Innlent

Vilhjálmur fékk nóg af pítsum og yfirgaf fundarherbergið

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/GVA
Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, yfirgaf fund Sjálfstæðisflokksins um tíu mínútur fyrir átta og var eðlilega spurður af fjölmiðlamönnum hvað um væri að vera. Vilhjálmur vildi ekkert segja um fund flokksins en sérstök ástæða var fyrir því að hann yfirgaf fundarherbergið.

Vilhjálmur útskýrði að hann væri einfaldlega ekkert fyrir pítsur og gat ekki hugsað sér að vera inni í fundarherberginu vegna þess hve mikil pítsulykt væri þar. Af þeim sökum ætlaði hann í mötuneytið á Alþingi á meðan þar sem annars konar mat væri að finna.

Bjarni Benediktsson notaði tækifærið og tísti mynd af pítsu sem hann segir fulltrúa stjórnarandstöðunnar hafa borðað. Formenn stjórnarandstöðuflokkanna voru kallaðir á fund flokksins fyrr í kvöld. Myndina má sjá að neðan.

Fundir Framsóknar annars vegar og Sjálfstæðisflokks hins vegar hófust klukkan 18:45. Ekkert liggur fyrir um hvenær fundunum lýkur.

Fyrr í kvöld mætti Jón Gunnarsson, flokksbróðir Vilhjálms, klyfjaður pítsum í þinghúsið. Telja sumir það benda til þess að von sé á löngum fundarhöldum en aðrir benda á að margir hafi einfaldlega misst af kvöldmatnum heima hjá sér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×