Bjarni segir ríkisstjórnina beita lýðræðinu til að takast á við traustsvandann Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. apríl 2016 15:24 Bjarni Benediktsson. Vísir/Anton Brink „Stjórnarandstaðan stendur sameinuð á bak við þessa tillögu og miðað við þau orð sem margir háttvirtir þingmenn stjórnarflokkanna hafa látið falla undanfarna daga er ljóst að margir þeirra styðja í hjarta sínu að strax verði boðað til kosninga. Þeir sjá, eins og við sjáum öll, gamalt vín, ekki einu sinni á nýjum belgjum, heldur eru belgirnir þeir sömu og áður.“ Þetta sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, í umræðu um vantrauststillögu stjórnarandstöðunnar á Alþingi í dag. Hún sagði viðbrögð stjórnarflokkanna við Wintris-málinu svokallaða ekki síður alvarleg en málið sjálft þar sem fyrstu viðbrögð hafi ekki falið í sér tilraun til að reyna að svara þeirri spurningu hvort það væri siðferðislega rétt og eðlilegt að eiga aflandsfélag. Þá hefðu viðbrögðin verið á þá leið að málið væri í mesta lagi óþægilegt. „Ég hef ekki heyrt marga fordæma það að ráðamenn eigi eignir í skattaskjólum. Hins vegar hef ég heyrt hæstvirtan forsætisráðherra tala um að það sé í raun og veru ekkert óeðlilegt við það,“ sagði Katrín.Stórlega löskuð ríkisstjórn Hún sagði ekki mikla reisn yfir þessum viðbrögðum þó að einstaka þingmenn gangi nú fram og telja að þetta dugi ekki til. „En ég fagna þeim sem eru reiðubúnir að standa upp og segja það sem þeim býr í brjósti því ég trúi því ekki að öllum háttvirtum þingmönnum í þessum sal finnist þetta bara allt í lagi.“ Að mati Katrínar er ríkisstjórnin stórlega löskuð, hún gerir sér ekki grein fyrir alvarleika málsins og er því ekki treystandi til að ljúka þeim verkefnum sem framundan eru. Hún lauk því ræðu sinni á þessum orðum: „Þingrof og kosningar strax!“„Við höfum hlustað“ Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, sagði stjórnarflokkanna hafa brugðist við Wintris-málinu og hlustað á kröfur þjóðarinnar. „Við höfum hlustað. Það gerist ekki fyrir tilviljun að forsætisráðherra ákveður að stíga til hliðar. Það gerist ekki fyrir tilviljun að stjórnarflokkar hér með vel ríflegan meirihluta ákveða að stytta kjörtímabilið. Það er verið að hlusta eftir því að virkja lýðræðið en á sama tíma erum við þeirrar skoðunar að það sé fyrir þjóðarhag að þetta þing skolist ekki bara niður í ræsið, málunum öllum hent í ruslafötuna [...],“ sagði Bjarni. Hann sagði ekkert óeðlilegt við það að menn væru ósáttir eða ósammála um þá lausn stjórnarflokkana að mynda nýja ríkisstjórn og boða ekki til kosninga strax. „Í þeirri stöðu sem hefur skapast þá er er engin lausn hafin yfir gagnrýni. Það er ekkert einfalt að framkvæma lýðræðið. Menn hafa talað um það á hverju ári síðan 2008 að við þurfum að gera það sem endurheimtir traustið. En þurfa ekki flestir flokkar að horfast í augu við það að það hefur ekki gengið neitt sérstaklega vel?“Ekki ágreiningur um að það þurfi að virkja lýðræðið Bjarni sagði að svar stjórnarflokkanna við þeirri stöðu sem nú væri uppi væri að veita skýringar, svör og upplýsingar. „Og við viljum beita lýðræðinu til að takast á við traustsvandann. Mig langar til að koma því að hér í lok ræðu minnar að það er ekki ágreiningur um það að það þurfi að virkja lýðræðið, það er einungis ágreiningur um það hvort það gerist í maí eða september eða október.“ Þá sagði Bjarni annan ágreining hefðbundinn á milli stjórnar og stjórnarandstöðu. „Hann er bara hefðbundin um störf Alþingis og hefur ekkert með þetta lekamál frá Panama að gera.“ Alþingi Tengdar fréttir „Skipan ríkisstjórnarinnar í dag er óásættanleg“ Vantrauststillaga stjórnarandstöðunnar á ríkisstjórn Sigurðar Inga Jóhannssonar er rædd 8. apríl 2016 14:19 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Fleiri fréttir Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Sjá meira
„Stjórnarandstaðan stendur sameinuð á bak við þessa tillögu og miðað við þau orð sem margir háttvirtir þingmenn stjórnarflokkanna hafa látið falla undanfarna daga er ljóst að margir þeirra styðja í hjarta sínu að strax verði boðað til kosninga. Þeir sjá, eins og við sjáum öll, gamalt vín, ekki einu sinni á nýjum belgjum, heldur eru belgirnir þeir sömu og áður.“ Þetta sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, í umræðu um vantrauststillögu stjórnarandstöðunnar á Alþingi í dag. Hún sagði viðbrögð stjórnarflokkanna við Wintris-málinu svokallaða ekki síður alvarleg en málið sjálft þar sem fyrstu viðbrögð hafi ekki falið í sér tilraun til að reyna að svara þeirri spurningu hvort það væri siðferðislega rétt og eðlilegt að eiga aflandsfélag. Þá hefðu viðbrögðin verið á þá leið að málið væri í mesta lagi óþægilegt. „Ég hef ekki heyrt marga fordæma það að ráðamenn eigi eignir í skattaskjólum. Hins vegar hef ég heyrt hæstvirtan forsætisráðherra tala um að það sé í raun og veru ekkert óeðlilegt við það,“ sagði Katrín.Stórlega löskuð ríkisstjórn Hún sagði ekki mikla reisn yfir þessum viðbrögðum þó að einstaka þingmenn gangi nú fram og telja að þetta dugi ekki til. „En ég fagna þeim sem eru reiðubúnir að standa upp og segja það sem þeim býr í brjósti því ég trúi því ekki að öllum háttvirtum þingmönnum í þessum sal finnist þetta bara allt í lagi.“ Að mati Katrínar er ríkisstjórnin stórlega löskuð, hún gerir sér ekki grein fyrir alvarleika málsins og er því ekki treystandi til að ljúka þeim verkefnum sem framundan eru. Hún lauk því ræðu sinni á þessum orðum: „Þingrof og kosningar strax!“„Við höfum hlustað“ Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, sagði stjórnarflokkanna hafa brugðist við Wintris-málinu og hlustað á kröfur þjóðarinnar. „Við höfum hlustað. Það gerist ekki fyrir tilviljun að forsætisráðherra ákveður að stíga til hliðar. Það gerist ekki fyrir tilviljun að stjórnarflokkar hér með vel ríflegan meirihluta ákveða að stytta kjörtímabilið. Það er verið að hlusta eftir því að virkja lýðræðið en á sama tíma erum við þeirrar skoðunar að það sé fyrir þjóðarhag að þetta þing skolist ekki bara niður í ræsið, málunum öllum hent í ruslafötuna [...],“ sagði Bjarni. Hann sagði ekkert óeðlilegt við það að menn væru ósáttir eða ósammála um þá lausn stjórnarflokkana að mynda nýja ríkisstjórn og boða ekki til kosninga strax. „Í þeirri stöðu sem hefur skapast þá er er engin lausn hafin yfir gagnrýni. Það er ekkert einfalt að framkvæma lýðræðið. Menn hafa talað um það á hverju ári síðan 2008 að við þurfum að gera það sem endurheimtir traustið. En þurfa ekki flestir flokkar að horfast í augu við það að það hefur ekki gengið neitt sérstaklega vel?“Ekki ágreiningur um að það þurfi að virkja lýðræðið Bjarni sagði að svar stjórnarflokkanna við þeirri stöðu sem nú væri uppi væri að veita skýringar, svör og upplýsingar. „Og við viljum beita lýðræðinu til að takast á við traustsvandann. Mig langar til að koma því að hér í lok ræðu minnar að það er ekki ágreiningur um það að það þurfi að virkja lýðræðið, það er einungis ágreiningur um það hvort það gerist í maí eða september eða október.“ Þá sagði Bjarni annan ágreining hefðbundinn á milli stjórnar og stjórnarandstöðu. „Hann er bara hefðbundin um störf Alþingis og hefur ekkert með þetta lekamál frá Panama að gera.“
Alþingi Tengdar fréttir „Skipan ríkisstjórnarinnar í dag er óásættanleg“ Vantrauststillaga stjórnarandstöðunnar á ríkisstjórn Sigurðar Inga Jóhannssonar er rædd 8. apríl 2016 14:19 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Fleiri fréttir Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Sjá meira
„Skipan ríkisstjórnarinnar í dag er óásættanleg“ Vantrauststillaga stjórnarandstöðunnar á ríkisstjórn Sigurðar Inga Jóhannssonar er rædd 8. apríl 2016 14:19