Segir Bjarna hafa verið gangandi hagsmunaárekstur og hvetur til afsagnar Bjarki Ármannsson skrifar 7. apríl 2016 11:58 Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna, segir Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins, ekki njóta trausts og að eðlilegt væri að hann segi af sér og hleypi öðrum að. vísir/daníel Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna, segir Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins, ekki njóta trausts og að eðlilegt væri að hann segi af sér og hleypi öðrum að. Þetta kom fram í máli þingmanna í óundirbúnum fyrirspurnartíma sem nú stendur yfir á Alþingi. Svandís benti á að Bjarni var stórtækur í íslensku viðskiptalífi fyrstu ár hans á þingi og kallaði hann í vissum skilningi „gangandi hagsmunaárekstur.“ Þá hafi hann játað að hafa staðið í tugmilljóna króna viðskiptum í gegnum félög í skattaskjólum og spurði Svandís hvort hann ætli að fylgja fordæmi flokksbróðurs síns, Júlíus Vífils Ingvarssonar, og segja af sér vegna viðskiptatengsla sinna. „Það eru stór orð höfð hér uppi,“ sagði Bjarni. Hann sagði þátttöku hans í viðskiptalífinu fyrir hrun ekki hafa verið neitt leyndarmál og þingmenn hafi getað haft skoðun á því. „Ég ætla ekki að lúta gildismati háttvirts þingmanns, sem setur sig á háan stall og fellir dóma um annað fólk, heldur ætla ég að lúta gildismati kjósenda og stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins.“ „Illa er fyrir ráðherranum komið ef hann telur sig ekki þurfa að standa skil á sínum gjörðum gagnvart neinum nema Sjálfstæðismönnum,“ sagði Svandís þá. „Hann hefur talað hér áður um að það séu mikilvæg verkefni framundan. Sá sem stendur að þeim verkefnum þarf að njóta trausts. Það gerir ráðherra ekki, svo einfalt er það.“ „Það hefur einkennt þingmenn eins og þann sem nú tekur til máls, þeir þrífast best í upplausn og umróti,“ sagði Bjarni. „Ég skora á háttvirtan þingmann að leggja bara fram vantrauststillögu, þá getum við tekið hana bara hér samkvæmt lögum og reglum.“ Hann spurði hvort Svandís gæti ekki bara beðið til morguns og lagt fram slíka tillögu þá. Það væri rétti farvegurinn fyrir málið. Alþingi Panama-skjölin Tengdar fréttir Katrín baðst afsökunar á að hafa kallað Sigurð Inga forsætisráðherra Spurði hvort ráðherrann ætli að verja "heimsmet“ Íslendinga í skattaskjólum. 7. apríl 2016 11:41 Bjarni: Hægt að nýta kastljós umheimsins til að koma á framfæri réttum skilaboðum Fjármálaráðherra tók sem dæmi neikvæða athygli sem Ísland fékk þegar eldraskanir urðu í Eyjafjallajökli. 7. apríl 2016 11:45 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna, segir Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins, ekki njóta trausts og að eðlilegt væri að hann segi af sér og hleypi öðrum að. Þetta kom fram í máli þingmanna í óundirbúnum fyrirspurnartíma sem nú stendur yfir á Alþingi. Svandís benti á að Bjarni var stórtækur í íslensku viðskiptalífi fyrstu ár hans á þingi og kallaði hann í vissum skilningi „gangandi hagsmunaárekstur.“ Þá hafi hann játað að hafa staðið í tugmilljóna króna viðskiptum í gegnum félög í skattaskjólum og spurði Svandís hvort hann ætli að fylgja fordæmi flokksbróðurs síns, Júlíus Vífils Ingvarssonar, og segja af sér vegna viðskiptatengsla sinna. „Það eru stór orð höfð hér uppi,“ sagði Bjarni. Hann sagði þátttöku hans í viðskiptalífinu fyrir hrun ekki hafa verið neitt leyndarmál og þingmenn hafi getað haft skoðun á því. „Ég ætla ekki að lúta gildismati háttvirts þingmanns, sem setur sig á háan stall og fellir dóma um annað fólk, heldur ætla ég að lúta gildismati kjósenda og stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins.“ „Illa er fyrir ráðherranum komið ef hann telur sig ekki þurfa að standa skil á sínum gjörðum gagnvart neinum nema Sjálfstæðismönnum,“ sagði Svandís þá. „Hann hefur talað hér áður um að það séu mikilvæg verkefni framundan. Sá sem stendur að þeim verkefnum þarf að njóta trausts. Það gerir ráðherra ekki, svo einfalt er það.“ „Það hefur einkennt þingmenn eins og þann sem nú tekur til máls, þeir þrífast best í upplausn og umróti,“ sagði Bjarni. „Ég skora á háttvirtan þingmann að leggja bara fram vantrauststillögu, þá getum við tekið hana bara hér samkvæmt lögum og reglum.“ Hann spurði hvort Svandís gæti ekki bara beðið til morguns og lagt fram slíka tillögu þá. Það væri rétti farvegurinn fyrir málið.
Alþingi Panama-skjölin Tengdar fréttir Katrín baðst afsökunar á að hafa kallað Sigurð Inga forsætisráðherra Spurði hvort ráðherrann ætli að verja "heimsmet“ Íslendinga í skattaskjólum. 7. apríl 2016 11:41 Bjarni: Hægt að nýta kastljós umheimsins til að koma á framfæri réttum skilaboðum Fjármálaráðherra tók sem dæmi neikvæða athygli sem Ísland fékk þegar eldraskanir urðu í Eyjafjallajökli. 7. apríl 2016 11:45 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Sjá meira
Katrín baðst afsökunar á að hafa kallað Sigurð Inga forsætisráðherra Spurði hvort ráðherrann ætli að verja "heimsmet“ Íslendinga í skattaskjólum. 7. apríl 2016 11:41
Bjarni: Hægt að nýta kastljós umheimsins til að koma á framfæri réttum skilaboðum Fjármálaráðherra tók sem dæmi neikvæða athygli sem Ísland fékk þegar eldraskanir urðu í Eyjafjallajökli. 7. apríl 2016 11:45