Kjörtímabilið stytt um eitt löggjafarþing Jóhann Óli eiðsson skrifar 6. apríl 2016 21:25 Sigurður Ingi og Bjarni tilkynna fréttamönnum niðurstöðu sína. vísir/ernir Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks verður enn við völd fram á haust en þá verður þing rofið og gengið til kosningar. Nákvæmur kjördagur liggur ekki fyrir. Þetta kom fram í máli Sigurðar Inga Jóhannssonar, verðandi forsætisráðherra, og Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, á Alþingi nú áðan. „Samkomulag náðist okkar í milli að halda ríkisstjórnarsamstarfi áfram á grundvelli sömu verkaskiptingar. Það liggur fyrir skýr, stór meirihluti fyrir áframhaldandi samstarfi,“ sagði Bjarni Benediktsson. Ríkisstjórnin mun starfa áfram eftir sama stjórnarsáttmála og flokkarnir munu halda sínum ráðherraembættum. Í máli ráðherranna kom fram að afnám gjaldeyrishafta væri stærsta þingmálið sem ætti eftir að afgreiða en það kæmi inn í þingið eftir tvær til þrjár vikur. „Við ætlum að stíga viðbótarskref til að virkja lýðræðið og koma til móts við stöðuna sem hefur myndast. Við hyggjumst stefna að því að stytta kjörtímabilið um eitt löggjafarþing og halda kosningar í haust. Nákvæm dagsetning veltur á framvindu þingmála,“ sagði Bjarni. Stytting um eitt löggjafarþing þýðir að kosið verður mjög snemma í haust eða síðla sumars.Utanþingsráðherra tilnefndur af Sigmundi Davíð „Það sem er mikilvægast er að ríkisstjórnin heldur áfram að vinna að þeim glæsilegu, stóru verkefnum sem við höfum unnið að. Við munum leggja áherslu á stóru málin fram að kosningum,“ sagði verðandi forsætisráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson. Í máli hans kom fram að algjör eining sé innan þingflokks Framsóknarflokksins með breytingarnar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson verður óbreyttur þingmaður en inn í ríkisstjórnina kemur Lilja Alfreðsdóttir sem að undanförnu hefur starfað sem efnahagslegur ráðgjafi fráfarandi forsætisráðherra. Það var tillaga Sigmundar að Lilja tæki við ráðherraembætti. Ekki liggur fyrir við hvaða embætti hún mun taka eða hvort frekari breytingar verði á ráðherraksipan Framsóknarflokksins. Aðspurður um hvort ekki hefði komið til greina að rjúfa þing núna svaraði Bjarni því að svo hefði ekki verið. „Stjórnarandstaðan er í rusli og enginn flokkanna er að mælast vel. Það er einn flokkur sem mælist vel tímabundið.“ Stjórnarandstaðan hefur boðað vantrausts- og þingrofstillögu á stjórnina. „Við munum svara þeirri tillögu með atkvæðum 38 stjórnarþingmanna.“ Alþingi Panama-skjölin Tengdar fréttir Ótrúleg uppákoma: Höskuldur leysti frá skjóðunni á undan áætlun Þingmaður Framsóknarflokksins hélt að fjölmiðlamenn vissu um niðurstöðu fundarins. 6. apríl 2016 21:00 Sigurður Ingi næsti forsætisráðherra Niðurstaða liggur fyrir í viðræðum stjórnarflokkanna en þingflokkarnir eiga eftir að funda. 6. apríl 2016 18:07 Lilja Alfreðsdóttir ráðherraefni Framsóknar Sigurður Ingi Jóhannsson verður næsti forsætisráðherra. 6. apríl 2016 20:33 Sigmundi líst „mjög vel“ á að verða óbreyttur þingmaður Ráðherrar eru mættir í Alþingishúið. 6. apríl 2016 19:07 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent TikTok hólpið í bili Erlent Fleiri fréttir Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sjá meira
Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks verður enn við völd fram á haust en þá verður þing rofið og gengið til kosningar. Nákvæmur kjördagur liggur ekki fyrir. Þetta kom fram í máli Sigurðar Inga Jóhannssonar, verðandi forsætisráðherra, og Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, á Alþingi nú áðan. „Samkomulag náðist okkar í milli að halda ríkisstjórnarsamstarfi áfram á grundvelli sömu verkaskiptingar. Það liggur fyrir skýr, stór meirihluti fyrir áframhaldandi samstarfi,“ sagði Bjarni Benediktsson. Ríkisstjórnin mun starfa áfram eftir sama stjórnarsáttmála og flokkarnir munu halda sínum ráðherraembættum. Í máli ráðherranna kom fram að afnám gjaldeyrishafta væri stærsta þingmálið sem ætti eftir að afgreiða en það kæmi inn í þingið eftir tvær til þrjár vikur. „Við ætlum að stíga viðbótarskref til að virkja lýðræðið og koma til móts við stöðuna sem hefur myndast. Við hyggjumst stefna að því að stytta kjörtímabilið um eitt löggjafarþing og halda kosningar í haust. Nákvæm dagsetning veltur á framvindu þingmála,“ sagði Bjarni. Stytting um eitt löggjafarþing þýðir að kosið verður mjög snemma í haust eða síðla sumars.Utanþingsráðherra tilnefndur af Sigmundi Davíð „Það sem er mikilvægast er að ríkisstjórnin heldur áfram að vinna að þeim glæsilegu, stóru verkefnum sem við höfum unnið að. Við munum leggja áherslu á stóru málin fram að kosningum,“ sagði verðandi forsætisráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson. Í máli hans kom fram að algjör eining sé innan þingflokks Framsóknarflokksins með breytingarnar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson verður óbreyttur þingmaður en inn í ríkisstjórnina kemur Lilja Alfreðsdóttir sem að undanförnu hefur starfað sem efnahagslegur ráðgjafi fráfarandi forsætisráðherra. Það var tillaga Sigmundar að Lilja tæki við ráðherraembætti. Ekki liggur fyrir við hvaða embætti hún mun taka eða hvort frekari breytingar verði á ráðherraksipan Framsóknarflokksins. Aðspurður um hvort ekki hefði komið til greina að rjúfa þing núna svaraði Bjarni því að svo hefði ekki verið. „Stjórnarandstaðan er í rusli og enginn flokkanna er að mælast vel. Það er einn flokkur sem mælist vel tímabundið.“ Stjórnarandstaðan hefur boðað vantrausts- og þingrofstillögu á stjórnina. „Við munum svara þeirri tillögu með atkvæðum 38 stjórnarþingmanna.“
Alþingi Panama-skjölin Tengdar fréttir Ótrúleg uppákoma: Höskuldur leysti frá skjóðunni á undan áætlun Þingmaður Framsóknarflokksins hélt að fjölmiðlamenn vissu um niðurstöðu fundarins. 6. apríl 2016 21:00 Sigurður Ingi næsti forsætisráðherra Niðurstaða liggur fyrir í viðræðum stjórnarflokkanna en þingflokkarnir eiga eftir að funda. 6. apríl 2016 18:07 Lilja Alfreðsdóttir ráðherraefni Framsóknar Sigurður Ingi Jóhannsson verður næsti forsætisráðherra. 6. apríl 2016 20:33 Sigmundi líst „mjög vel“ á að verða óbreyttur þingmaður Ráðherrar eru mættir í Alþingishúið. 6. apríl 2016 19:07 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent TikTok hólpið í bili Erlent Fleiri fréttir Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sjá meira
Ótrúleg uppákoma: Höskuldur leysti frá skjóðunni á undan áætlun Þingmaður Framsóknarflokksins hélt að fjölmiðlamenn vissu um niðurstöðu fundarins. 6. apríl 2016 21:00
Sigurður Ingi næsti forsætisráðherra Niðurstaða liggur fyrir í viðræðum stjórnarflokkanna en þingflokkarnir eiga eftir að funda. 6. apríl 2016 18:07
Lilja Alfreðsdóttir ráðherraefni Framsóknar Sigurður Ingi Jóhannsson verður næsti forsætisráðherra. 6. apríl 2016 20:33
Sigmundi líst „mjög vel“ á að verða óbreyttur þingmaður Ráðherrar eru mættir í Alþingishúið. 6. apríl 2016 19:07