Hrannar Pétursson kynnir forsetaframboð Bjarki Ármannsson skrifar 20. mars 2016 09:30 Hrannar var lengi vel fréttamaður RÚV, starfaði sem upplýsingafulltrúi hjá Isal, framkvæmdastjóri samskiptasviðs hjá Vodafone og nú síðast var hann verkefnisstjóri í forsætisráðuneytinu. Vísir Hrannar Pétursson mun í dag kynna framboð sitt til forseta Íslands. Boðað hefur verið til blaðamannafundar á heimili hans að Garðastræti klukkan ellefu. Hrannar var lengi vel fréttamaður RÚV, starfaði sem upplýsingafulltrúi hjá Isal, framkvæmdastjóri samskiptasviðs hjá Vodafone og nú síðast var hann verkefnisstjóri í forsætisráðuneytinu en um var að ræða tímabundna ráðningu þar sem hann starfaði undir Ragnhildi Arnljótsdóttur ráðuneytisstjóra. Lauk hann störfum þar í lok október. Fjölmiðlar greindu frá því í desember að Hrannar íhugaði framboð, en hann var fyrst hvattur til þess að gefa kost á sér í héraðsfréttablaði Þingeyinga, Skarpa. Ritstjórnarskrifstofa blaðsins er á Húsavík, hvaðan Hrannar er ættaður. Í samtali við Vísi sagðist Hrannar þá hafa lengi haft áhuga á embættinu, sem hann teldi gríðarlega mikilvægt. „Ég er þeirrar skoðunar að forseti gegni bæði stjórnskipulegu hlutverki og samfélagslegu,“ sagði Hrannar. „Hann á að tala fyrir tilteknum gildum, hann á að tala fyrir gagnkvæmum skilningi ólíkra skoðana, hann á að leggja sig fram um að sameina fólk en ekki sundra og vera sanngjarn, en í senn staðfastur, í því sem hann gerir.“ Í tilkynningu til fjölmiðla vegna fundarins er Hrannar ekki nefndur á nafn en honum lýst sem framsýnum og jafnréttissinnuðum frambjóðanda. Ljóst er að nokkur fjöldi fólks verður í framboði til forseta í sumar, þó línur muni skýrast þegar framboðsfrestur rennur út þann 20. maí. Fyrr í vikunni boðaði Halla Tómasdóttir fjárfestir framboð og Davíð Þór Jónsson héraðsprestur sagðist íhuga það af alvöru. Þá hafa þau Þorgrímur Þráinsson, Elísabet Jökulsdóttir, Hildur Þórðardóttir og Ástþór Magnússon meðal annarra gefið kost á sér.Uppfært 12.25: Hér fyrir neðan má sjá myndband frá fundinum í morgun.Ég bauð í pönnsur í morgun og um leið tilkynnti ég framboð mitt til forseta Íslands.Posted by Hrannar Pétursson on 20. mars 2016 Forsetakosningar 2016 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira
Hrannar Pétursson mun í dag kynna framboð sitt til forseta Íslands. Boðað hefur verið til blaðamannafundar á heimili hans að Garðastræti klukkan ellefu. Hrannar var lengi vel fréttamaður RÚV, starfaði sem upplýsingafulltrúi hjá Isal, framkvæmdastjóri samskiptasviðs hjá Vodafone og nú síðast var hann verkefnisstjóri í forsætisráðuneytinu en um var að ræða tímabundna ráðningu þar sem hann starfaði undir Ragnhildi Arnljótsdóttur ráðuneytisstjóra. Lauk hann störfum þar í lok október. Fjölmiðlar greindu frá því í desember að Hrannar íhugaði framboð, en hann var fyrst hvattur til þess að gefa kost á sér í héraðsfréttablaði Þingeyinga, Skarpa. Ritstjórnarskrifstofa blaðsins er á Húsavík, hvaðan Hrannar er ættaður. Í samtali við Vísi sagðist Hrannar þá hafa lengi haft áhuga á embættinu, sem hann teldi gríðarlega mikilvægt. „Ég er þeirrar skoðunar að forseti gegni bæði stjórnskipulegu hlutverki og samfélagslegu,“ sagði Hrannar. „Hann á að tala fyrir tilteknum gildum, hann á að tala fyrir gagnkvæmum skilningi ólíkra skoðana, hann á að leggja sig fram um að sameina fólk en ekki sundra og vera sanngjarn, en í senn staðfastur, í því sem hann gerir.“ Í tilkynningu til fjölmiðla vegna fundarins er Hrannar ekki nefndur á nafn en honum lýst sem framsýnum og jafnréttissinnuðum frambjóðanda. Ljóst er að nokkur fjöldi fólks verður í framboði til forseta í sumar, þó línur muni skýrast þegar framboðsfrestur rennur út þann 20. maí. Fyrr í vikunni boðaði Halla Tómasdóttir fjárfestir framboð og Davíð Þór Jónsson héraðsprestur sagðist íhuga það af alvöru. Þá hafa þau Þorgrímur Þráinsson, Elísabet Jökulsdóttir, Hildur Þórðardóttir og Ástþór Magnússon meðal annarra gefið kost á sér.Uppfært 12.25: Hér fyrir neðan má sjá myndband frá fundinum í morgun.Ég bauð í pönnsur í morgun og um leið tilkynnti ég framboð mitt til forseta Íslands.Posted by Hrannar Pétursson on 20. mars 2016
Forsetakosningar 2016 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira