Hreinsitækni fær tvo nýja götusópa Finnur Thorlacius skrifar 7. apríl 2016 09:19 Björn afhendir Lárusi sópana tvo. hreinsitækni Nýlega fékk Hreinsitækni, stærsta fyrirtæki landsins í gatna- og göngustígahreinsun, afhenta tvo nýja götusópa frá Krafti hf. Sóparnir sjálfir eru frá Bucher Municipal og eru byggðir á MAN vörubílagrindur af gerðinni 18.290 FL. Nýju sóparnir eru með þeim fullkomnustu sem völ er á enda er Bucher Municipal leiðandi fyrirtæki í heiminum, í framleiðslu á búnaði til að hreinsa og sópa götur og göngustíga. Sóparnir eru af gerðinni CityFant 6000 með 6,5 rúmmetra tunnu fyrir uppsogað efni og 1.900 lítra vatnstank og OptiFant 8000 með 8 rúmmetra tunnu fyrir uppsogað efni og 2.150 lítra vatnstank. Bílarnir eru knúnir af eigin 117 hestafla dísilvélum. Hreinsitækni hefur yfir að ráða 20 gatna- og stéttasópum af ýmsum stærðum og eru flestir þeirra af gerðinni Bucher. Það var Björn Erlingsson framkvæmdastjóri Krafts, sem afhenti Lárusi Jónssyni framkvæmdastjóra Hreinsitækni nýju sópana. Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent
Nýlega fékk Hreinsitækni, stærsta fyrirtæki landsins í gatna- og göngustígahreinsun, afhenta tvo nýja götusópa frá Krafti hf. Sóparnir sjálfir eru frá Bucher Municipal og eru byggðir á MAN vörubílagrindur af gerðinni 18.290 FL. Nýju sóparnir eru með þeim fullkomnustu sem völ er á enda er Bucher Municipal leiðandi fyrirtæki í heiminum, í framleiðslu á búnaði til að hreinsa og sópa götur og göngustíga. Sóparnir eru af gerðinni CityFant 6000 með 6,5 rúmmetra tunnu fyrir uppsogað efni og 1.900 lítra vatnstank og OptiFant 8000 með 8 rúmmetra tunnu fyrir uppsogað efni og 2.150 lítra vatnstank. Bílarnir eru knúnir af eigin 117 hestafla dísilvélum. Hreinsitækni hefur yfir að ráða 20 gatna- og stéttasópum af ýmsum stærðum og eru flestir þeirra af gerðinni Bucher. Það var Björn Erlingsson framkvæmdastjóri Krafts, sem afhenti Lárusi Jónssyni framkvæmdastjóra Hreinsitækni nýju sópana.
Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent