Kjörtímabilið stytt um eitt löggjafarþing Jóhann Óli eiðsson skrifar 6. apríl 2016 21:25 Sigurður Ingi og Bjarni tilkynna fréttamönnum niðurstöðu sína. vísir/ernir Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks verður enn við völd fram á haust en þá verður þing rofið og gengið til kosningar. Nákvæmur kjördagur liggur ekki fyrir. Þetta kom fram í máli Sigurðar Inga Jóhannssonar, verðandi forsætisráðherra, og Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, á Alþingi nú áðan. „Samkomulag náðist okkar í milli að halda ríkisstjórnarsamstarfi áfram á grundvelli sömu verkaskiptingar. Það liggur fyrir skýr, stór meirihluti fyrir áframhaldandi samstarfi,“ sagði Bjarni Benediktsson. Ríkisstjórnin mun starfa áfram eftir sama stjórnarsáttmála og flokkarnir munu halda sínum ráðherraembættum. Í máli ráðherranna kom fram að afnám gjaldeyrishafta væri stærsta þingmálið sem ætti eftir að afgreiða en það kæmi inn í þingið eftir tvær til þrjár vikur. „Við ætlum að stíga viðbótarskref til að virkja lýðræðið og koma til móts við stöðuna sem hefur myndast. Við hyggjumst stefna að því að stytta kjörtímabilið um eitt löggjafarþing og halda kosningar í haust. Nákvæm dagsetning veltur á framvindu þingmála,“ sagði Bjarni. Stytting um eitt löggjafarþing þýðir að kosið verður mjög snemma í haust eða síðla sumars.Utanþingsráðherra tilnefndur af Sigmundi Davíð „Það sem er mikilvægast er að ríkisstjórnin heldur áfram að vinna að þeim glæsilegu, stóru verkefnum sem við höfum unnið að. Við munum leggja áherslu á stóru málin fram að kosningum,“ sagði verðandi forsætisráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson. Í máli hans kom fram að algjör eining sé innan þingflokks Framsóknarflokksins með breytingarnar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson verður óbreyttur þingmaður en inn í ríkisstjórnina kemur Lilja Alfreðsdóttir sem að undanförnu hefur starfað sem efnahagslegur ráðgjafi fráfarandi forsætisráðherra. Það var tillaga Sigmundar að Lilja tæki við ráðherraembætti. Ekki liggur fyrir við hvaða embætti hún mun taka eða hvort frekari breytingar verði á ráðherraksipan Framsóknarflokksins. Aðspurður um hvort ekki hefði komið til greina að rjúfa þing núna svaraði Bjarni því að svo hefði ekki verið. „Stjórnarandstaðan er í rusli og enginn flokkanna er að mælast vel. Það er einn flokkur sem mælist vel tímabundið.“ Stjórnarandstaðan hefur boðað vantrausts- og þingrofstillögu á stjórnina. „Við munum svara þeirri tillögu með atkvæðum 38 stjórnarþingmanna.“ Alþingi Panama-skjölin Tengdar fréttir Ótrúleg uppákoma: Höskuldur leysti frá skjóðunni á undan áætlun Þingmaður Framsóknarflokksins hélt að fjölmiðlamenn vissu um niðurstöðu fundarins. 6. apríl 2016 21:00 Sigurður Ingi næsti forsætisráðherra Niðurstaða liggur fyrir í viðræðum stjórnarflokkanna en þingflokkarnir eiga eftir að funda. 6. apríl 2016 18:07 Lilja Alfreðsdóttir ráðherraefni Framsóknar Sigurður Ingi Jóhannsson verður næsti forsætisráðherra. 6. apríl 2016 20:33 Sigmundi líst „mjög vel“ á að verða óbreyttur þingmaður Ráðherrar eru mættir í Alþingishúið. 6. apríl 2016 19:07 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Fleiri fréttir „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Sjá meira
Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks verður enn við völd fram á haust en þá verður þing rofið og gengið til kosningar. Nákvæmur kjördagur liggur ekki fyrir. Þetta kom fram í máli Sigurðar Inga Jóhannssonar, verðandi forsætisráðherra, og Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, á Alþingi nú áðan. „Samkomulag náðist okkar í milli að halda ríkisstjórnarsamstarfi áfram á grundvelli sömu verkaskiptingar. Það liggur fyrir skýr, stór meirihluti fyrir áframhaldandi samstarfi,“ sagði Bjarni Benediktsson. Ríkisstjórnin mun starfa áfram eftir sama stjórnarsáttmála og flokkarnir munu halda sínum ráðherraembættum. Í máli ráðherranna kom fram að afnám gjaldeyrishafta væri stærsta þingmálið sem ætti eftir að afgreiða en það kæmi inn í þingið eftir tvær til þrjár vikur. „Við ætlum að stíga viðbótarskref til að virkja lýðræðið og koma til móts við stöðuna sem hefur myndast. Við hyggjumst stefna að því að stytta kjörtímabilið um eitt löggjafarþing og halda kosningar í haust. Nákvæm dagsetning veltur á framvindu þingmála,“ sagði Bjarni. Stytting um eitt löggjafarþing þýðir að kosið verður mjög snemma í haust eða síðla sumars.Utanþingsráðherra tilnefndur af Sigmundi Davíð „Það sem er mikilvægast er að ríkisstjórnin heldur áfram að vinna að þeim glæsilegu, stóru verkefnum sem við höfum unnið að. Við munum leggja áherslu á stóru málin fram að kosningum,“ sagði verðandi forsætisráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson. Í máli hans kom fram að algjör eining sé innan þingflokks Framsóknarflokksins með breytingarnar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson verður óbreyttur þingmaður en inn í ríkisstjórnina kemur Lilja Alfreðsdóttir sem að undanförnu hefur starfað sem efnahagslegur ráðgjafi fráfarandi forsætisráðherra. Það var tillaga Sigmundar að Lilja tæki við ráðherraembætti. Ekki liggur fyrir við hvaða embætti hún mun taka eða hvort frekari breytingar verði á ráðherraksipan Framsóknarflokksins. Aðspurður um hvort ekki hefði komið til greina að rjúfa þing núna svaraði Bjarni því að svo hefði ekki verið. „Stjórnarandstaðan er í rusli og enginn flokkanna er að mælast vel. Það er einn flokkur sem mælist vel tímabundið.“ Stjórnarandstaðan hefur boðað vantrausts- og þingrofstillögu á stjórnina. „Við munum svara þeirri tillögu með atkvæðum 38 stjórnarþingmanna.“
Alþingi Panama-skjölin Tengdar fréttir Ótrúleg uppákoma: Höskuldur leysti frá skjóðunni á undan áætlun Þingmaður Framsóknarflokksins hélt að fjölmiðlamenn vissu um niðurstöðu fundarins. 6. apríl 2016 21:00 Sigurður Ingi næsti forsætisráðherra Niðurstaða liggur fyrir í viðræðum stjórnarflokkanna en þingflokkarnir eiga eftir að funda. 6. apríl 2016 18:07 Lilja Alfreðsdóttir ráðherraefni Framsóknar Sigurður Ingi Jóhannsson verður næsti forsætisráðherra. 6. apríl 2016 20:33 Sigmundi líst „mjög vel“ á að verða óbreyttur þingmaður Ráðherrar eru mættir í Alþingishúið. 6. apríl 2016 19:07 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Fleiri fréttir „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Sjá meira
Ótrúleg uppákoma: Höskuldur leysti frá skjóðunni á undan áætlun Þingmaður Framsóknarflokksins hélt að fjölmiðlamenn vissu um niðurstöðu fundarins. 6. apríl 2016 21:00
Sigurður Ingi næsti forsætisráðherra Niðurstaða liggur fyrir í viðræðum stjórnarflokkanna en þingflokkarnir eiga eftir að funda. 6. apríl 2016 18:07
Lilja Alfreðsdóttir ráðherraefni Framsóknar Sigurður Ingi Jóhannsson verður næsti forsætisráðherra. 6. apríl 2016 20:33
Sigmundi líst „mjög vel“ á að verða óbreyttur þingmaður Ráðherrar eru mættir í Alþingishúið. 6. apríl 2016 19:07