Nöfn Íslendinga birtust fyrir mistök í sjónvarpi Ingvar Haraldsson skrifar 8. apríl 2016 07:00 Finnur Ingólfsson, fyrrverandi ráðherra. Listi með nöfnum Íslendinga birtist, að því er virðist, fyrir mistök í örskotsstund í fréttaskýringaþættinum Uppdrag Granskning í sænska ríkissjónvarpinu á miðvikudag. Þátturinn fjallaði um í Panama-skjölin svokölluðu. Um er að ræða minnispunkta sem Jóhannes Kr. Kristjánsson, ritstjóri Reykjavik Media, hafði útbúið. DV greindi fyrst frá listanum. Ekki er víst að öll nöfnin sem voru á listanum séu í Panama-skjölunum, að sögn Aðalsteins Kjartanssonar, blaðamanns Reykjavik Media. Meðal annars birtust nöfn Finns Ingólfssonar, fyrrverandi ráðherra, Róberts Wessman, forstjóra Alvogen, Eggerts Skúlasonar, ritstjóra DV, viðskiptamannsins Boga Pálssonar, Lofts Jóhannessonar, sem starfaði sem vopnasali, Sindra Sindrasonar, fyrrverandi stjórnarformanns Eimskips, og Sigþórs Sigmarssonar, stjórnarmanns í Novator.Róbert Wessman, forstjóri Alvogen.rightFinnur átti félagið Adair með Helga S. Guðmundssyni, fyrrverandi formanni bankaráðs Landsbankans. Finnur segir fjárfestingar félagsins hafa verið sáralitlar en engu að síður haft í för með sér talsvert tap fyrir þá Helga. Það tap hafi verið gert upp við Landsbankann árið 2010 og félaginu í kjölfarið lokað. „Félagið var vistað í Landsbankanum í Lúxemborg og öll okkar samskipti út af félaginu voru við hann,“ sagði Finnur við Vísi í gær. Í svari Halldórs Kristmannssonar, talsmanns Alvogen, segir að félag Róberts Wessman, Aceway, hafi verið skráð í Panama og haldið utan um eignarhlut Róberts í Actavis. Uppsetning félagsins hafi verið samkvæmt ráðgjöf Landsbankans. „Actavis var á þessum tíma skráð í Kauphöll Íslands og eign Róberts í gegnum áðurnefnt félag því ávallt opinber í tilkynningum til Kauphallar. Til skoðunar var á þessum tíma að skrá Actavis í erlenda kauphöll og var því talið heppilegast að Aceway væri sett upp með þessum hætti,“ segir í svari Halldórs. Róbert hafi ávallt tilkynnt eign sína í félaginu til íslenskra skattayfirvalda. Þá hafi tekjur félagsins verið skattlagðar sem launatekjur hans en ekki sem fjármagnstekjur hér á landi. Eggert, ritstjóri DV, sagði í samtali við blaðamann DV, að hann hefði opinberað þetta í yfirlýsingu í fyrra. „Það vekur hins vegar athygli mína að í þessu skjali er ég tengdur við félag sem ég átti ekki. Það vekur upp spurningar. Ég greiddi skatta og skyldur af tekjum og málið hefur verið fullrannsakað af þar til bærum yfirvöldum,“ sagði Eggert í DV. Í yfirlýsingu í Eggerts í fyrra var ekki tilgreint hvort félagið væri skráð í skattaskjóli heldur talað um félög erlendis.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 8. Apríl Panama-skjölin Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Listi með nöfnum Íslendinga birtist, að því er virðist, fyrir mistök í örskotsstund í fréttaskýringaþættinum Uppdrag Granskning í sænska ríkissjónvarpinu á miðvikudag. Þátturinn fjallaði um í Panama-skjölin svokölluðu. Um er að ræða minnispunkta sem Jóhannes Kr. Kristjánsson, ritstjóri Reykjavik Media, hafði útbúið. DV greindi fyrst frá listanum. Ekki er víst að öll nöfnin sem voru á listanum séu í Panama-skjölunum, að sögn Aðalsteins Kjartanssonar, blaðamanns Reykjavik Media. Meðal annars birtust nöfn Finns Ingólfssonar, fyrrverandi ráðherra, Róberts Wessman, forstjóra Alvogen, Eggerts Skúlasonar, ritstjóra DV, viðskiptamannsins Boga Pálssonar, Lofts Jóhannessonar, sem starfaði sem vopnasali, Sindra Sindrasonar, fyrrverandi stjórnarformanns Eimskips, og Sigþórs Sigmarssonar, stjórnarmanns í Novator.Róbert Wessman, forstjóri Alvogen.rightFinnur átti félagið Adair með Helga S. Guðmundssyni, fyrrverandi formanni bankaráðs Landsbankans. Finnur segir fjárfestingar félagsins hafa verið sáralitlar en engu að síður haft í för með sér talsvert tap fyrir þá Helga. Það tap hafi verið gert upp við Landsbankann árið 2010 og félaginu í kjölfarið lokað. „Félagið var vistað í Landsbankanum í Lúxemborg og öll okkar samskipti út af félaginu voru við hann,“ sagði Finnur við Vísi í gær. Í svari Halldórs Kristmannssonar, talsmanns Alvogen, segir að félag Róberts Wessman, Aceway, hafi verið skráð í Panama og haldið utan um eignarhlut Róberts í Actavis. Uppsetning félagsins hafi verið samkvæmt ráðgjöf Landsbankans. „Actavis var á þessum tíma skráð í Kauphöll Íslands og eign Róberts í gegnum áðurnefnt félag því ávallt opinber í tilkynningum til Kauphallar. Til skoðunar var á þessum tíma að skrá Actavis í erlenda kauphöll og var því talið heppilegast að Aceway væri sett upp með þessum hætti,“ segir í svari Halldórs. Róbert hafi ávallt tilkynnt eign sína í félaginu til íslenskra skattayfirvalda. Þá hafi tekjur félagsins verið skattlagðar sem launatekjur hans en ekki sem fjármagnstekjur hér á landi. Eggert, ritstjóri DV, sagði í samtali við blaðamann DV, að hann hefði opinberað þetta í yfirlýsingu í fyrra. „Það vekur hins vegar athygli mína að í þessu skjali er ég tengdur við félag sem ég átti ekki. Það vekur upp spurningar. Ég greiddi skatta og skyldur af tekjum og málið hefur verið fullrannsakað af þar til bærum yfirvöldum,“ sagði Eggert í DV. Í yfirlýsingu í Eggerts í fyrra var ekki tilgreint hvort félagið væri skráð í skattaskjóli heldur talað um félög erlendis.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 8. Apríl
Panama-skjölin Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira