkert breyst í 24 ár Glamour Cher er nýtt andlit Marc Jacobs Glamour Millie Bobby Brown er fyrsta andlit Calvin Klein undir stjórn Raf Simons Glamour As We Grow hlýtur verðlaun Junior Design Awards Glamour Með íslenska skartgripi á Sundance Glamour "Það stóð nú aldrei til að hafa þjóðina á brjósti“ Glamour Ný og glæsileg auglýsing frá Bioeffect Glamour Stjörnurnar skína skært í Cannes Glamour Kíkt inn í Arket í London - nýja verslun í eigu H&M Glamour