Steingrímur óð í stjórnarflokkana: „Nú á forsætisráðherra loksins heimsmet“ Bjarki Ármannsson skrifar 7. apríl 2016 12:33 "Mér finnst hæstvirtur ráðherra brattur að tala um tækifæri, að minnsta kosti hvað varðar landkynninguna, svona í bili,“ sagði Steingrímur á þingi í dag. vísir/stefán Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, gagnrýndi harðlega störf sitjandi ríkisstjórnar í skattamálum og sagði þjóðina blæða fyrir hugmyndafræði Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segist ætla að hlusta á óskir um lagabreytingar í kjölfar Panama-lekans. Þetta kom fram í máli þingmannanna í óundirbúnum fyrirspurnartíma sem nú stendur yfir á Alþingi. Steingrímur sagði meðal annars stjórnarflokkana tvo hafa vanrækt að færa siðareglur í lög í mörg ár og spurði hvernig ætti að bregðast við til að lágmarka skaðann sem Ísland hefði orðið fyrir vegna umræðu síðustu daga. „Ég er þeirrar skoðunar að þetta mál í heild sinni geti leitt til mikilla framfara og við eigum að nýta þessar upplýsingar,“ sagði Bjarni í svari sínu. Hann sagðist munu hlusta á óskir stofnana og sérfræðinga hér á landi um lagabreytingar og frekari fjárhagslegan stuðning við rannsóknir á skattaundanskotum. Þá vísaði hann til árangurs og skuldbindinga Íslands á alþjóðavettvangi í þeim efnum. Skemmst er frá því að segja að þetta svar virtist ekki falla Steingrími í geð. „Mér finnst hæstvirtur ráðherra brattur að tala um tækifæri, að minnsta kosti hvað varðar landkynninguna, svona í bili,“ sagði hann. „Er ekki veruleikinn sá að nú eru loksins komin heimsmetin sem hæstvirtur fráfarandi forsætisráðherra var alltaf að stæra sig af. Nú á hann loksins heimsmet! Með þrjá ráðherra í sinni ríkisstjórn sem eru í Panamaskjölunum, nokkra borgarfulltrúa í viðbót og 600 landsmenn sína. Þetta er allt saman í boði sömu flokka! Þetta er í boði grundvallarhugmyndafræði Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins! Allt saman. Það er fortíðin frá nýfrjálshyggjutímanum sem er að elta þessa flokka uppi en því miður er það þjóðin sem blæðir.“ Bjarni sagðist í svari sínu ekkert um ræðu Steingríms að segja þar sem engum spurningum var beint til hans. Benti hann á að Steingrímur virtist ávarpa auðan stól Sigmundar Davíðs frekar en Bjarna. Alþingi Panama-skjölin Tengdar fréttir Katrín baðst afsökunar á að hafa kallað Sigurð Inga forsætisráðherra Spurði hvort ráðherrann ætli að verja "heimsmet“ Íslendinga í skattaskjólum. 7. apríl 2016 11:41 Segir Bjarna hafa verið gangandi hagsmunaárekstur og hvetur til afsagnar Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna, segir eðlilegt að fjármálaráðherra stígi til hliðar. 7. apríl 2016 11:58 Bjarni: Hægt að nýta kastljós umheimsins til að koma á framfæri réttum skilaboðum Fjármálaráðherra tók sem dæmi neikvæða athygli sem Ísland fékk þegar eldraskanir urðu í Eyjafjallajökli. 7. apríl 2016 11:45 Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Innlent Fleiri fréttir „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, gagnrýndi harðlega störf sitjandi ríkisstjórnar í skattamálum og sagði þjóðina blæða fyrir hugmyndafræði Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segist ætla að hlusta á óskir um lagabreytingar í kjölfar Panama-lekans. Þetta kom fram í máli þingmannanna í óundirbúnum fyrirspurnartíma sem nú stendur yfir á Alþingi. Steingrímur sagði meðal annars stjórnarflokkana tvo hafa vanrækt að færa siðareglur í lög í mörg ár og spurði hvernig ætti að bregðast við til að lágmarka skaðann sem Ísland hefði orðið fyrir vegna umræðu síðustu daga. „Ég er þeirrar skoðunar að þetta mál í heild sinni geti leitt til mikilla framfara og við eigum að nýta þessar upplýsingar,“ sagði Bjarni í svari sínu. Hann sagðist munu hlusta á óskir stofnana og sérfræðinga hér á landi um lagabreytingar og frekari fjárhagslegan stuðning við rannsóknir á skattaundanskotum. Þá vísaði hann til árangurs og skuldbindinga Íslands á alþjóðavettvangi í þeim efnum. Skemmst er frá því að segja að þetta svar virtist ekki falla Steingrími í geð. „Mér finnst hæstvirtur ráðherra brattur að tala um tækifæri, að minnsta kosti hvað varðar landkynninguna, svona í bili,“ sagði hann. „Er ekki veruleikinn sá að nú eru loksins komin heimsmetin sem hæstvirtur fráfarandi forsætisráðherra var alltaf að stæra sig af. Nú á hann loksins heimsmet! Með þrjá ráðherra í sinni ríkisstjórn sem eru í Panamaskjölunum, nokkra borgarfulltrúa í viðbót og 600 landsmenn sína. Þetta er allt saman í boði sömu flokka! Þetta er í boði grundvallarhugmyndafræði Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins! Allt saman. Það er fortíðin frá nýfrjálshyggjutímanum sem er að elta þessa flokka uppi en því miður er það þjóðin sem blæðir.“ Bjarni sagðist í svari sínu ekkert um ræðu Steingríms að segja þar sem engum spurningum var beint til hans. Benti hann á að Steingrímur virtist ávarpa auðan stól Sigmundar Davíðs frekar en Bjarna.
Alþingi Panama-skjölin Tengdar fréttir Katrín baðst afsökunar á að hafa kallað Sigurð Inga forsætisráðherra Spurði hvort ráðherrann ætli að verja "heimsmet“ Íslendinga í skattaskjólum. 7. apríl 2016 11:41 Segir Bjarna hafa verið gangandi hagsmunaárekstur og hvetur til afsagnar Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna, segir eðlilegt að fjármálaráðherra stígi til hliðar. 7. apríl 2016 11:58 Bjarni: Hægt að nýta kastljós umheimsins til að koma á framfæri réttum skilaboðum Fjármálaráðherra tók sem dæmi neikvæða athygli sem Ísland fékk þegar eldraskanir urðu í Eyjafjallajökli. 7. apríl 2016 11:45 Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Innlent Fleiri fréttir „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Sjá meira
Katrín baðst afsökunar á að hafa kallað Sigurð Inga forsætisráðherra Spurði hvort ráðherrann ætli að verja "heimsmet“ Íslendinga í skattaskjólum. 7. apríl 2016 11:41
Segir Bjarna hafa verið gangandi hagsmunaárekstur og hvetur til afsagnar Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna, segir eðlilegt að fjármálaráðherra stígi til hliðar. 7. apríl 2016 11:58
Bjarni: Hægt að nýta kastljós umheimsins til að koma á framfæri réttum skilaboðum Fjármálaráðherra tók sem dæmi neikvæða athygli sem Ísland fékk þegar eldraskanir urðu í Eyjafjallajökli. 7. apríl 2016 11:45
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum