Ráðuneytisstjóri: Hvorki hægt að nota embættismenn né ríkisráðstöskuna sem sönnun Birgir Olgeirsson skrifar 8. apríl 2016 16:11 Ólafi Ragnari var tíðrætt um embættismenn í eldhúsi Bessastaða sem biðu hans með ríkisráðstöskuna á meðan forsætisráðherrann bað hann um að skrifa undir þingrofstillögu sína. Vísir/Anton Brink/Forsætisráðuneytið Forsætisráðherra hefði þurft að afhenda forseta Íslands undirritaða tillögu um þingrof inni á fundi þeirra og óska eftir áritun forseta á hana til að hún teljist formleg. Þetta segir ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytisins, Ragnhildur Arnljótsdóttir, í svari við fyrirspurn Vísis um fund Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, þáverandi forsætisráðherra, og Ólafs Ragnar Grímssonar, forseta Íslands, á Bessastöðum á þriðjudag.Sjá einnig: Ríkisráðstaskan sem reyndist eitt helsta sönnunargagn forsetansSigmundur Davíð Gunnlaugsson, fráfarandi forsætisráðherra, á Bessastöðum í gær. vísir/AntonSagði Sigmund hafa óskað eftir undirskrift Ólafur Ragnar sagði á blaðamannafundi eftir fund hans með Sigmundi Davíð að sá síðarnefndi hefði komið á Bessastaði í þeirri von um að forsetinn myndi veita honum undirskrift á þingrofstillöguna. Ólafur Ragnar neitaði að verða við því og sagði Sigmund Davíð þá hafa óskað eftir loforði frá Ólafi Ragnari ef hann myndi bera þessa tillögu upp síðar. Ólafur Ragnar hafnaði því einnig og sagði það ekki við hæfi að veita Sigmundi Davíð undirskrift á þingrofstillögu sem hann gæti síðan notað sem vopn í viðræðum við Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, í viðræðum um áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins.Neituðu að formleg tillaga hefði verið borin upp Síðar sama dag sendi forsætisráðuneytið tilkynningu á fjölmiðla þar sem fram kom að formleg tillaga hefði ekki verið borin upp á fundinum né kynnt forseta Íslands eins og skilja mátti af orðum hans á fundi með blaðamönnum. Í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu kom fram að Sigmundur Davíð hefði tjáð forsetanum að hann hygðist bera þingrofstillöguna formlega upp við forseta ef í ljós kæmi að að meirihluta stuðningur við ríkisstjórnina væri brostinn. Ólafur Ragnar sagði á blaðamannafundinum að hann teldi ekki rétt að skrifa upp á þingrofstillögu eða gefa loforð um að gera það síðar án þess að hafa rætt við formann Sjálfstæðisflokksins. Sagði Ólafur eftir fundinn með Bjarna Benediktssyni að sú ályktun hans hefði styrkst að nota átti þingrofstillöguna sem vopn í viðræðum við Sjálfstæðisflokkinn og taldi hann ekki rétt að forseta embættið væri notað í þeim tilgangi.Sagði embættismenn og ríkisráðstöskuna sanna mál sitt Hann sagði jafnframt að allt sem hann sagði um fund sinn með Sigmundi Davíð hefði reynst rétt. Í samtali við kvöldfréttir Stöðvar 2 síðastliðinn þriðjudag nefndi hann því til sönnunar að ritari ríkisráðs, ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytisins og skrifstofustjóri forsætisráðuneytisins hefðu beðið með ríkisráðstöskuna, sem er notuð til að bera skjöl til undirritunar forseta, á meðan hann og Sigmundur Davíð funduðu.„Það að þessir embættismenn biður hér frammi í eldhúsi með skjalatösku ríkisráðsins er einfaldlega sönnun þess að ég fer með rétt mál í þessum efnum,“ sagði Ólafur Ragnar í kvöldfréttum Stöðvar 2.Ragnhildur Arnljótsdóttir, ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytisins.VísirSegir viðveru embættismanna og töskunnar veita enga sönnun Ragnhildur Arnljótsdóttir segir í svari við fyrirspurn Vísis að sú staðreynd að embættismenn forsætisráðuneytisins voru staddir á Bessastöðum, á sama tíma og forsetinn og þáverandi forsætisráðherra funduðu, veiti enga sönnun um það sem fram fór á þeim fundi eða að það hafi formlegt gildi. „Enda voru embættismennirnir ekki á umræddum fundi,“ segir Ragnhildur. Embættismennirnir biðu í eldhúsi Bessastaða á meðan Ólafur Ragnar og Sigmundur Davíð funduðu. Ragnhildur segir þá staðreynd að embættismennirnir hafi haft meðferðis skjalatösku veita heldur enga sönnun í þeim efnum. „Hlutaðeigandi embættismenn geta hins vegar staðfest að formleg tillaga um þingrof var ekki borin upp við forseta á fundinum en ef það hefði verið gert hefði forsætisráðherra þurft að afhenda forseta Íslands undirritaða tillögu um þingrof inni á fundi þeirra og óskað eftir áritun forseta á hana,“ segir Ragnhildur. Tengdar fréttir Sigmundur Davíð: „Voru embættismennirnir með töskurnar mættir?“ Nokkuð vel lá á fráfarandi forsætisráðherra þegar hann mætti á Bessastaði nú rétt í þessu. 7. apríl 2016 14:16 Ríkisráðstaskan sem reyndist eitt helsta sönnunargagn forsetans Ólafi Ragnari var tíðrætt um embættismenn í eldhúsi Bessastaða sem biðu hans með ríkisráðstöskuna á meðan hann ræddi við forsætisráðherra. 6. apríl 2016 17:27 Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Fleiri fréttir Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjá meira
Forsætisráðherra hefði þurft að afhenda forseta Íslands undirritaða tillögu um þingrof inni á fundi þeirra og óska eftir áritun forseta á hana til að hún teljist formleg. Þetta segir ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytisins, Ragnhildur Arnljótsdóttir, í svari við fyrirspurn Vísis um fund Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, þáverandi forsætisráðherra, og Ólafs Ragnar Grímssonar, forseta Íslands, á Bessastöðum á þriðjudag.Sjá einnig: Ríkisráðstaskan sem reyndist eitt helsta sönnunargagn forsetansSigmundur Davíð Gunnlaugsson, fráfarandi forsætisráðherra, á Bessastöðum í gær. vísir/AntonSagði Sigmund hafa óskað eftir undirskrift Ólafur Ragnar sagði á blaðamannafundi eftir fund hans með Sigmundi Davíð að sá síðarnefndi hefði komið á Bessastaði í þeirri von um að forsetinn myndi veita honum undirskrift á þingrofstillöguna. Ólafur Ragnar neitaði að verða við því og sagði Sigmund Davíð þá hafa óskað eftir loforði frá Ólafi Ragnari ef hann myndi bera þessa tillögu upp síðar. Ólafur Ragnar hafnaði því einnig og sagði það ekki við hæfi að veita Sigmundi Davíð undirskrift á þingrofstillögu sem hann gæti síðan notað sem vopn í viðræðum við Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, í viðræðum um áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins.Neituðu að formleg tillaga hefði verið borin upp Síðar sama dag sendi forsætisráðuneytið tilkynningu á fjölmiðla þar sem fram kom að formleg tillaga hefði ekki verið borin upp á fundinum né kynnt forseta Íslands eins og skilja mátti af orðum hans á fundi með blaðamönnum. Í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu kom fram að Sigmundur Davíð hefði tjáð forsetanum að hann hygðist bera þingrofstillöguna formlega upp við forseta ef í ljós kæmi að að meirihluta stuðningur við ríkisstjórnina væri brostinn. Ólafur Ragnar sagði á blaðamannafundinum að hann teldi ekki rétt að skrifa upp á þingrofstillögu eða gefa loforð um að gera það síðar án þess að hafa rætt við formann Sjálfstæðisflokksins. Sagði Ólafur eftir fundinn með Bjarna Benediktssyni að sú ályktun hans hefði styrkst að nota átti þingrofstillöguna sem vopn í viðræðum við Sjálfstæðisflokkinn og taldi hann ekki rétt að forseta embættið væri notað í þeim tilgangi.Sagði embættismenn og ríkisráðstöskuna sanna mál sitt Hann sagði jafnframt að allt sem hann sagði um fund sinn með Sigmundi Davíð hefði reynst rétt. Í samtali við kvöldfréttir Stöðvar 2 síðastliðinn þriðjudag nefndi hann því til sönnunar að ritari ríkisráðs, ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytisins og skrifstofustjóri forsætisráðuneytisins hefðu beðið með ríkisráðstöskuna, sem er notuð til að bera skjöl til undirritunar forseta, á meðan hann og Sigmundur Davíð funduðu.„Það að þessir embættismenn biður hér frammi í eldhúsi með skjalatösku ríkisráðsins er einfaldlega sönnun þess að ég fer með rétt mál í þessum efnum,“ sagði Ólafur Ragnar í kvöldfréttum Stöðvar 2.Ragnhildur Arnljótsdóttir, ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytisins.VísirSegir viðveru embættismanna og töskunnar veita enga sönnun Ragnhildur Arnljótsdóttir segir í svari við fyrirspurn Vísis að sú staðreynd að embættismenn forsætisráðuneytisins voru staddir á Bessastöðum, á sama tíma og forsetinn og þáverandi forsætisráðherra funduðu, veiti enga sönnun um það sem fram fór á þeim fundi eða að það hafi formlegt gildi. „Enda voru embættismennirnir ekki á umræddum fundi,“ segir Ragnhildur. Embættismennirnir biðu í eldhúsi Bessastaða á meðan Ólafur Ragnar og Sigmundur Davíð funduðu. Ragnhildur segir þá staðreynd að embættismennirnir hafi haft meðferðis skjalatösku veita heldur enga sönnun í þeim efnum. „Hlutaðeigandi embættismenn geta hins vegar staðfest að formleg tillaga um þingrof var ekki borin upp við forseta á fundinum en ef það hefði verið gert hefði forsætisráðherra þurft að afhenda forseta Íslands undirritaða tillögu um þingrof inni á fundi þeirra og óskað eftir áritun forseta á hana,“ segir Ragnhildur.
Tengdar fréttir Sigmundur Davíð: „Voru embættismennirnir með töskurnar mættir?“ Nokkuð vel lá á fráfarandi forsætisráðherra þegar hann mætti á Bessastaði nú rétt í þessu. 7. apríl 2016 14:16 Ríkisráðstaskan sem reyndist eitt helsta sönnunargagn forsetans Ólafi Ragnari var tíðrætt um embættismenn í eldhúsi Bessastaða sem biðu hans með ríkisráðstöskuna á meðan hann ræddi við forsætisráðherra. 6. apríl 2016 17:27 Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Fleiri fréttir Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjá meira
Sigmundur Davíð: „Voru embættismennirnir með töskurnar mættir?“ Nokkuð vel lá á fráfarandi forsætisráðherra þegar hann mætti á Bessastaði nú rétt í þessu. 7. apríl 2016 14:16
Ríkisráðstaskan sem reyndist eitt helsta sönnunargagn forsetans Ólafi Ragnari var tíðrætt um embættismenn í eldhúsi Bessastaða sem biðu hans með ríkisráðstöskuna á meðan hann ræddi við forsætisráðherra. 6. apríl 2016 17:27