Innlent

Hljóðið á útsendingu Alþingis virkar ekki á þingfundi ársins

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Ráðherrar bíða eftir að Alþingi hefjist í dag.
Ráðherrar bíða eftir að Alþingi hefjist í dag. Vísir/Pjetur
Þingfundur átti að hefjast á slaginu 10.30 en fólk heima í stofu getur ekki fylgst með vegna þess að hljóðið virkar ekki sem skyldi. Þess í stað er hávært suð eins og heyra má í útsendingunni hér að neðan. 

Ekki fékkst samband við tæknideild til þess að athuga hvað væri að. Þegar Vísir hafði samband við Alþingi stóð til að reyna að ná sambandi við tæknideild.

Blaðamaður Vísis á staðnum segir að fundi hafi verið frestað til ellefu. 

Gera má ráð fyrir að þetta sé einn mikilvægasti þingfundur ársins en formenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks kynntu í gærkvöldi að ný ríkisstjórn tæki við störfum í dag.

Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar var fyrstur í pontu en ekki heyrðust orðaskil vegna skruðninga í útsendingu. 

Gert hefur verið fundarhlé. 

Uppfært

Þingfundur hófst klukkan 11 og er í beinni útsendingu hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×