Nöfn Íslendinga birtust fyrir mistök í sjónvarpi Ingvar Haraldsson skrifar 8. apríl 2016 07:00 Finnur Ingólfsson, fyrrverandi ráðherra. Listi með nöfnum Íslendinga birtist, að því er virðist, fyrir mistök í örskotsstund í fréttaskýringaþættinum Uppdrag Granskning í sænska ríkissjónvarpinu á miðvikudag. Þátturinn fjallaði um í Panama-skjölin svokölluðu. Um er að ræða minnispunkta sem Jóhannes Kr. Kristjánsson, ritstjóri Reykjavik Media, hafði útbúið. DV greindi fyrst frá listanum. Ekki er víst að öll nöfnin sem voru á listanum séu í Panama-skjölunum, að sögn Aðalsteins Kjartanssonar, blaðamanns Reykjavik Media. Meðal annars birtust nöfn Finns Ingólfssonar, fyrrverandi ráðherra, Róberts Wessman, forstjóra Alvogen, Eggerts Skúlasonar, ritstjóra DV, viðskiptamannsins Boga Pálssonar, Lofts Jóhannessonar, sem starfaði sem vopnasali, Sindra Sindrasonar, fyrrverandi stjórnarformanns Eimskips, og Sigþórs Sigmarssonar, stjórnarmanns í Novator.Róbert Wessman, forstjóri Alvogen.rightFinnur átti félagið Adair með Helga S. Guðmundssyni, fyrrverandi formanni bankaráðs Landsbankans. Finnur segir fjárfestingar félagsins hafa verið sáralitlar en engu að síður haft í för með sér talsvert tap fyrir þá Helga. Það tap hafi verið gert upp við Landsbankann árið 2010 og félaginu í kjölfarið lokað. „Félagið var vistað í Landsbankanum í Lúxemborg og öll okkar samskipti út af félaginu voru við hann,“ sagði Finnur við Vísi í gær. Í svari Halldórs Kristmannssonar, talsmanns Alvogen, segir að félag Róberts Wessman, Aceway, hafi verið skráð í Panama og haldið utan um eignarhlut Róberts í Actavis. Uppsetning félagsins hafi verið samkvæmt ráðgjöf Landsbankans. „Actavis var á þessum tíma skráð í Kauphöll Íslands og eign Róberts í gegnum áðurnefnt félag því ávallt opinber í tilkynningum til Kauphallar. Til skoðunar var á þessum tíma að skrá Actavis í erlenda kauphöll og var því talið heppilegast að Aceway væri sett upp með þessum hætti,“ segir í svari Halldórs. Róbert hafi ávallt tilkynnt eign sína í félaginu til íslenskra skattayfirvalda. Þá hafi tekjur félagsins verið skattlagðar sem launatekjur hans en ekki sem fjármagnstekjur hér á landi. Eggert, ritstjóri DV, sagði í samtali við blaðamann DV, að hann hefði opinberað þetta í yfirlýsingu í fyrra. „Það vekur hins vegar athygli mína að í þessu skjali er ég tengdur við félag sem ég átti ekki. Það vekur upp spurningar. Ég greiddi skatta og skyldur af tekjum og málið hefur verið fullrannsakað af þar til bærum yfirvöldum,“ sagði Eggert í DV. Í yfirlýsingu í Eggerts í fyrra var ekki tilgreint hvort félagið væri skráð í skattaskjóli heldur talað um félög erlendis.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 8. Apríl Panama-skjölin Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira
Listi með nöfnum Íslendinga birtist, að því er virðist, fyrir mistök í örskotsstund í fréttaskýringaþættinum Uppdrag Granskning í sænska ríkissjónvarpinu á miðvikudag. Þátturinn fjallaði um í Panama-skjölin svokölluðu. Um er að ræða minnispunkta sem Jóhannes Kr. Kristjánsson, ritstjóri Reykjavik Media, hafði útbúið. DV greindi fyrst frá listanum. Ekki er víst að öll nöfnin sem voru á listanum séu í Panama-skjölunum, að sögn Aðalsteins Kjartanssonar, blaðamanns Reykjavik Media. Meðal annars birtust nöfn Finns Ingólfssonar, fyrrverandi ráðherra, Róberts Wessman, forstjóra Alvogen, Eggerts Skúlasonar, ritstjóra DV, viðskiptamannsins Boga Pálssonar, Lofts Jóhannessonar, sem starfaði sem vopnasali, Sindra Sindrasonar, fyrrverandi stjórnarformanns Eimskips, og Sigþórs Sigmarssonar, stjórnarmanns í Novator.Róbert Wessman, forstjóri Alvogen.rightFinnur átti félagið Adair með Helga S. Guðmundssyni, fyrrverandi formanni bankaráðs Landsbankans. Finnur segir fjárfestingar félagsins hafa verið sáralitlar en engu að síður haft í för með sér talsvert tap fyrir þá Helga. Það tap hafi verið gert upp við Landsbankann árið 2010 og félaginu í kjölfarið lokað. „Félagið var vistað í Landsbankanum í Lúxemborg og öll okkar samskipti út af félaginu voru við hann,“ sagði Finnur við Vísi í gær. Í svari Halldórs Kristmannssonar, talsmanns Alvogen, segir að félag Róberts Wessman, Aceway, hafi verið skráð í Panama og haldið utan um eignarhlut Róberts í Actavis. Uppsetning félagsins hafi verið samkvæmt ráðgjöf Landsbankans. „Actavis var á þessum tíma skráð í Kauphöll Íslands og eign Róberts í gegnum áðurnefnt félag því ávallt opinber í tilkynningum til Kauphallar. Til skoðunar var á þessum tíma að skrá Actavis í erlenda kauphöll og var því talið heppilegast að Aceway væri sett upp með þessum hætti,“ segir í svari Halldórs. Róbert hafi ávallt tilkynnt eign sína í félaginu til íslenskra skattayfirvalda. Þá hafi tekjur félagsins verið skattlagðar sem launatekjur hans en ekki sem fjármagnstekjur hér á landi. Eggert, ritstjóri DV, sagði í samtali við blaðamann DV, að hann hefði opinberað þetta í yfirlýsingu í fyrra. „Það vekur hins vegar athygli mína að í þessu skjali er ég tengdur við félag sem ég átti ekki. Það vekur upp spurningar. Ég greiddi skatta og skyldur af tekjum og málið hefur verið fullrannsakað af þar til bærum yfirvöldum,“ sagði Eggert í DV. Í yfirlýsingu í Eggerts í fyrra var ekki tilgreint hvort félagið væri skráð í skattaskjóli heldur talað um félög erlendis.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 8. Apríl
Panama-skjölin Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira