Heimsýn orðin hornkerling í Framsóknarflokknum Jakob Bjarnar skrifar 7. apríl 2016 11:03 Engin vil ég hornkerling vera. Lilja er tekin fram fyrir Heimsýnarfólkið Vigdísi og Ásmund Einar. Ef reynt er að rýna í það hvaða sögn felst í nýrri ráðherraskipan, má segja að Evrópuandstæðingar hafi verið hornsettir meðan Lilja Dögg Alfreðsdóttir, yfirlýstur Evrópusinni, er nú orðin utanríkisráðherra. Utanríkisráðuneytið þykir eitt hið mikilvægasta og í gegnum tíðina hafa gjarnan valist í það formenn Stjórnmalaflokka, svo sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar og Halldór Ásgrímsson heitinn, þá formaður Framsóknarflokksins. Lilja Dögg Alfreðsdóttir sat í stjórn Evrópusamtakanna. Yfirlýst stefna Framsóknarflokksins, eftir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson tók þar við völdum, hefur hins vegar verið eindregin og hatrömm andstaða við aðild að Evrópusambandinu. Þar hafa farið fyrir flokki tveir virkir Heimsýnarmenn, þau Vigdís Hauksdóttir og Ásmundur Einar Daðason. Vigdís hefur lýst því yfir að hún sé afar ósátt við að enn hafi verið gengið fram hjá henni þegar ráðherralið Framsóknar er valið. „Engin vil ég hornkerling vera,“ segir í Njálu; bókinni sem guðfaðir Vigdísar í pólitíkinni, Guðni Ágústsson fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins kann utan bókar. Óvíst er hvernig honum hugnast þróun mála. Vigdís er ósátt og vitnar með merkingarþrungnum hætti í stjörnuspá Moggans á Facebooksíðu sinni: „Að gengisfella sjálfan sig er glæpur.“Forspár ÖssurHugsanlega eru menn að rýna of mikið í þetta, þó þarna megi vissulega greina þætti og það að visst óðagot einkennir atburðarrás undanfarinna daga. Hins vegar er það svo að Össur Skarphéðinsson þingmaður, þaulreyndur refur á sviði stjórnmálanna, sá þetta fyrir í Facebookfærslu sem hann birti fyrir hálfum sólarhring, áður en fyrir lá að Lilja yrði utanríkisráðherra og kallaði „Evrópusinnum bætist liðsauki“. Össur er einmitt, meðal annars, fyrrverandi utanríkisráðherra.Ef einhver kann að rýna í hin pólitísku spil, og fléttur á vettvangi stjórnmálanna, heitir sá maður Össur Skarphéðinsson.Vísir„Svo geta þeir sem spá í gang pólitískra himintungla velt fyrir sér hvort það boði breytta tíma að ný forysta Framsóknar skuli taka fyrrverandi forystukonu úr Evrópusamtökunum fram fyrir Ásmund Einar og Vigdísi Hauksdóttur - tvo fyrrverandi formenn Heimsýnar.“Lífsvon Gunnars BragaEn, Össur bendir á aðrar skýringar á því á því að mál æxluðust með þessum hætti, þó ekki skýri það hvers vegna gengið er fram hjá Vigdísi og Ásmundi Einari, en Gunnar Bragi er nú orðinn Landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra. Þetta er mikilvægt embætti nú þegar til stendur, meðal annars, að fullljúka búvörusamningi og hafa fingur á ýmsum einkavæðingaráformum. „Gunnar Bragi Sveinsson eygir lífsvon í kjördæminu eftir þriggja ára fjarveru í útlöndum með því að krónprins flokksins, Ásmundi Einari Daðasyni, þingflokksformanni, var að þessu sinni haldið utan ríkisstjórnar. Fyrir Gunnar Braga væri vitlegast í stöðunni að sækjast eftir atvinnumálaráðuneytinu, gefa Lilju eftir utanríkisráðuneytið, og nota síðustu mánuðina til að styrkja stöðu sína heima fyrir gagnvart Ásmundi Einari.“Evrópusinnum bætist liðsaukiÞað er söguleg kaldhæðni að síðasta verk Sigmundar Davíðs áður en örlögin feykja honum úr...Posted by Össur Skarphéðinsson on 6. apríl 2016 Panama-skjölin Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Fleiri fréttir Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Sjá meira
