Ráðuneytisstjóri: Hvorki hægt að nota embættismenn né ríkisráðstöskuna sem sönnun Birgir Olgeirsson skrifar 8. apríl 2016 16:11 Ólafi Ragnari var tíðrætt um embættismenn í eldhúsi Bessastaða sem biðu hans með ríkisráðstöskuna á meðan forsætisráðherrann bað hann um að skrifa undir þingrofstillögu sína. Vísir/Anton Brink/Forsætisráðuneytið Forsætisráðherra hefði þurft að afhenda forseta Íslands undirritaða tillögu um þingrof inni á fundi þeirra og óska eftir áritun forseta á hana til að hún teljist formleg. Þetta segir ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytisins, Ragnhildur Arnljótsdóttir, í svari við fyrirspurn Vísis um fund Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, þáverandi forsætisráðherra, og Ólafs Ragnar Grímssonar, forseta Íslands, á Bessastöðum á þriðjudag.Sjá einnig: Ríkisráðstaskan sem reyndist eitt helsta sönnunargagn forsetansSigmundur Davíð Gunnlaugsson, fráfarandi forsætisráðherra, á Bessastöðum í gær. vísir/AntonSagði Sigmund hafa óskað eftir undirskrift Ólafur Ragnar sagði á blaðamannafundi eftir fund hans með Sigmundi Davíð að sá síðarnefndi hefði komið á Bessastaði í þeirri von um að forsetinn myndi veita honum undirskrift á þingrofstillöguna. Ólafur Ragnar neitaði að verða við því og sagði Sigmund Davíð þá hafa óskað eftir loforði frá Ólafi Ragnari ef hann myndi bera þessa tillögu upp síðar. Ólafur Ragnar hafnaði því einnig og sagði það ekki við hæfi að veita Sigmundi Davíð undirskrift á þingrofstillögu sem hann gæti síðan notað sem vopn í viðræðum við Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, í viðræðum um áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins.Neituðu að formleg tillaga hefði verið borin upp Síðar sama dag sendi forsætisráðuneytið tilkynningu á fjölmiðla þar sem fram kom að formleg tillaga hefði ekki verið borin upp á fundinum né kynnt forseta Íslands eins og skilja mátti af orðum hans á fundi með blaðamönnum. Í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu kom fram að Sigmundur Davíð hefði tjáð forsetanum að hann hygðist bera þingrofstillöguna formlega upp við forseta ef í ljós kæmi að að meirihluta stuðningur við ríkisstjórnina væri brostinn. Ólafur Ragnar sagði á blaðamannafundinum að hann teldi ekki rétt að skrifa upp á þingrofstillögu eða gefa loforð um að gera það síðar án þess að hafa rætt við formann Sjálfstæðisflokksins. Sagði Ólafur eftir fundinn með Bjarna Benediktssyni að sú ályktun hans hefði styrkst að nota átti þingrofstillöguna sem vopn í viðræðum við Sjálfstæðisflokkinn og taldi hann ekki rétt að forseta embættið væri notað í þeim tilgangi.Sagði embættismenn og ríkisráðstöskuna sanna mál sitt Hann sagði jafnframt að allt sem hann sagði um fund sinn með Sigmundi Davíð hefði reynst rétt. Í samtali við kvöldfréttir Stöðvar 2 síðastliðinn þriðjudag nefndi hann því til sönnunar að ritari ríkisráðs, ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytisins og skrifstofustjóri forsætisráðuneytisins hefðu beðið með ríkisráðstöskuna, sem er notuð til að bera skjöl til undirritunar forseta, á meðan hann og Sigmundur Davíð funduðu.„Það að þessir embættismenn biður hér frammi í eldhúsi með skjalatösku ríkisráðsins er einfaldlega sönnun þess að ég fer með rétt mál í þessum efnum,“ sagði Ólafur Ragnar í kvöldfréttum Stöðvar 2.Ragnhildur Arnljótsdóttir, ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytisins.VísirSegir viðveru embættismanna og töskunnar veita enga sönnun Ragnhildur Arnljótsdóttir segir í svari við fyrirspurn Vísis að sú staðreynd að embættismenn forsætisráðuneytisins voru staddir á Bessastöðum, á sama tíma og forsetinn og þáverandi forsætisráðherra funduðu, veiti enga sönnun um það sem fram fór á þeim fundi eða að það hafi formlegt gildi. „Enda voru embættismennirnir ekki á umræddum fundi,“ segir Ragnhildur. Embættismennirnir biðu í eldhúsi Bessastaða á meðan Ólafur Ragnar og Sigmundur Davíð funduðu. Ragnhildur segir þá staðreynd að embættismennirnir hafi haft meðferðis skjalatösku veita heldur enga sönnun í þeim efnum. „Hlutaðeigandi embættismenn geta hins vegar staðfest að formleg tillaga um þingrof var ekki borin upp við forseta á fundinum en ef það hefði verið gert hefði forsætisráðherra þurft að afhenda forseta Íslands undirritaða tillögu um þingrof inni á fundi þeirra og óskað eftir áritun forseta á hana,“ segir Ragnhildur. Tengdar fréttir Sigmundur Davíð: „Voru embættismennirnir með töskurnar mættir?“ Nokkuð vel lá á fráfarandi forsætisráðherra þegar hann mætti á Bessastaði nú rétt í þessu. 7. apríl 2016 14:16 Ríkisráðstaskan sem reyndist eitt helsta sönnunargagn forsetans Ólafi Ragnari var tíðrætt um embættismenn í eldhúsi Bessastaða sem biðu hans með ríkisráðstöskuna á meðan hann ræddi við forsætisráðherra. 6. apríl 2016 17:27 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Sjá meira
Forsætisráðherra hefði þurft að afhenda forseta Íslands undirritaða tillögu um þingrof inni á fundi þeirra og óska eftir áritun forseta á hana til að hún teljist formleg. Þetta segir ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytisins, Ragnhildur Arnljótsdóttir, í svari við fyrirspurn Vísis um fund Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, þáverandi forsætisráðherra, og Ólafs Ragnar Grímssonar, forseta Íslands, á Bessastöðum á þriðjudag.Sjá einnig: Ríkisráðstaskan sem reyndist eitt helsta sönnunargagn forsetansSigmundur Davíð Gunnlaugsson, fráfarandi forsætisráðherra, á Bessastöðum í gær. vísir/AntonSagði Sigmund hafa óskað eftir undirskrift Ólafur Ragnar sagði á blaðamannafundi eftir fund hans með Sigmundi Davíð að sá síðarnefndi hefði komið á Bessastaði í þeirri von um að forsetinn myndi veita honum undirskrift á þingrofstillöguna. Ólafur Ragnar neitaði að verða við því og sagði Sigmund Davíð þá hafa óskað eftir loforði frá Ólafi Ragnari ef hann myndi bera þessa tillögu upp síðar. Ólafur Ragnar hafnaði því einnig og sagði það ekki við hæfi að veita Sigmundi Davíð undirskrift á þingrofstillögu sem hann gæti síðan notað sem vopn í viðræðum við Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, í viðræðum um áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins.Neituðu að formleg tillaga hefði verið borin upp Síðar sama dag sendi forsætisráðuneytið tilkynningu á fjölmiðla þar sem fram kom að formleg tillaga hefði ekki verið borin upp á fundinum né kynnt forseta Íslands eins og skilja mátti af orðum hans á fundi með blaðamönnum. Í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu kom fram að Sigmundur Davíð hefði tjáð forsetanum að hann hygðist bera þingrofstillöguna formlega upp við forseta ef í ljós kæmi að að meirihluta stuðningur við ríkisstjórnina væri brostinn. Ólafur Ragnar sagði á blaðamannafundinum að hann teldi ekki rétt að skrifa upp á þingrofstillögu eða gefa loforð um að gera það síðar án þess að hafa rætt við formann Sjálfstæðisflokksins. Sagði Ólafur eftir fundinn með Bjarna Benediktssyni að sú ályktun hans hefði styrkst að nota átti þingrofstillöguna sem vopn í viðræðum við Sjálfstæðisflokkinn og taldi hann ekki rétt að forseta embættið væri notað í þeim tilgangi.Sagði embættismenn og ríkisráðstöskuna sanna mál sitt Hann sagði jafnframt að allt sem hann sagði um fund sinn með Sigmundi Davíð hefði reynst rétt. Í samtali við kvöldfréttir Stöðvar 2 síðastliðinn þriðjudag nefndi hann því til sönnunar að ritari ríkisráðs, ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytisins og skrifstofustjóri forsætisráðuneytisins hefðu beðið með ríkisráðstöskuna, sem er notuð til að bera skjöl til undirritunar forseta, á meðan hann og Sigmundur Davíð funduðu.„Það að þessir embættismenn biður hér frammi í eldhúsi með skjalatösku ríkisráðsins er einfaldlega sönnun þess að ég fer með rétt mál í þessum efnum,“ sagði Ólafur Ragnar í kvöldfréttum Stöðvar 2.Ragnhildur Arnljótsdóttir, ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytisins.VísirSegir viðveru embættismanna og töskunnar veita enga sönnun Ragnhildur Arnljótsdóttir segir í svari við fyrirspurn Vísis að sú staðreynd að embættismenn forsætisráðuneytisins voru staddir á Bessastöðum, á sama tíma og forsetinn og þáverandi forsætisráðherra funduðu, veiti enga sönnun um það sem fram fór á þeim fundi eða að það hafi formlegt gildi. „Enda voru embættismennirnir ekki á umræddum fundi,“ segir Ragnhildur. Embættismennirnir biðu í eldhúsi Bessastaða á meðan Ólafur Ragnar og Sigmundur Davíð funduðu. Ragnhildur segir þá staðreynd að embættismennirnir hafi haft meðferðis skjalatösku veita heldur enga sönnun í þeim efnum. „Hlutaðeigandi embættismenn geta hins vegar staðfest að formleg tillaga um þingrof var ekki borin upp við forseta á fundinum en ef það hefði verið gert hefði forsætisráðherra þurft að afhenda forseta Íslands undirritaða tillögu um þingrof inni á fundi þeirra og óskað eftir áritun forseta á hana,“ segir Ragnhildur.
Tengdar fréttir Sigmundur Davíð: „Voru embættismennirnir með töskurnar mættir?“ Nokkuð vel lá á fráfarandi forsætisráðherra þegar hann mætti á Bessastaði nú rétt í þessu. 7. apríl 2016 14:16 Ríkisráðstaskan sem reyndist eitt helsta sönnunargagn forsetans Ólafi Ragnari var tíðrætt um embættismenn í eldhúsi Bessastaða sem biðu hans með ríkisráðstöskuna á meðan hann ræddi við forsætisráðherra. 6. apríl 2016 17:27 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Sjá meira
Sigmundur Davíð: „Voru embættismennirnir með töskurnar mættir?“ Nokkuð vel lá á fráfarandi forsætisráðherra þegar hann mætti á Bessastaði nú rétt í þessu. 7. apríl 2016 14:16
Ríkisráðstaskan sem reyndist eitt helsta sönnunargagn forsetans Ólafi Ragnari var tíðrætt um embættismenn í eldhúsi Bessastaða sem biðu hans með ríkisráðstöskuna á meðan hann ræddi við forsætisráðherra. 6. apríl 2016 17:27