„Ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks eins og partý sem hefur staðið of lengi“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. apríl 2016 10:59 Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, mælti fyrir stefnu ríkisstjórnar sinnar í morgun. vísir/anton brink Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, mælti fyrir stefnu ráðuneytis síns á Alþingi í morgun en eins og greint hefur verið frá mun ríkisstjórn hans byggja á stefnuyfirlýsingu Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks frá því í maí 2013. Í máli hans kom fram að leiðarljósið í þeirri yfirlýsingu hafi meðal annars bættur hagur heimilanna og að efnahagsmál í breiðum skilning væru lykilmál nýrrar ríkisstjórnar. Nefndi hann í því samhengi losun fjármagnshafta, efnahagslegan stöðugleika og húsnæðis-og heilbrigðismál. Sigurður Ingi rakti jafnframt árangur síðustu ríkisstjórnar og nefndi sérstaklega skuldaleiðréttinguna og áætlun um losun hafta, en hann sagði að vel hefði tekist til við úrlausn þessara mála. Þá sagði forsætisráðherra jafnframt að síðustu dagar hefðu verið óvenjulegir en það þyrfti að horfa fram á veginn og „læra af þessum málum,“ eins og hann komst að orði.Við völd væri ríkisstjórn sem þætti í lagi ða það væru tvær þjóðir í landinu Eins og gefur að skilja voru þingmenn stjórnarandstöðunnar ekki sérstaklega hrifnir af stefnuræðu forsætisráðherra. Katrín Júlíusdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, sagði að við völd væri ríkisstjórn sem þætti í lagi að það væru tvær þjóðir í landinu; önnur sem ætti peninga í útlöndum og gæti fjárfest þar og hin, „sauðsvartur almúginn,“ sem væri ekki í sömu stöðu. Þá sagði Katrín að það myndi ekki skapa neina ró og festu „að skipta bara um nokkra stóla og ekki breyta neinu og [segja] að það sé í lagi að geyma peninga í skattaskjólum á meðan maður greiðir af því skatt. Þetta er ekki nóg.“Wild Boys og nágrannar sem væru búnir að hringja á lögguna Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, líkti ríkisstjórninni síðan við partý sem hefði staðið of lengi. „Þessi ríkisstjórn er eins og partý sem hefur staðið of lengi. Því átti að ljúka á miðnætti en er ennþá í gangi þegar klukkan er orðin þrjú. Nágrannarnir eru búnir að hringja á lögguna og einstaka gestir í partýinu eru meira að segja byrjaðir að hugsa sér til hreyfings,“ sagði Katrín og vísaði í orð tveggja stjórnarþingmanna í fjölmiðlum, þeirra Unnar Brá Konráðsdóttur og Höskulds Þórhallssonar. Unnur Brá sagði í Kastljós í gær að allir ráðherrar sem tengjast aflandsfélögum eigi að segja af sér og þá vill Höskuldur að Sigmundur Davíð segi af sér þingmennsku. Katrín sagði alla vita að partýið væri búið en samt héldi partýhaldarinn áfram. „Hann heldur áfram að spila Wild Boys og ætlar að selja nokkra banka eftir því sem mér heyrist á hæstvirtum forsætisráðherra og afnema verðtryggingu. [...] Þó að ég óski hæstvirtum forsætisráðherra til hamingju þá á hann fyrir höndum gríðarlega erfitt verkefni,“ sagði Katrín. Alþingi Panama-skjölin Tengdar fréttir Lyklaskipti ráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson, Gunnar Bragi Sveinsson og Lilja Alfreðsdóttir tóku við lyklum í morgun. 8. apríl 2016 09:42 Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, mælti fyrir stefnu ráðuneytis síns á Alþingi í morgun en eins og greint hefur verið frá mun ríkisstjórn hans byggja á stefnuyfirlýsingu Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks frá því í maí 2013. Í máli hans kom fram að leiðarljósið í þeirri yfirlýsingu hafi meðal annars bættur hagur heimilanna og að efnahagsmál í breiðum skilning væru lykilmál nýrrar ríkisstjórnar. Nefndi hann í því samhengi losun fjármagnshafta, efnahagslegan stöðugleika og húsnæðis-og heilbrigðismál. Sigurður Ingi rakti jafnframt árangur síðustu ríkisstjórnar og nefndi sérstaklega skuldaleiðréttinguna og áætlun um losun hafta, en hann sagði að vel hefði tekist til við úrlausn þessara mála. Þá sagði forsætisráðherra jafnframt að síðustu dagar hefðu verið óvenjulegir en það þyrfti að horfa fram á veginn og „læra af þessum málum,“ eins og hann komst að orði.Við völd væri ríkisstjórn sem þætti í lagi ða það væru tvær þjóðir í landinu Eins og gefur að skilja voru þingmenn stjórnarandstöðunnar ekki sérstaklega hrifnir af stefnuræðu forsætisráðherra. Katrín Júlíusdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, sagði að við völd væri ríkisstjórn sem þætti í lagi að það væru tvær þjóðir í landinu; önnur sem ætti peninga í útlöndum og gæti fjárfest þar og hin, „sauðsvartur almúginn,“ sem væri ekki í sömu stöðu. Þá sagði Katrín að það myndi ekki skapa neina ró og festu „að skipta bara um nokkra stóla og ekki breyta neinu og [segja] að það sé í lagi að geyma peninga í skattaskjólum á meðan maður greiðir af því skatt. Þetta er ekki nóg.“Wild Boys og nágrannar sem væru búnir að hringja á lögguna Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, líkti ríkisstjórninni síðan við partý sem hefði staðið of lengi. „Þessi ríkisstjórn er eins og partý sem hefur staðið of lengi. Því átti að ljúka á miðnætti en er ennþá í gangi þegar klukkan er orðin þrjú. Nágrannarnir eru búnir að hringja á lögguna og einstaka gestir í partýinu eru meira að segja byrjaðir að hugsa sér til hreyfings,“ sagði Katrín og vísaði í orð tveggja stjórnarþingmanna í fjölmiðlum, þeirra Unnar Brá Konráðsdóttur og Höskulds Þórhallssonar. Unnur Brá sagði í Kastljós í gær að allir ráðherrar sem tengjast aflandsfélögum eigi að segja af sér og þá vill Höskuldur að Sigmundur Davíð segi af sér þingmennsku. Katrín sagði alla vita að partýið væri búið en samt héldi partýhaldarinn áfram. „Hann heldur áfram að spila Wild Boys og ætlar að selja nokkra banka eftir því sem mér heyrist á hæstvirtum forsætisráðherra og afnema verðtryggingu. [...] Þó að ég óski hæstvirtum forsætisráðherra til hamingju þá á hann fyrir höndum gríðarlega erfitt verkefni,“ sagði Katrín.
Alþingi Panama-skjölin Tengdar fréttir Lyklaskipti ráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson, Gunnar Bragi Sveinsson og Lilja Alfreðsdóttir tóku við lyklum í morgun. 8. apríl 2016 09:42 Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Sjá meira
Lyklaskipti ráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson, Gunnar Bragi Sveinsson og Lilja Alfreðsdóttir tóku við lyklum í morgun. 8. apríl 2016 09:42