Ef reynt er að rýna í það hvaða sögn felst í nýrri ráðherraskipan, má segja að Evrópuandstæðingar hafi verið hornsettir meðan Lilja Dögg Alfreðsdóttir, yfirlýstur Evrópusinni, er nú orðin utanríkisráðherra. Utanríkisráðuneytið þykir eitt hið mikilvægasta og í gegnum tíðina hafa gjarnan valist í það formenn Stjórnmalaflokka, svo sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar og Halldór Ásgrímsson heitinn, þá formaður Framsóknarflokksins. Lilja Dögg Alfreðsdóttir sat í stjórn Evrópusamtakanna. Yfirlýst stefna Framsóknarflokksins, eftir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson tók þar við völdum, hefur hins vegar verið eindregin og hatrömm andstaða við aðild að Evrópusambandinu. Þar hafa farið fyrir flokki tveir virkir Heimsýnarmenn, þau Vigdís Hauksdóttir og Ásmundur Einar Daðason. Vigdís hefur lýst því yfir að hún sé afar ósátt við að enn hafi verið gengið fram hjá henni þegar ráðherralið Framsóknar er valið. „Engin vil ég hornkerling vera,“ segir í Njálu; bókinni sem guðfaðir Vigdísar í pólitíkinni, Guðni Ágústsson fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins kann utan bókar. Óvíst er hvernig honum hugnast þróun mála. Vigdís er ósátt og vitnar með merkingarþrungnum hætti í stjörnuspá Moggans á Facebooksíðu sinni: „Að gengisfella sjálfan sig er glæpur.“Forspár ÖssurHugsanlega eru menn að rýna of mikið í þetta, þó þarna megi vissulega greina þætti og það að visst óðagot einkennir atburðarrás undanfarinna daga. Hins vegar er það svo að Össur Skarphéðinsson þingmaður, þaulreyndur refur á sviði stjórnmálanna, sá þetta fyrir í Facebookfærslu sem hann birti fyrir hálfum sólarhring, áður en fyrir lá að Lilja yrði utanríkisráðherra og kallaði „Evrópusinnum bætist liðsauki“. Össur er einmitt, meðal annars, fyrrverandi utanríkisráðherra.Ef einhver kann að rýna í hin pólitísku spil, og fléttur á vettvangi stjórnmálanna, heitir sá maður Össur Skarphéðinsson.Vísir„Svo geta þeir sem spá í gang pólitískra himintungla velt fyrir sér hvort það boði breytta tíma að ný forysta Framsóknar skuli taka fyrrverandi forystukonu úr Evrópusamtökunum fram fyrir Ásmund Einar og Vigdísi Hauksdóttur - tvo fyrrverandi formenn Heimsýnar.“Lífsvon Gunnars BragaEn, Össur bendir á aðrar skýringar á því á því að mál æxluðust með þessum hætti, þó ekki skýri það hvers vegna gengið er fram hjá Vigdísi og Ásmundi Einari, en Gunnar Bragi er nú orðinn Landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra. Þetta er mikilvægt embætti nú þegar til stendur, meðal annars, að fullljúka búvörusamningi og hafa fingur á ýmsum einkavæðingaráformum. „Gunnar Bragi Sveinsson eygir lífsvon í kjördæminu eftir þriggja ára fjarveru í útlöndum með því að krónprins flokksins, Ásmundi Einari Daðasyni, þingflokksformanni, var að þessu sinni haldið utan ríkisstjórnar. Fyrir Gunnar Braga væri vitlegast í stöðunni að sækjast eftir atvinnumálaráðuneytinu, gefa Lilju eftir utanríkisráðuneytið, og nota síðustu mánuðina til að styrkja stöðu sína heima fyrir gagnvart Ásmundi Einari.“Evrópusinnum bætist liðsaukiÞað er söguleg kaldhæðni að síðasta verk Sigmundar Davíðs áður en örlögin feykja honum úr...Posted by Össur Skarphéðinsson on 6. apríl 2016
Panama-skjölin Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Fleiri fréttir Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Sjá meira