Unnur Brá segir já við þingrofi og kosningum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. apríl 2016 18:00 Unnur Brá Konráðsdóttir vísir/Ernir Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði rétt í þessu já við tillögu stjórnarandstöðunnar um að rjúfa þing og boða til kosninga. Hún er eini stjórnarþingmaðurinn sem hefur samþykkt tillöguna til þessa. „Ég tel að Sjálfstæðisflokkurinn sem og þjóðin öll hafi hag af því að fara í kosningar,“ sagði Unnur Brá þegar hún gerði grein fyrir atkvæði sínu. Hún taldi það hollt fyrir lýðræðið og þjóðfélagið í heild. „Þegar verða mikil átök í pólitíkinni eins og hafa orðið nú vegna þessara atburða sem orðið hafa í vikunni, líka vegna þess sem gerðist þegar þjóðin felldi Icesave lögin á sínum tíma, þá á þingið að skoða hug sinn og sjá hvort það sé ekki rétt að kjósa. Við erum ekki hrædd við kosningar. Þess vegna styð ég það að við förum í kosningar og segi já.“ Rætt hafði verið um afstöðu Unnar í dag eftir að hún kom fram í fjölmiðlum í gær og skýrði frá óánægju sinni varðandi niðurstöðu stjórnarflokkanna um að halda áfram stjórnarsamstarfi. Þá hafði verið rætt um meinta óánægju Vigdísar Hauksdóttur þingmanns Framsóknarflokks, hún sagðist í þinginu ekki styðja tillögu stjórnarandstöðunnar. Tillaga um þingrof og kosningar var felld með 37 atkvæðum gegn 26. Áður en kosið var um tillöguna um þingrof og kosningar fór fram atkvæðagreiðsla um vantraust á ríkisstjórn Sigurðar Inga Jóhannssonar en sú tillaga var felld með 38 atkvæðum gegn 25. Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fleiri fréttir Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Sjá meira
Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði rétt í þessu já við tillögu stjórnarandstöðunnar um að rjúfa þing og boða til kosninga. Hún er eini stjórnarþingmaðurinn sem hefur samþykkt tillöguna til þessa. „Ég tel að Sjálfstæðisflokkurinn sem og þjóðin öll hafi hag af því að fara í kosningar,“ sagði Unnur Brá þegar hún gerði grein fyrir atkvæði sínu. Hún taldi það hollt fyrir lýðræðið og þjóðfélagið í heild. „Þegar verða mikil átök í pólitíkinni eins og hafa orðið nú vegna þessara atburða sem orðið hafa í vikunni, líka vegna þess sem gerðist þegar þjóðin felldi Icesave lögin á sínum tíma, þá á þingið að skoða hug sinn og sjá hvort það sé ekki rétt að kjósa. Við erum ekki hrædd við kosningar. Þess vegna styð ég það að við förum í kosningar og segi já.“ Rætt hafði verið um afstöðu Unnar í dag eftir að hún kom fram í fjölmiðlum í gær og skýrði frá óánægju sinni varðandi niðurstöðu stjórnarflokkanna um að halda áfram stjórnarsamstarfi. Þá hafði verið rætt um meinta óánægju Vigdísar Hauksdóttur þingmanns Framsóknarflokks, hún sagðist í þinginu ekki styðja tillögu stjórnarandstöðunnar. Tillaga um þingrof og kosningar var felld með 37 atkvæðum gegn 26. Áður en kosið var um tillöguna um þingrof og kosningar fór fram atkvæðagreiðsla um vantraust á ríkisstjórn Sigurðar Inga Jóhannssonar en sú tillaga var felld með 38 atkvæðum gegn 25.
Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fleiri fréttir Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Sjá meira