Innlent

Fjórði dagur mótmæla

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá mótmælunum í gær.
Frá mótmælunum í gær. Vísir/Vilhelm
Búið er að boða til fjórðu mótmælanna á Austuvelli á fjórum dögum. Það er hópurinn Jæja sem stendur að mótmælunum en þegar þetta er skrifað hafa um 2.600 boðað komu sína.

Mótmælin byrjuðu á mánudaginn og samkvæmt lögreglu voru um tíu til fimmtán þúsund manns á Austurvelli. Mun það vera fjölmennustu mótmæli í sögu lýðveldisins. Mun færri komu saman á þriðjudaginn og um 2.500 mættu í gær.

Jæja hefur einnig boðað til mótmæla á laugardaginn, samkvæmt Facebooksíðu þeirra og hafa þegar um 500 boðað komu sína.


Tengdar fréttir

Deginum lýst sem leikhúsi fáránleikans

Ríkisstjórnin sprakk í gær í beinni útsendingu. Framsókn og sjálfstæðismenn ætla að reisa nýja á rústunum. Forseti Íslands niðurlægði Sigmund Davíð sem vildi vilyrði um þingrof. Sigmundur segir Ólaf Ragnar ljúga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×