„Flokkurinn gaf ekki of mikið eftir“ Ólöf Skaftadóttir og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 6. apríl 2016 23:22 Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra. vísir/vilhelm „Flokkurinn gaf ekki of mikið eftir. Við erum fyrst og fremst að hugsa um stóru hagsmunina, hagsmuni þjóðarinnar. Mikilvægu málin þar sem haftamál spila lykilhlutverk,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra um niðurstöðu kvöldsins þar sem upplýst var að Sigurður Ingi Jóhannsson yrði forsætisráðherra og Lilja Alfreðsdóttir utanþingsráðherra. Ragnheiður segir mikilvægt að ríkisstjórnin nái að ljúka öllum sínum málum. „Það er einfaldlega þannig að það verður að gera allt til að koma þeim í höfn. Það er algjört rugl, sem maður hefur séð í umræðunni, að Seðlabankinn geti leitt það mál án aðkomu stjórnmálanna. Það á eftir að koma þingmál frá Bjarna innan tíðar til þess að loka þessu máli,“ segir hún.Hræðast ekki kosningar Aðspurð segir hún flokkinn ekki hafa gert neina sérstaka kröfu til forsætisráðuneytisins. „Sjálfstæðisflokkurinn tekur heildarhagsmuni fram yfir annað. Engum treysti ég betur en mínum formanni til að klára verkefni sín í ráðuneytinu sem hann hefur borið hitann og þungann af. Við gerðum enga kröfu um forsætisráðuneytið.“ Þá segir hún flokkinn ekki hræðast kosningar. „Sjálfstæðisflokkurinn er auðvitað í hvað bestri aðstöðu til að ræsa út maskínu ef á þarf að halda. Þannig að það er ekki vegna þess að við hræðumst kosningar. Þetta er til þess að gefa okkur tíma til að klára þessi mikilvægu verkefni. Síðan komumst við til móts við þá kröfu eða ósk, sem fram hefur komið í kjölfarið á þessum atburðum öllum saman, að flýta kosningum,“ segir Ragnheiður Elín.Illugi GunnarssonVísir/Anton BrinkIllugi Gunnarsson, mennta og menningarmálaráðherra, segir flokksmenn almennt sátta. „Það var klappað fyrir Bjarna þegar hann stóð upp eftir þingflokksfund Sjálfstæðisflokksins,“ segir hann.Fjármálaráðuneytið sérstaklega mikilvægt Aðspurður hvort ekki hafi staðið til að Sjálfstæðisflokkurinn tæki við embætti forsætisráðuneytisins segist hann alltaf þeirrar skoðunar að flokkurinn eigi að vera í forystu. Hins vegar hafi verið lagt upp með það í upphafi samstarfs að Framsókn hefði forsætisráðuneytið, en Sjálfstæðisflokkurinn fjármála- og efnahagsráðuneytið. „Með fullri virðingu fyrir forsætisráðuneytinu, þá er fjármála- og efnahagsráðuneytið sérstaklega mikilvægt um þessar mundir. Bjarni er í lykilstöðu til þess að bæði leiða fram endanlega niðurstöðu í þessu gríðarlega mikla hagsmunamáli sem er afnám gjaldeyrishafta og eins að staða efnahagsmála haldi áfram að batna, það sé jafnvægi hér hjá þjóðinni. Ég held að það að Bjarni sé fjármála- og efnahagsráðherra sé mikilvægt,“ segir Illugi. Þá segir hann sinn flokk alltaf reiðubúinn til að ganga til kosninga. „Þessi ríkisstjórn, ríkisstjórn Sigmundar Davíðs og svo Sigurðar Inga Jóhannssonar, situr auðvitað meginþorra kjörtímabilsins, og þegar kemur að kosningum held ég að ríkisstjórnarmeirihlutinn muni geta sýnt það að það hafi verið mikill árangur og við getum gengið til kosninga í krafti þess árangurs.“ Alþingi Panama-skjölin Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Fleiri fréttir Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Sjá meira
„Flokkurinn gaf ekki of mikið eftir. Við erum fyrst og fremst að hugsa um stóru hagsmunina, hagsmuni þjóðarinnar. Mikilvægu málin þar sem haftamál spila lykilhlutverk,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra um niðurstöðu kvöldsins þar sem upplýst var að Sigurður Ingi Jóhannsson yrði forsætisráðherra og Lilja Alfreðsdóttir utanþingsráðherra. Ragnheiður segir mikilvægt að ríkisstjórnin nái að ljúka öllum sínum málum. „Það er einfaldlega þannig að það verður að gera allt til að koma þeim í höfn. Það er algjört rugl, sem maður hefur séð í umræðunni, að Seðlabankinn geti leitt það mál án aðkomu stjórnmálanna. Það á eftir að koma þingmál frá Bjarna innan tíðar til þess að loka þessu máli,“ segir hún.Hræðast ekki kosningar Aðspurð segir hún flokkinn ekki hafa gert neina sérstaka kröfu til forsætisráðuneytisins. „Sjálfstæðisflokkurinn tekur heildarhagsmuni fram yfir annað. Engum treysti ég betur en mínum formanni til að klára verkefni sín í ráðuneytinu sem hann hefur borið hitann og þungann af. Við gerðum enga kröfu um forsætisráðuneytið.“ Þá segir hún flokkinn ekki hræðast kosningar. „Sjálfstæðisflokkurinn er auðvitað í hvað bestri aðstöðu til að ræsa út maskínu ef á þarf að halda. Þannig að það er ekki vegna þess að við hræðumst kosningar. Þetta er til þess að gefa okkur tíma til að klára þessi mikilvægu verkefni. Síðan komumst við til móts við þá kröfu eða ósk, sem fram hefur komið í kjölfarið á þessum atburðum öllum saman, að flýta kosningum,“ segir Ragnheiður Elín.Illugi GunnarssonVísir/Anton BrinkIllugi Gunnarsson, mennta og menningarmálaráðherra, segir flokksmenn almennt sátta. „Það var klappað fyrir Bjarna þegar hann stóð upp eftir þingflokksfund Sjálfstæðisflokksins,“ segir hann.Fjármálaráðuneytið sérstaklega mikilvægt Aðspurður hvort ekki hafi staðið til að Sjálfstæðisflokkurinn tæki við embætti forsætisráðuneytisins segist hann alltaf þeirrar skoðunar að flokkurinn eigi að vera í forystu. Hins vegar hafi verið lagt upp með það í upphafi samstarfs að Framsókn hefði forsætisráðuneytið, en Sjálfstæðisflokkurinn fjármála- og efnahagsráðuneytið. „Með fullri virðingu fyrir forsætisráðuneytinu, þá er fjármála- og efnahagsráðuneytið sérstaklega mikilvægt um þessar mundir. Bjarni er í lykilstöðu til þess að bæði leiða fram endanlega niðurstöðu í þessu gríðarlega mikla hagsmunamáli sem er afnám gjaldeyrishafta og eins að staða efnahagsmála haldi áfram að batna, það sé jafnvægi hér hjá þjóðinni. Ég held að það að Bjarni sé fjármála- og efnahagsráðherra sé mikilvægt,“ segir Illugi. Þá segir hann sinn flokk alltaf reiðubúinn til að ganga til kosninga. „Þessi ríkisstjórn, ríkisstjórn Sigmundar Davíðs og svo Sigurðar Inga Jóhannssonar, situr auðvitað meginþorra kjörtímabilsins, og þegar kemur að kosningum held ég að ríkisstjórnarmeirihlutinn muni geta sýnt það að það hafi verið mikill árangur og við getum gengið til kosninga í krafti þess árangurs.“
Alþingi Panama-skjölin Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Fleiri fréttir Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Sjá meira