Steingrímur óð í stjórnarflokkana: „Nú á forsætisráðherra loksins heimsmet“ Bjarki Ármannsson skrifar 7. apríl 2016 12:33 "Mér finnst hæstvirtur ráðherra brattur að tala um tækifæri, að minnsta kosti hvað varðar landkynninguna, svona í bili,“ sagði Steingrímur á þingi í dag. vísir/stefán Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, gagnrýndi harðlega störf sitjandi ríkisstjórnar í skattamálum og sagði þjóðina blæða fyrir hugmyndafræði Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segist ætla að hlusta á óskir um lagabreytingar í kjölfar Panama-lekans. Þetta kom fram í máli þingmannanna í óundirbúnum fyrirspurnartíma sem nú stendur yfir á Alþingi. Steingrímur sagði meðal annars stjórnarflokkana tvo hafa vanrækt að færa siðareglur í lög í mörg ár og spurði hvernig ætti að bregðast við til að lágmarka skaðann sem Ísland hefði orðið fyrir vegna umræðu síðustu daga. „Ég er þeirrar skoðunar að þetta mál í heild sinni geti leitt til mikilla framfara og við eigum að nýta þessar upplýsingar,“ sagði Bjarni í svari sínu. Hann sagðist munu hlusta á óskir stofnana og sérfræðinga hér á landi um lagabreytingar og frekari fjárhagslegan stuðning við rannsóknir á skattaundanskotum. Þá vísaði hann til árangurs og skuldbindinga Íslands á alþjóðavettvangi í þeim efnum. Skemmst er frá því að segja að þetta svar virtist ekki falla Steingrími í geð. „Mér finnst hæstvirtur ráðherra brattur að tala um tækifæri, að minnsta kosti hvað varðar landkynninguna, svona í bili,“ sagði hann. „Er ekki veruleikinn sá að nú eru loksins komin heimsmetin sem hæstvirtur fráfarandi forsætisráðherra var alltaf að stæra sig af. Nú á hann loksins heimsmet! Með þrjá ráðherra í sinni ríkisstjórn sem eru í Panamaskjölunum, nokkra borgarfulltrúa í viðbót og 600 landsmenn sína. Þetta er allt saman í boði sömu flokka! Þetta er í boði grundvallarhugmyndafræði Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins! Allt saman. Það er fortíðin frá nýfrjálshyggjutímanum sem er að elta þessa flokka uppi en því miður er það þjóðin sem blæðir.“ Bjarni sagðist í svari sínu ekkert um ræðu Steingríms að segja þar sem engum spurningum var beint til hans. Benti hann á að Steingrímur virtist ávarpa auðan stól Sigmundar Davíðs frekar en Bjarna. Alþingi Panama-skjölin Tengdar fréttir Katrín baðst afsökunar á að hafa kallað Sigurð Inga forsætisráðherra Spurði hvort ráðherrann ætli að verja "heimsmet“ Íslendinga í skattaskjólum. 7. apríl 2016 11:41 Segir Bjarna hafa verið gangandi hagsmunaárekstur og hvetur til afsagnar Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna, segir eðlilegt að fjármálaráðherra stígi til hliðar. 7. apríl 2016 11:58 Bjarni: Hægt að nýta kastljós umheimsins til að koma á framfæri réttum skilaboðum Fjármálaráðherra tók sem dæmi neikvæða athygli sem Ísland fékk þegar eldraskanir urðu í Eyjafjallajökli. 7. apríl 2016 11:45 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, gagnrýndi harðlega störf sitjandi ríkisstjórnar í skattamálum og sagði þjóðina blæða fyrir hugmyndafræði Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segist ætla að hlusta á óskir um lagabreytingar í kjölfar Panama-lekans. Þetta kom fram í máli þingmannanna í óundirbúnum fyrirspurnartíma sem nú stendur yfir á Alþingi. Steingrímur sagði meðal annars stjórnarflokkana tvo hafa vanrækt að færa siðareglur í lög í mörg ár og spurði hvernig ætti að bregðast við til að lágmarka skaðann sem Ísland hefði orðið fyrir vegna umræðu síðustu daga. „Ég er þeirrar skoðunar að þetta mál í heild sinni geti leitt til mikilla framfara og við eigum að nýta þessar upplýsingar,“ sagði Bjarni í svari sínu. Hann sagðist munu hlusta á óskir stofnana og sérfræðinga hér á landi um lagabreytingar og frekari fjárhagslegan stuðning við rannsóknir á skattaundanskotum. Þá vísaði hann til árangurs og skuldbindinga Íslands á alþjóðavettvangi í þeim efnum. Skemmst er frá því að segja að þetta svar virtist ekki falla Steingrími í geð. „Mér finnst hæstvirtur ráðherra brattur að tala um tækifæri, að minnsta kosti hvað varðar landkynninguna, svona í bili,“ sagði hann. „Er ekki veruleikinn sá að nú eru loksins komin heimsmetin sem hæstvirtur fráfarandi forsætisráðherra var alltaf að stæra sig af. Nú á hann loksins heimsmet! Með þrjá ráðherra í sinni ríkisstjórn sem eru í Panamaskjölunum, nokkra borgarfulltrúa í viðbót og 600 landsmenn sína. Þetta er allt saman í boði sömu flokka! Þetta er í boði grundvallarhugmyndafræði Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins! Allt saman. Það er fortíðin frá nýfrjálshyggjutímanum sem er að elta þessa flokka uppi en því miður er það þjóðin sem blæðir.“ Bjarni sagðist í svari sínu ekkert um ræðu Steingríms að segja þar sem engum spurningum var beint til hans. Benti hann á að Steingrímur virtist ávarpa auðan stól Sigmundar Davíðs frekar en Bjarna.
Alþingi Panama-skjölin Tengdar fréttir Katrín baðst afsökunar á að hafa kallað Sigurð Inga forsætisráðherra Spurði hvort ráðherrann ætli að verja "heimsmet“ Íslendinga í skattaskjólum. 7. apríl 2016 11:41 Segir Bjarna hafa verið gangandi hagsmunaárekstur og hvetur til afsagnar Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna, segir eðlilegt að fjármálaráðherra stígi til hliðar. 7. apríl 2016 11:58 Bjarni: Hægt að nýta kastljós umheimsins til að koma á framfæri réttum skilaboðum Fjármálaráðherra tók sem dæmi neikvæða athygli sem Ísland fékk þegar eldraskanir urðu í Eyjafjallajökli. 7. apríl 2016 11:45 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
Katrín baðst afsökunar á að hafa kallað Sigurð Inga forsætisráðherra Spurði hvort ráðherrann ætli að verja "heimsmet“ Íslendinga í skattaskjólum. 7. apríl 2016 11:41
Segir Bjarna hafa verið gangandi hagsmunaárekstur og hvetur til afsagnar Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna, segir eðlilegt að fjármálaráðherra stígi til hliðar. 7. apríl 2016 11:58
Bjarni: Hægt að nýta kastljós umheimsins til að koma á framfæri réttum skilaboðum Fjármálaráðherra tók sem dæmi neikvæða athygli sem Ísland fékk þegar eldraskanir urðu í Eyjafjallajökli. 7. apríl 2016 11:45